Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 4
Rómantíkin. stendur á hápunkti í Cambridge, en þar kynntust þau ungu brúðhjónin fyrst. Þau voru gefin saman með pompi og pragt í Noregi fyrir skömmu, og brúðurin klæddist þjóðbúningi Harð- angursfylkis. Hún heitir Gunvor Bergo, en hann heitir Jeremy Rerens Pertwee og er enskur, blómasölumaður. SJÓNVARPIÐ. Sjónvarpsfélag komst að því, að meðal áhorfenda að dagskrá þess var einn fangi. Það uppgötvaði einnig, að fangi þessi horfði bara á dagskrá þá, sem var leikin á daginn. Félagið sendi nú mann út af örkinni til þess að spyrja fangannn hvers vegna hann horfði aðeins á sjónvarpið á daginn. — Það er einfalt, svaraði fanginn, þegar hann var spurður, — það er slökkt á ljósunum klukkan átta. — Hvers vegna horfir þú á sjónvarpið á daginn, spurði út- sendarinn. — Nú er það ekki einn þáttur í refsingunni? svaraði fanginn. SÖLUMENNSKAN. Við lásum það í bandarísku blaði, að fyrirtæki eitt hefði fundið upp nýja aðferð til þess að selja varalit. Fyrirtaeki þetta hafði sett svohljóðandi skilti í glugga sína: — Komið heim með nýjan vara- lit handa konu yðar strax í dag. En prófið fyrst hvernig hann bragðast. Það er afgreiðslustúlkum okkar sönn ánægja að mála sig með honum og síðan getið þér sannreynt gæðin með kossi. Laglega er hann lipur, dansarinn á myndinni og gætu íslenzkir tvistkóngar vart leikið listina eftir honum. Dansarinn er frá India- löndum og hann leikur list sína við dillandi undirleik trumbna, sem gerðar eru úr benzíntunnum. Sá frægi maður Pi- casso, hefur löngum þótt byltingasinnað- ur bæði í verkum og hugsjónum. Sum- um hefur þótt erfitt að skilja verk hans, bæði teikningar og málverk, og hér er ein pínulítil saga af slíkum skilningi. Eitt sinn hélt hann sýningu í Varsjá. Var brotist inn í hús hans en Picasso stóð þjófinn að verki og sá framan í skarfinn. Þetta var slunginn þjófur og því slapp hann frá listamanninum. En málaranum hafði gefizt tími til að rannsaka andlit þjófsins og þegar í stað dró hann upp rissmynd af hon- um og sýndi lögreglunni, þegar hún kom á vettvang. Lögreglan lét ljósprenta myndina og var hún send til allra lögreglustöðva borgarinnar. Lögreglumennirnir hófu nú störf sín og leituðu þeirrar persónu, sem á myndinni var sýnd. Þeir handtóku fimmtíu menn og auk þess tóku þeir í sína vörzlu tvo hesta, eina dós af sardínum, kött og tappatogara. ★ Knut Hamsun dvaldist einn vetur í París. Þegar hann kom heim aftur, spurði einn af vinum hans: — Áttirðu ekki í erfiðleikum með frönsk- una þína? — Nei, ekki ég, en Parísarbúar. ★ Þegar Bismarck var skipaður ambassi í Pétursborg 1859, sagði hann: — Ég verð settur á kaldan stað — eins og kampavín, sem verður notað seinna. ★ Brigitte Bardot eyddi einu sinni sumarleyfi sínp á spænska baðstaðn- um, Laredo — rétt fyrir vestan San Sebastian. Leikkon- an sólaði sig náttúr- lega í bikini. Kemur þá siðgæðisvörður til hennar og segir henni, að sam- kvæmt spænskum lögum, þá sé bannað að sóla sig í baðfötum, sem séu ekki nema tvær pjötlur. — Úr hvorri pjötlunni á ég að fara? spurði leikkonan. ★ Mark Twain gisti einhverju sinni á hóteli á vesturströnd Bandaríkjanna. Þegar hann ætlaði að skrifa nafnið sitt í gestabókina, sá hann að skrifað hafði verið: Barónessa X ásamt hirð. Mark reit því: Mark Twain ásamt kofforti sínu. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.