Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 6
LYKILLINN ÆÐ Hafið samband við okkur og leitið tilboða RAFGEISLAHITIJIM Grensásveg 22 Sími 18600 Umgengni sýnir innri mann. Fálkinn vikublað, Reykjavík. Herra ritstjóri. Ég ætla ekki að byrja þetta bréf mitt með venjulegum inngangi og hæla efni blaðs- ins eða ræða um það sem miður kann að fara. Það gera þeir sem betur hafa vit á þeim málum en ég. Hitt þykir mér þó rétt að taka fram að mér þykir þetta yfirleitt gott blað. Það var annað sem mig langaði til að ræða í þessu bréfkorni um leið og ég fer þess á leit að þetta bréfkorn verði tekið til birtingar í Pósthólfinu. Þetta efni sem mér liggur á hjarta er um- gengni manna í náttúrunni þegar þeir fara í útilegur eða ferðalög. Ég er einn þeirra manna sem legg land undir fót hverja helgi sumarsins og held úr bænum eitthvað út í náttúruna. Það er misjafnt sem maður fer: Þórsmörk, Landmannalaugar, Þjórsár- dalur, Kjölur, Snæfellsnes, Þingvellir, Borgarfjörður og Reykjanesið svo eitthvað sé nefnt. Þessar ferðir manns um helgar gera það bærilegt að geta dvalið heila viku í borginni um hásumarið. Að vísu getur veðrið gert manni grikk en það verður að taka því með jafnaðargeði eins og hverju öðru mótlæti í lífinu. En það er annað sem tekur meira á taugarnar og skapið en veðrið. Það er umgengni og hegðun sumra ferðamanna sem leggja leið sína á þessar slóðir. Það er óttalegt að sjá hvernig sumir menn ganga um. Matarleyfar, flöskur, skó- ræflar og annar fatnaður, niðursuðudósir og alls konar óþverri er skilinn eftir hing- að og þangað mönnum til lít- ils sóma. Og það getur hent þegar verið er að aka úti á þjóðvegunum að úr bílnum sem er á undan sé hent flösku út í næsta skurð eða móa. Og ekki aðeins flösku heldur hinum furðulegustu hlutum því séð hef ég pappakassa og skóhlífum hent úr bíl á fullri ferð. Umgengni sem þessi er fyrir neðan allar hellur og til hreinnar skammar. Hvað munar mönnum um að ganga svo frá leifum sínum að ekki sjáist. Það er hægt að grafa þetta dót eða fela með öðrum hætti. Þess er skemmst að minn- ast að einn fegursti og vin- sælasti ferðamannastaðurinn sunnanlands — Þórsmörk — var svo útlítandi eftir eitt sumarið að senda varð fjöl- mennan hóp sjálfboðaliða til að „taka þar til.“ Og svipuð dæmi er hægt að nefna tug- um saman. Það er hörmulegt að menn skuli ekki meta feg- urð náttúrunnar meira en þetta. Ég ætla ekki að hafa þetta bréf lengra þótt heppilegra hefði ef til vill verið. Ég vil að lokum mælast til þess að allir þeir sem leggja land undir fót gangi sómasamlega um. Umgengni sýnir innri mann. Með þökk fyrir. Ferðalangur. Svar: Þetta eru vissulega orö í tíma töluö og œttu menn aö hafa þetta hugfast þegar fariö er i útilegur. Sem betur fer mun þó umgengni eins og bréfritari lýs- ir heyra frekar til undantekn- inga. En feröamenning oJckar Is- lendinga mun í mörgum tilfell- um ekki vera upp á marga fiska. Lengur opið á kvöldin. Fálkinn, vikublað, Reykjavík. Ég var einn þeirra mörgu sem lögðu leið sína úr bænum um hvítasunnuna. Ég fór vestur á Snæfellsnes og var mjög heppinn með veður og þetta var ánægjulegt ferða- lag í alla staði. Það er aðeins tvennt sem ég vil hafa orð á að þessari ferð lokinni. Það fyrra er hvað vegir eru oft illa merktir. Þar á ég ekki aðeins við að víða vanti hættumerki. heldur og leiðar- vísi sem gefa mönnum ein- hverja hugmynd um hvert þeir eru að fara og hvar í heiminum þeir eru staddir. Um daginn fór ég austur í sveitir og þá sá ég vegvísa- merki sem eru mjög til fyrir- myndar. Slíkum vegvísum þarf að koma sém víðast upp. Hitt atriðið, sem ég vil gera að umræðuefni er, að þær greiðasölur, sem eru við þessa 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.