Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 9
ÞaS var boðunardagur Maríu. Fólkið á prestsetrinu sat úti á veröndinm, drakk kaffi og talaði um vorið og lét fara í alla staði vel um sig. Þá heyrðist skerandi óp frá fljótsbakk- anum: — Ove rekur mður að fossmum . . . að gamli prófasturinn kæmist bráðlega á eftirlaun. og þá ætluðu þau að flytjast til bæjarins, þar sem Birgitta átti heima. Hún fékk aðeins að vera hraustur, lítill hermaður núna fyrst um sinn. Og hún reyndi. Ove, drengurinn hennar, gaf lífi hennar gildi. Samtímis var eins og hinn óendan- legi tómleiki drægi úr henni allt fjör. Um fólk var ekki að ræða. Allt húsið var dautt, brátt fannst henni líka allur bærinn vera þannig. Allt tók á sig mynd hættulegs óraunveruleika, sem lagðist svart- ari og svartari yfir huga hennar. Síðan létu taugar hennar undan. Vondir vöku- draumar komu í staðinn, og brátt mataðist hún ekki, megnaði ekki að lyfta símatóli eða ná sam- bandi við nokkurn lifandi mann. Þetta smitaði líka Ove, sem smám saman varð gripinn eins konar myrkfælni vegna alls einmanaleikans á heimilinu. Vökunótt eina reyndi Birgitta að leika. Hún snerti nóturnar álíka óöruggt og þær hefðu verið eitraðar viðkomu, en sorgarmars Chopins tók hug hennar allan. Þetta volduga og jafnframt við- kvæma píanóverk vakti upp mynd af röltandi munkum, röð eftir röð, með vaxkerti í höndum á leið til sálumessu yfir henni sjálfri, sem lá bleik og köld með krossmark í höndum . . . Þá var allt í einu barið á gluggann. Birgitt stirðnaði af hræðslu. Það var nú mið nótt. Hver gæti viljað henni eitthvað um þetta leyti sólar- hringsins? Var þetta veruleiki? Hún stundi upphátt: „Hver er það?“ og svarið var. „Frú Spindel." Það hafði róandi áhrif á Birgittu. Frú Spindel var ættuð úr sömu sveit og hún og var sögð vera gædd undarlegum hæfileik- um til að geta hjálpað fólki í neyð. Hún var nú á heilögu kvöldi, kvödd þangað af rödd, sem henni skjátlaðist ekki að hlýða. Augu hennar lýstu hygg- indum og vinsemd, og hún var sveipuð svörtu sjali. Hún vissi mikið um neyð öræfanna og hafði líka hugboð um neyð stórborgarinnar. — Þig langar heim, sagði frú Spindel. En ekki heim á prestssetrið, að mér skilst. — Það er aðeins til einn staður og einn maður, sem hefur getað róað mig í allri bernsku minni, og frú Spindel veit sjálf, að það er karlinn við foss- inn. En það er einmitt það, sem er mín bölvun. Hvað á ég að gera? — Farðu heim! svaraði frú Spindel. — En hvað um bölvunina? spurði Birgitta ör- vinluð. — Þú verður aldrei laus við hana, ef þú ferð ekki, áður en það er um seinan, var svarið. Daginn eftir lagði Birgitta af stað ásamt drengn- um sínum. Frú Spildel hafði stungið gat á eitthvað innra með henni. Það var ekkert merkilegt, en hún hafði samt hjálpað henni til að halda áfram. Það var Birgittu ljóst, þegar hún sneri lyklinum að útidyrunum á litla einbýlishúsinu í úthverfinu, þar sem hún hafði lifað átta hamingjusöm ár, en því næst í nafnlausum einmanaleika og ótta. Hún vildi ekki hörfa. Hún varð að sækja fram og berjast fyrir ró, hvað sem það kostaði. Það var seinlegt og þungbært ferðalag í drunga- legu veðri. Ætlaði sumarið aldrei að koma með sól? Lestin var næstum tóm, enda þótt sumar- leyíi stæðu sem hæst og ferðaþráin var vön að gera vart við sig að öðru jöfnu. Forðast allir mig? varð Birgittu allt í einu hugsað eftir allan einmanaleikann á gamla heimilinu, en jafnskjótt reyndi hún án afláts að gera sér Ijóst, að hún yrði að halda áfram — um aðra leið væri ekki að ræða — og hún myndi öðlast styrk á einhvem hátt... Og lestin hélt áfram í norðvestur og þá braust miðnætursólin fram í gegnum skýin. Öræfin, þar sem tíminn er ekki til, komu til hennar inn í litla þriðja farrýmis klefann, aþr sem hún sat með sofandi drenginn sinn. Það var eins og róandi lyf. Hinir tveir þreyttu ferðalangar náðú til prests- setursins í skógarskógi, áður en morgunn gekk i garð. Eftir miklar barsmíðar á dyrnar, heyrði Birgitta fótatak, sem hún þekkti vel. Móðurinnar. Hún fékk talsverðan hjartslátt, er hún heyrði lyklinum snúið í skránni. Henni varð þegar ljóst, að hún mundi ekki vera velkomin, og í sömu mund varð hún gagntekin slíkri óendanlegri þreytu. Var hún vörn gegn því, að hún gæti ekki snúið stolt aftur og farið leiðar sinnar, ef henni væri illa tekið? Hún hafði alltaf verið hrædd við móður sína, án þess að hafa samt verið illa við hana. Hún var hættuleg og góð og slungin í senn. En fyrst og fremst svo leyndardómsfull. Móðirin varð hrædd, þegar hún sá Birgittu fyr- ir utan dyrnar. Og viknaði, þegar hún sá litla drenginn sitja dauðþreyttan á ferðatösku. En hún náði sér fljótt og setti tafarlaust þau lög, sem áttu að gilda, meðan Birgitta væri héima. — Áður en ég býð þig velkomna — lofar þú að fara ekki til karlsins við fossinn? — Já, ég lofa því, svaraði Birgitta þreytulega. — Sverðu! skipaði móðirin. — Ég sver, var svarið. En ég er svo þreytt og lasin. Láttu okkur að minnsta kosti fá rúm yfir nóttina. — Velkomin heim, bæði tvö! svaraði prófasts- frúin og lét þegar í ljós ósvikna gleði og umhyggju yfir endurfundunum. En hve pabbi verður glaður! Nú skuluð þið dvelja lengi, afar lengi. Birgitta fékk notið hvíldar og sólskins í vikur og mánuði. Það varð líka dálítið öðruvísi en hún hafði hugsað sér. Þráin eftir karlinum við fossinn dvín- aði á undarlegan hátt, þar sem annar maður náði fótfestu í lífi hennar. Það var aðstoðarprestur föður hennar, sem gat bæði sparkað knetti með Ove og farið á skíði með henni í brakandi skini kvöldsólar' norðursins. Það þróaðist smám saman í ást. Birgitta spyrnti við fótum, eins og hún ætti von á upp- risu Alariks frá dauðum. En tíminn leið til vors að nýju, og séra Sjöstrand lét verða af bónorði. Birgitta svaraði hvorki játandi né neitandi. Hún sagði: — Á Boðunardegi Heilagrar Maríu, daginn, sem ég hætti að ganga með slæðuna, þá skal ég svara. Ekki fyrr. Henni fannst hún ekki reiðubúin enn. Ætlaði stormur lífsins ekki að skella á og blása út fyrst? Framh. á bls. 32. SMÁSAGA EFTIR SUNE BERGSTRÖM FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.