Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 17
að ráðfæra mig við þig áður, Philip," sagði hún. „Þetta er Monsieur Hercule Poirot, sem þú kannast þegar við og vinur hans kafteinn Hastings.“ Ridgeway virtist mjög undrandi. „Auðvitað þekki ég Monsieur Poirot," sagði hann um leið og hann tók í hönd hans. „Ég hafði ekki hugmynd um, að Ésmée hefði í hyggju að ráðfæra sig við yður, um . . . um vandræði mín?“ „Ég hélt að þú mundir ekki leyfa mér það,“ sagði Miss Farquhar Ijúflega. „Svo þú sást um að fara rétt að mér,“ sagði hann brosandi. „Ég vona bara að Monsieur Poirot megni að varpa Ijósi á þessa undarlegu ráðgátu, því að ég skal hreinskilningslega játa það, að ég er agndofa af kvíða og áhyggjum út af þessu.“ Það mátti sjá greinileg einkenni kvíða og áhyggja í andliti hans. „Nú jæja,“ sagði Poirot. „Við skul- um snæða, en á meðan getum við bor- ið saman ráð okkar, og afráðið hvað bezt muni að gera. Ég vildi gjarnan heyra söguna af eigin vörum Mr. Ridge- ways.“ Philip sagði frá öllu sem hafði gerzt þar til verðbréfin hurfu. Honum bar saman við Miss Farquhar í öllum atrið- um. Þegar hann hafði lokið máli sínu, spurði Poirot: „Hvernig komust þér fyrst að því, að verðbréfunum hafði verið stolið?“ Hann hló gremjulega. „Það starði allt saman framan í mig, Monsieur Poirot. Það hefði ekki getað farið fram hjá mér. Ferðataskan mín, sem var hálf dregin undan kojunni, var öll skorin og rispuð, þar sem þeir höfðu reynt að dýrka hana upp hjá læs- ingunni." „En mér skildist að hún hefði verið opnuð með lykli?“ „Það er alveg rétt. Það hafði verið reynt, en ekki heppnast. Og á endan- um hlýtur þeim að hafa heppnazt að ljúka henni upp.“ „Undarlegt,“ sagði Poirot, og í augum hans fór að votta fyrir græna glamp- anum, sem ég þekkti svo vel. „Sannar- lega undarlegt. Þeir eyða tíma í að dýrka upp, en svo allt í einu, þá muna þeir eftir því, að þeir eru með lykil að henni,.. . því hver og ein af læsingum Hubbs, er alveg einstök." „Það var einmitt það, að þeir gátu ekki hafa haft lykil, því að ég skildi hann ekki við mig, hvorki dag né nótt.“ „Þér eruð viss um það?“ „Það get ég svarið, en auk þess, og enda þótt þeir hefðu haft lykil, hvers vegna ættu þeir þá að vera að eyða tíma í að dýrka upp skrá, sem auðsjá- anlega er ekki unnt að opna lykils- laust?“ „Þetta var einmitt spurningin. Ég leyfi mér að spá því, að lausnin, bygg- ist á þessari undarlegu staðreynd með lykilinn, ef gáta þessi verður ráðin.“ „Ég ætla að biðja yður að verða ekki reiðan, þó ég spyrji yður að einni spurningu?: „Eruð þér alveg viss um, að þér hafið ekki skilið læsinguna eftir opna?“ “ Philip leit aðeins á hann. „Ég fullvissa yður um, að slíkt getur komið fyrir hjá beztu mönnum. Nú, jæja, en verðbréfunum var stolið úr töskunni, og hvað gerði þjófurinn við þau? Hvernig komst hann í land með þau?“ „Það er einmitt það,“ sagði Ridge- way, „tollyfirvöldin voru látin vita, og hver einasta manneskja, sem yfirgaf skipið, var nákvæmlega rannsökuð.“ „Og verðbréfin mynduðu töluvert stóran pakka, skilst mér?“ „Auðvitað, en varla hafa þau getað verið falin um borð,... og í raun og veru höfðum við þá vitneskju, að þau voru ekki falin um borð, því að þau voru boðin til kaups, hálfri stundu áður en Olympia kom að landi, löngu áður en ég var búin að senda út símskeyti með númerum þeirra. Einn verðbréfa- sali sver, að hann hafi keypt nokkur þeirra, áður en Olympia kom í höfn. Og ekki er unnt að senda verðbréf með loftskeytum.“ „Nei, ekki með loftskeytum, en kom nokkur bátur út að skipinu?" „Aðeins lóðsbáturinn, en það var eftir að allt var komið upp, og allir voru á varðbergi. Og ég hafði gát á bátnum sjálfur. Guð minn góður, Monsieur Poirot, ég held að þetta geri mig vitlausan. Fólk er farið að segja, að ég hafi stolið þeim sjálfur.“ „En þér voruð rannsakaður um leið og þér fóruð í land, ekki satt?“ spurði Poirot góðlega. „Jú.“ Ungi maðurinn starði á hann ráð- þrota. „Ég heyri að þér skiljið mig ekki,“ sagði Poirot brosandi. „En nú þyrfti ég að spyrja fárra spurninga í bank- anum.“ Ridgeway ritaði nokkur orð á spjald. „Sendið þetta inn til frænda míns, og hann mun veita yður áheyrn að vörmu spori.“ Poirot þakkaði, og kvaddi, síðan héld- um við sem leið lá til aðalskrifstofu London og Skozka bankans. Þegar við höfðum sýnt spjald Ridgeway, var okkur undir eins vísað upp til skrif- stofu aðalbankastjóranna. Þetta voru tveir alvarlegir menn, sem höfðu orðið gráhærðir í þjónustu bankans. Mr. Vavasour var með stutt grátt skegg, en Mr. Shaw var nauðrakaður. „Mér skilst að þér séuð einkalögreglu- menn?“ sagði Mr. Vavasour. „Alveg rétt, en við höfum auðvitað náið samband við Scotland Yai’d. Yfir- lögreglumaður, NcNeil hefur með mál þetta að gera, hann er mjög fær mað- ur,“ bætti hann við. „Það er ég viss um,“ sagði Poirot kurteislega. „Viljið þér leyfa mér, að spyrja fárra spurninga á vegum frænda yðar? Það er viðvíkjandi þessai'i læs- ingu, hver pantaði hana frá Hubbs?" „Ég bað um hana sjálfur," sagði Mr. Shaw. „Ég treysti engum ritara í þeim efnum. Og varðandi lyklana, þá 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.