Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Agatha Christie „Feikna fjöldi er af þessum ríkis- skuldabréfaránum upp á síðkastið,11 sagði ég morgun nokkurn, um leið og ég lagði til hliðar dagblöðin. „Poirot, við skulurn afneita vísindum uppgötv- ananna, og stunda glæpi í þeirra stað,“ „Þú hallast að því, sem þið nefnið . .. hvað er það nú aftur ..., grípið skjótt silfrið, eða verið fljótt ríkir,... er það ekki vinur?“ „Jæja, líttu á síðasta hal- ið, Liberty skuldabréf, að verðmæti, ein milljón dollara, sem London og Skozki bankinn sendu til New York, en sem hvarf á undursamlegan hátt, um borð í skipinu 01ympiu.“ „Ef það væri ekki vegna „mal de mer“ (sjóveiki), og öllu sem henni fylg- ir, þá mundi ég með gleði taka mér far með einu af þessum stóru farþega- skipum,“ tautaði Poirot. „Já vissulega,“ sagði ég með ákafa. „Sum þessara skipa, eru fullkomnar hallir. Þar eru sundlaugar, veitingasal- ir, pálmalundir, kvikmyndahús og fleira. Þar hlýtur að vera erfitt að trúa þvi, að maður sé á sjó?“ „Ég veit nú aldeilis af því, þegar ég er á sjónum,“ sagði Poirot dauflega. „Og allir þessir smámunir, sem þú varst að telja upp, hafa ekkert að segja fyr- ir mig. En kæri vinur, hugsaðu þér bara augnablik þau ofurmenni sem ferðast óþekktir þarna. Um borð í þess- um fljótandi höllum, er unnt að hitta úrvalið, „haute noblesse", úr glæpa- heiminum.“ Ég hló. „Svo það er í þá átt, sem áhugi þinn leitar. Þú hefðir ekki á móti því að etja hestum þínum móti þeim sem stal Liberty skuldabréfunum?“ Veitingakonan tók fram í fyrir okkur. „Ung stúlka óskar að hitta yður, hr. Poirot. Hér er nafnspjald hennar.“ Á spjaldið var letrað: Miss Esmée Farquhar, en Poirot benti konunni að hleypa henni inn. Á næstu mínútu, var vísað inn í herbergið einhverri þeirri fegurstu og mest aðlaðandi stúlku, sem ég hef séð. Hún var ef til vill 25 ára, með stór brún augu, og hinn fullkomnasta vöxt. Hún var vel klædd og hafði lýtalausa fram- komu. „Má bjóða yður sæti, mademoiselle. Þetta er vinur minn, Hastings kafteinn sem er mér til aðstoðar í baráttu minni.“ „Ég er hrædd um að það sé stórt verkefni, sem ég færi yður í dag, hr. Poirot," sagði stúlkan, og hneigði sig glaðlega fyrir mér um leið og hún sett- ist. „Ég þori að fullyrða, að þið hafið lesið um það í blöðunum. Það sem ég meina, er þjófnaðurinn á Liberty skuldabréfunum um borð í Olympiu. Einhverja undrun hlýtur hún að hafa séð á andliti Poirots, því hún flýtti sér að halda áfram: „Eflaust vaknar sú spurning í huga ykkar, hvað mér komi við alvarleg stofnun, eins og London- og Skozki bankinn. í einum skilningi er það ekkert, í öðrum næstum allt. Ég skal segja yður, Monsieur Poirot, 16 að ég er heitbundin Mr. Philip Ridge- way.“ „Aha, og herra Philip Ridgeway ...“ „Skuldabréfin voru í hans vörzlu, þegar þeim var stolið. Auðvitað er ekki unnt að ásaka hann á neinn hátt, það var áreiðanlega ekki honum að kenna. Eigi að síður er hann hálfvegis miður sín vegna þessa, og ég veit, að frændi hans hefur haldið því fram, að hann hafi í hugsunarleysi látið það vitnast, að þau væru í vörzlu hans. Þetta er hræðilegt áfall í starfi hans.“ „Hver er frændi hans?“ „Mr. Vavasour, aðalframkvæmda- stjóri London- and Skozka Bankans." „Segið mér nú alla söguna eins og hún leggur sig, Miss Farquahr?" „Alveg sjálfsagt. Eins og yður er kunnugt, þá óskaði bankinn að auka lánstraust sitt í Ameríku, og ákvað þess vegna að senda þangað um milljón dala gildi í Liberty verðbréfum. Mr. Vavasour valdi frænda sinn til farar- innar, en um ársskeið hafði hann verið trúnaðarmaður bankans, og var ná- kunnugur öllum viðskiftum hans í New York. Olympia sigldi frá Liverpool þann 23. og verðbréfin voru afhent Mr. Philip að morgni sama dags, af Mr. Vavasour og Mr. Shaw, tveim aðalframkvæmdastjóranum London- og Skozka bankans. Bréfin voru talin og útbúin í pakka, svo og innsigluð að honum sjáandi, en síðan læsti Philip þau strax niður í skjalatösku sinni.“ „Var það skjalataska með venjuleg- um lás?“ „Eftir ósk Mr. Shaw, var sérstök læs- ing búin til á töskuna af Hubbs.“ „Eins og ég sagði áðan, þá setti Phil- ip pakkann neðst í ferðatöskuna.“ „Þjófnaðurinn var framinn skömmu áður en komið var til New York. Hár- nákvæm rannsókn var gerð í skipinu, en árangurslaust. Verðbréfin virtust blátt áfram hafa gufað upp.“ Poirot gretti sig, og sagði: „Þau virðast ekki hafa glatazt að fullu og öllu, þar eð þau voru seld í smá pökkum hálfri stundu áður en Olympia kom að bryggju. Jæja, næst á dagskránni fyrir mig, er að hitta Mr. Philip.“ „Ég ætlaði að fara að bjóða yður til morgunverðar með mér á „Chesire Cheese“, Philip mun verða þar. Við höfum mælt okkur mót þar, en honum er eigi kunnugt um, að ég hafi ráðgazt við yður á hans vegum.“ Með þökk fyrir boðið, ókum við þangað í bifreið. Mr. Philip Ridgeway var kominn þangað á undan okkur, og rak upp stór augu, er hann sá tvo ókunna menn í fylgd með unnustu sinni. Þetta var við felldinn ungur maður, hár og grannur, rétt aðeins farinn að grána í vöng- unum, enda þótt hann væri vart yfir þrítugt. Miss Farquhar lagði hönd á handlegg hans og sagði: „Þú afsakar þátttöku mína án þess FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.