Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 20
Sviðið: Að húsabaki við síldar- og fiskimj ölsverksmiðju í Laugarnesi á sjöunda tug tuttugustu aldar. Þarna getur að líta hið furðulegasta dót sam- ankomið: Mótatimbur á víð og dreif, sem ber vott um nýafstaðnar bygging- arframkvæmdir, ásamt sandhrúgu og bretti til að hræra á pússningu. Gam- all bátur, sem ekki hefur lengi verið sjósettur, og tveir gamlir björgunar- flekar. Auk þessa nokkrir hlerar og tómar síldartunnur. Að baki bárujárns- þil og yfir það sér í olíustöð. í bak- grunni Esjan i móðu. Á miðju sviði trónar svo allmyndarlegur strompur og upp eftir honum liggur stigi. Persónur: Ljósmyndari, lofthræddur blaðamaður, þrir múrarar og verk- stjóri. Alveg eins og menn hafa misjafn- lega stór nef, þá hafa þeir misjafna ilmskynjan. Og það sem sumir menn kalla góðan ilm, kalla aðrir óþolandi fýlu. Þannig mun því t. d. farið um Siglfirðinga, að þeir þola manna bezt hina svokölluðu „peningalykt11. Hún er þeim ekki annað en talandi vott- ur þess að silfrið í sjónum sé farið að veiðast og nóg að gera í bænum. Þeir bókstaflega elska þennan ilm ann- rikis og peninga. Aftur á móti virðist það svo um flesta borgarbúa Reykja- víkur, að þeir kunna ekki að meta þennan ilm sem skyldi. Þeir telja þetta hina mestu plágu. Hitt er svo önnur saga, sem oft vill gleymast, að ef þessi lykt hefði aldrei fundizt hér á landi, væru húsin í borginni sennilega ekki svona mörg. Nú er í Laugarnesi risinn rúmlega sjötíu metra strompur, sem á að gegna því hlutverki, að peningalykt leggi ekki að vitum Reykvíkinga. Þessi strompur er aðeins hærri en sá, sem er við Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi, og mun því vera hæsta bygging landsins, þ. e. a. s. ef loftmöstur eru ekki meðtalin. Og nú gnæfir hann þarna nið- ur við sjóinn hátt yfir nærliggjandi bygg- ingar og hæðir. Síðdegis laugardag einn fyrir skömmu klifu tveir menn á vegum blaðsins þarna upp, og þar sem báðir sluppu lifandi frá þeim hildarleik, birtum við hér myndir annars þeirra og texta hins. Við gengum fyrir þróna þar sem beinin eru látin áður en þau fara í vinnsluna og að húsabaki. Við fórum strax að athuga strompinn og möguleika á uppgöngu. Það fyrsta, sem við veittum athygli, var op sem brotið hafði verið á niður við jörðu. Við litum ekki þangað inn, heldur geng- um norður fyrir þar sem við vissum að stiginn mundi vera. Það stóð líka heima: Hann lá þarna utan á ferlíkinu, veglegur járnstigi, steyptur fastur. Hin.s vegar náði hann ekki alla leið niður, heldur endaði þrjár til fjórar mannhæðir frá jörðu. Rétt þarna hjá lá tréstigi, og þegar við reist- um hann upp, vorum við svo þrælóheppn- ir, að hann náði alla leið upp að járn- stiganum. Sjötíu og fimm metrar er ekki langur spölur á landabréfi, en svona reistur upp á endann í strompformi, virðist þetta dá- góður spotti. Það er að minnsta kosti það góður spotti, að maður tekur sér hvíld áður en lagt er á brattann. Við settumst Framhald á bls. 31. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.