Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 18
MILLJÓN DALA RÁNIÐ heíur Mr. Ridgeway einn, ég sjáliur annan, og starfsbróðir minn hérna hinn þriðja.“ „Og enginn bókari hefur haft aðgang að þeim?“ Mr. Shaw sneri sér spyrjandi að Mr. Vavasour. „Ég hygg að ég hafi rétt fyrir mér, ef ég segi, að lykill liafi verið í peninga- skápnum, þar sem við létum þá þann 23.“ sagði Mr. Vavasour. „Illu heilli, þá veiktist starfsbróðir minn, fyrir hálfum mánuði síðan, eða sama dag og Philip yfirgaf okkur. Hann er aðeins nýkominn á fætur.“ „Heiftug lungnabólga á mínum aldri, er ekkert grín,“ sagoi Mr. Shaw. „En ég er hræddur um að Mr. Vava- sour hafi haft það of erfitt sökum'fjar- veru minnar, og einkum af þessum óvæntu atburðum ofan á allt saman.“ Poirot spurði nokkurra spurninga um frænda Vavasour og föðurbróður, en ekkert grunsamlegt kom upp úr kafinu. Ridgeway hafði ótakmarkað traust, og hann skuldaði engum neitt, átti í engum fjárhagslegum örðugleik- um, og honum hafði oft verið trúað fyrir svipuðum verkefnum og þessari milljón dollara sendingu. „Ég er vonsvikinn," sagði Poirot, þegar við komum út á götuna. „Þú bjóst við að hafa meira upp úr krafsinu? Þessir gömlu kariar eru sauð- þráir." „Ég varð ekki fyrir vonbrigðum sök- um þráa þeirra, nei vinur minn.“ „Ég varð fyrir vonbrigðum vegna þessa vandamáls, það er of auðvelt.“ „Of auðvelt?“ „Já, finnst þér það ekki vera barna- Ieg» einfalt?“ „Þú veizt þá hver stal bréfunum?" „Já, svo sannarlega.“ „En þá,... við verðum ... Hvað .. ?“ „Ruglaðu ekki sjálfan þig, Hastings. Tið gerum ekkert í bili.“ „Hvers vegna? Eftir hverju ertu að bíða?“ „Eftir Olympiu, hún á að koma til feaka á þriðjudaginn.“ „En ef þú veizt hver hefur stolið verðbréfunum, hvers vegna að bíða? Hann getur komizt undan.“ „Til einhverra eyja í suðurhöfum, þar sem ekki er hægt að ná þeim. Nei vinur minn, hann mundi ekki una líf- inu þar. Hvers vegna ég bíð,... ja sam- kvæmt gáfum Hercule Poirot, þá er málið leyst, en vegna annarra, sem eru miður gefnir, góður guð,... til dæmis NcNeil í Scotland Yard, hans vegna væri vissara að sanna staðreyndirnar. maður hefur skyldur gagnvart þeim, eem eru miður gefnari en maður sjálf- ur.“ „Herra minn trúr, Poirot, veiztu það, að ég mundi vilja gefa stóra pen- Ingaupphæð, til þess að sjá þig gera sjálfan þig að fífli, bara einu sinni. Þú ert svo óbetranlega sjálfselskur.“ 18 FÁLKINN „Veriu ekki að æsa þig upp, Hastings. Ég hef sannarlega tekið eftir því, að stundum þá fyrirlítur þú mig. Því mið- ur þá er ég undirorpinn sektarkennd hinnar miklu andagiftar.“ Hinn litli maður þandi út brjóstið, og andvarpaði svo hjákátlega, að ég neyddist til að hlæja. Þriðjudaginn vorum við á leiðinni til Liverpool í fyrsta farrýmis járnbraut- arvagni. Hann hafði alveg neitað því, að skýra mér frá leyndarmáli sínu um stuldinn. Undir eins og við vorum komnir á bryggjuna, þar sem línuskipið var, gerðist Poirot athugull og vakandi. Hlutverk okkar var að hafa tal af 4 þjónum í röð, og einkum að inna frétta af vini Poirots, sem hafði siglt með skipinu þann 23. til New York. „Eldri maður með gleraugu. Alger öryrki, fór varla út úr káetunni.“ Lýsingin virtist eiga við einhvern hr. Venter, sem bjó í næstu káetu við Philip Ridgeway. Þó ég geti ekki skilið, hvernig Poirot hefði getað fundið til- veru hr. Ventners og útlit, þá varð ég lítið eitt undrandi. „Segið mér eitt,“ hrópaði ég, „var þessi maður einn af þeim fyrstu, að fara í land?“ Þjónninn hristi höfuðið. „Vissulega ekki. Hann var í raun og veru einn hinna síðustu í land í New York.