Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 10
JON GISLASON SKRIFAR FYRIR FALKANN Svo sárt Miðlunin fékk andstæðan dóm hjá þjóðinni og mátti halda, að undanslátt- arstefna í sjálfstæðismálinu væri þar með úr sögunni. En svo varð þó ekki raunin. Á síðari helming 10. tugs ald- arinnar, kom fram ný hreyfing í þá átt, sem olli miklum breytingum í íslenzk- um stjórnmálum, svo að þau urðu al- gjörlega ný að loknum deilunum sem um hana varð. Á síðasta áratug nítjándu aldar fór mjög að gæta í íslenzku menningar- lífi og stjórnmálum aukinna áhrifa frá stúdentum, sem langdvölum höfðu dvalið erlendis við nám, sérstaklega í Kaupmannahöfn. Margir íslenzkir stúd- entar komust í nána snertingu við margs konar straumhvörf og bylgju- köst samtíðarinnar í Danmörku. í Dan- mörku var í þenna mund afturhalds- stjórn Estrups við völd. Landinu var stjórnað með hálfgerðu einræði, íhalds- semi og þröngsýni. Sakir óvinsælda Estrups á íslandi snerust flestir íslenzk- ir stúdentar til róttækra skoðana og unnu helzt í hópi róttækari aflanna í Kaupmannahöfn. Sumir íslenzkir stúd- entar urðu mjög áhugasamir um stjórn- mál þegar á stúdentsárunum. Ný íhalds- stjórn tók við völdum í Danaveldi um 1896. Estrup var ekki lengur í henni, en áhrifa hans gætti mjög í athöfnum hennar og stefnu. Var því stjórn þessi nefnd Estrupsstjórn án Estrups. Nelli- mann lét einnig af ráðherradómi um íslandsmál, og við tók maður að nafni Rump, lítt þekktur hér á landi. Nítjánda öldin var mikið þroskatíma- bil, hvað snerti könnun og útgáfu á fornum ritum íslenzkum. Margir áhrifa- menn í Norðurálfu höfðu áhuga á ís- lenzkum fræðum og lögðu sig fram til að vinna þeim gagn. Þetta varð til þess, að íslenzkir stúdentar, sem lögðu stund á þessi fræði, áttu oft greiðan aðgang að áhrifamönnum, aðallega þó í Dan- mörku. Þetta hafði sín áhrif og varð að vissu leyti örlagavaldur að því sem varð. Eftir að endurskoðunarfrumvarpinu var synjað um staðfestingu öðru sinni, sauð mjög gremja og beiskja í íslenzk- um stúdentum í Kaupmannahöfn. En sem vér jafnframt var það öllum ljóst, sem á annað borð hugsuðu málið, að sjálf- stæðismálið var komið í hálfgerða sjálf- heldu, og nýr áfangi ynnist ekki, fyrr en stórbreyting yrði í dönskum stjórn- málum. En miðlunin, þó lítinn byrr fengi meðal þjóðarinnar á sínum tíma, færði mönnum heim sanninn um, að sú leið væri fær, að slá af kröfunum, og leita hófanna hjá ráðamönnum dönskum, ef kænlegar væri haldið á málum. Það kom brátt á daginn, að metnaðargjarn og mikilhæfur maður reyndi þessa leið með ótrúlegum árangri. Valtýr Guðmundsson var fæddur 11. marz 1860 að Árbakka á Skagaströnd. Faðir hans var Guðmundur Einarsson sýsluskrifari í Húnavatnssýslu. Móðir hans hét Valdís Guðmundsdóttir. Hann var laungetinn og hafði lítið af foreldr- um sínum að segja í uppvextinum. Fað- ir hans var skáld gott og hafði tals- verðan áhuga á bókmenntum. Hann þýddi til dæmis Friðþjófsljóð Tegners á íslenzku undir fornyrðislagi. En hann var óreglumaður og heldur laus í rásinni. Afi Valtýs var Einar Bjarna- son fræðimaður. Eftir hann eru til merk rit í handriti. Valdís móðir Valtýs gift- ist og fór til Vesturheims. Síðar átti hann þess kost að flytjast vestur, en hann unni þá þegar svo íslenzkri menn- ingu og fósturlandi sínu, að hann kaus að yfirgefa ekki landið. Valtýr var þegar í æsku metnaðar- gjarn og setti markið hátt. Hugur hans stefndi ákveðið til mennta. Hann fékk dálítinn arf eftir föður sinn, og ávaxt- aðist hann vel í höndum góðra manna. Árið 1883 varð Valtýr stúdent. Á náms- árunum lifði hann spart og vann mikið. Er það með fádæmum, að hann efn- aðist heldur meðan hann var í skóla. Að stúdentsprófi loknu sigldi hann til náms í Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk þaðan meistaraprófi í norrænum fræðum áriðl887. Tveimur árum síðar varði hann doktorsritgerð í fræðigrein sinni. Eins og nærri má geta, fór þegar mikið orð af Valtý eftir svo glæsilegan frama. Héldu menn að hér væri á ferð- inni mikið efni í fræðimann. Hann hlaut stöðu Gísla Brynjólfssonar við Kaupmannahafnarháskóla, er nokkrir íslenzkir menntamenn höfðu litið hýru auga til, eins og eðlilegt var. Eftir að Valtýr varð dósent stundaði hann jafn- framt kennslu við menntaskóla í Kaup- 'mannahöfn. Valtýr kom fljótt og glögglega auga á, hvað mest var aðkallandi í hagræn- um málum á íslandi. Hann stofnsetti tímarit, er hann nefndi Eimreiðina, og hóf þar að kynna löndum sínum áhuga- mál sín og endurbætur til framfara í landinu. Hann vildi endurbæta sam- göngumál landsins, sem ekki var van- þörf á. Hann lagði til að auknar yrðu gufuskipaferðir til landsins frá Kaup- mannahöfn, og byggðar yrðu járnbraut- ir innan lands. Eftir að hann varð þing- maður sneri hann sér algjörlega að stjórnmálum, þó að hann héldi stöðu sinni við Kaupmannahafnarháskóla, og varð lítið úr fræðimennsku hans upp frá því. Brátt snerist hugur Valtýs að stjórn- arskrármálinu. Hann varð fljótlega vit- andi þess, að til þess að ná þar árangri, yrði að sveigja á nýjar leiðir. Hann kom sér í mjúkinn hjá hinum nýja ís- landsráðherra Rump og skýrði fyrir honum ástandið í baráttuaðferðum end- urskoðunarmanna og var víst síður en svo vilhallur í garð Benedikts Sveins- sonar og Magnúsar Stephensens lands- höfðingja. Hann hefur örugglega spilað á þær nótur, að vekja tortryggni í garð Magnúsar í sambandi við viss mál, er hann hafði hlotið óvinsældir af. Er ekki að orðlengja það, að Valtýr hlaut vilyrði danskra stjórnarvalda fyrir nokkrum breytingum á stjórnarskránni, svo framarlega að Alþingi fengist til að samþykkja frumvarp hans. Aðal- breytingin er fólst í frumvarpi Valtýs, var að stofnað yrði nýtt embætti ráð- herra eða ráðgjafa í Kaupmannahöfn, og yrði sá ráðherra íslenzkur, og yrði óháður ríkisráðinu í sérmálum, en bæri ábyrgð fyrir Alþingi í stjórnarathöfn- um, og sæti á þingi. Þegar Alþingi kom saman árið 1897, las landshöfðingi upp fyrir þingheimi boðskap konungs og skýrði frá af- 10 fX'lkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.