“ Ég varð alveg agndofa, og sá að Poirot hló að mér. Hann þakkaði þjón- inum, gaf honum drykkjupeninga og við héldum í land. „Þetta er allt í himnalagi,“ sagði ég reiðilega, „en síðasta svarið hefur áreið- anlega gert út af við kenningu þína, þó þú hlæir alveg út að eyrum.“ „Þú sérð ekkert eins og venjulega, Hastings. Aftur á móti er síðasta svarið hornsteininn í kenningu minni, eða áliti.“ Ég baðaði út höndum í örvæntingu, og gafst upp. Á leiðinni til London, skrifaði Poi- rot í nokkrar mínútur, en lokaði svo árangurinn í umslagi. „Þetta er handa NcNeil. Við stingum því inn á Scotland Yard í leiðinni, og síðan höldum við til stefnumóts við Miss Esmée Farquhar, þar sem ég hef boðið henni að snæða með okkur mið- dag.“ „Hvað með Ridgeway?“ „Já, hvað með hann?“ sagði Poirot, og deplaði augunum. „Þú heldur þó víst ekki,... þú getur ekki?“ „Ef satt skal segja, þá datt mér hann í hug. Ef Ridgeway hefði verið þjófur- inn, sem vel hefði getað verið, þá hefði þetta getað verið aðlaðandi, laglegt æfingarverk." „En miður skemmtilegt fyrir Miss Farquhar.“ „Það er rétt. Jæja, Hastings, við skul- um fara yfir þetta, ég sé að þú ert að sálast af forvitni. Innsiglaði pakkinn er tekinn úr ferðatöskunni, og gufar upp í loftið, eins og Miss Farqhar orðaði það. Við skulum sleppa loftkenningunni, en athuga hvað hefur orðið af pakkanum. Allir, hver og einn trúa hinu ótrúlega, sem sagt að pakkanum hafi verið smyglað í land.“ „Jú, en við vitum ...“ „Þú veizt það kannski Hastings, en ég veit það ekki. Mitt sjónarmið er, er fyrst það hafi virzt ótrúlegt, þá sé það ótrúlegt. Tvennt kemur til greina: Að pakkinn hafi verið falinn um borð, sem er afar erfitt, eða þá að honum hafi verið varpað fyrir borð.“ „Festur við kork, er það ekki?“ „Án korks.“ Ég starði á hann. „En ef verðbréfunum hefði verið varpað fyrir borð, þá hefði ekki verið unnt, að selja þau í New York?“ „Ég dáist að rökfærslu þinni. Hast- ings. Verðbréfin voru seld í New York þess vegna var þeim ekki varpað fyrir borð. Þú sérð hvert það bendir?“ „Þar sem við vorum þegar við byrj- uðum.“ „Jamais de la vie“, aldrei í lífinu. Ef pakkanum var varpað fyrir borð, og bréfin seld í New York, þá geta verð- bréfin ekki hafa verið í pakkanum. Er nokkur sönnun þess, að pakkinn hafi haft verðbréf að geyma? Mundu eftir því, að Mr. Ridgeway, opnaði aldrei pakkann frá því að honum var hann afhentur í London.“ „Já, en þá .. „Leyfðu mér að halda áfram. Síðasta sinn sem bréfin sáust sem verðbréf, var á skrifstofu London- og Skozka bankans að morgni þess 23. Næst koma þau í Ijós í New York, hálfri stundu áður en Olympia kemur í höfn, og eftir sögusögn manns, sem enginn tekur mark á, í raun og veru áður en Olympia kemur í höfn. Hafa þau á annan hátt getað komizt til New York? Jú. Gigantic fer frá Southampton sama dag og Olympia, en Gigantic hefur hraðamet yfir Atlantshafið. Send í pósti með Gigantic, eru verðbréfin komin til New York, einum degi á undan Olympiu. Allt þetta er augljóst, og málið fer að leysa sig sjálft. Inn- siglaði pakkinn er falskur en um þá hefur verið skift í skrifstofu bankans. Það hefur verið auðvelt að útbúa annan pakka eins útlítandi, sem hægt var að skifta um á þeim rétta. Trés bien, allt í lagi, verðbréfin eru send í pósti til félaga í New York, með skip- unum um að selja, þegar Olympia er komin í höfn, en einhver verður að ferðast með Olympiu, til þess að setja á svið hið ímyndaða rán.“ „En hvers vegna?“ „Sökum þess, að Ridgeway aðeins opnar aðeins töskuna og sér að hún er Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.