Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 25
til þess að hugga sjúklingana. Verið þér sælar, systir! Christel fann að varir hennar urðu fölar og herptust saman. Hvað átti hann við? Hún hafði jú aðeins stanzað í fáeinar mínútur umfram það sem hénni bar. Hún tók eftir að starfsfólk- ið horfði á hana og síðan á Randers til þess að sjá hvað væri um að vera. Orðaskifti eins og þessi voru fáheyrð hér á sjúkrahúsinu. Auk þess hafði hann horft reiðilega til hennar. Rand- ers var ævinlega kurteis og ljúfur í viðmóti svo að þessi orð hans voru eins og löðrungur. Hún sneri sér við og gekk þegjandi að dyrunum. Bara að Eriksen hafi ekki heyrt hvað hann sagði. Hún hraðaði sér niður. Hugsunin um að Randers mundi fara á stofugang með henni síðar um daginn gerði það að verkum, að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. En hún mundi halda sér í hæfilegri fjarlægð frá hon- um. Þessa hlið á honum hafði hún aldrei séð og vildi helzt kynnast henm sem minnst. Þennan dag gekk allt á afturfótun- um. Sjúklingarnir voru óþolinmóðir, kvörtuðu um sársauka, létu hana stjana við sig út af minnstu smámunum og fyrir tvo þurfti hún oð hringja og bera skilaboð. Henni fannst hún þurfa að ganga þúsundir af þungum skrefum milli herbergjanna þennan dag til þess að reyna að greiða úr erfiðleikunum og þóknast sjúklingunum. Þetta var einn af þeim dögum þegar einhver ann- arleg óró liggur í loftinu. Matráðskon- an móðgaðist og yfirhjúkrunarkonan fékk flís í auga. Á dögum sem þessum óskuðu flestir þess að mega dveljast utan dyra sjúkrahússins — í hinum heilbrigða og eðlilega heimi. Klukkan tíu kom Eriksen niður og var enn ekki vaknaður eftir svæfing- una. Hann bilti sér órólega og talaði upp úr svefninum, en uppskurðurinn hafði tekizt vel og systir Lollo fékk fyrirmæli um að hafa auga með honum. Klukkan ellefu bárust þau skilaboð, að Randers læknir mundi ekki fara á stofugang eins og hann hafði ráðgert. Klukkan tólf kom hann hins vegar sjálfur, einmitt í þann mund, er Chris- tel var á leið til borðsalarins og enginn átti von á honum. Systir Magda hafði skroppið niður og systir Anna Maria hafði lofað að leysa Christel af andar- tak, svo að hún gæti fengið sér eitthvað að borða. Hann hafði enga læknanema með sér, aðeins doktor Ekman. Hann var önnum kafinn að því er virtist og skipaði Christel með handahreyfingu að koma til sín. — Sækið systur Magda. Ég þarf að vera fljótur á stofuganginum. — Hún er niðri. Viljið þér að ég ... — Við verðum þá víst að bjarga okk- ur. Sækið dagbókina strax. Án þess að segja aukatekið orð gekk hún á eftir læknunum tveimur. Hún starði á dökkan hnakka hans, meðan hann stanzaði við hvert rúmið á fætur öðru, og spurði nokkurra stuttra spurn- inga. Það vantaði ekki að hann brosti gleitt framan í sjúklingana, en um leið og hann sneri sér að henni, var bros hans horfið með öllu og bún fann að- eins skörp og gagnrýnin augu hans hvíla á sér. — Hvers vegna fær hann mjólk, systir? Ég gaf skipun um það í fyrra- dag, að hann mætti alls ekki fá mjólk, en henni hefur ekki verið hlýtt. — Hér er illa búið um. Gerið það aftur, systir, meðan ég stend hér við, svo að ég sjái að það verði gert eins og vera ber. — Takið burt annan koddann undan höfðalaginu. Þér vitið, að þessi sjúkl- ingur má ekki hafa hátt undir höfði. Christel beit á jaxlinn. Hún veitti því eftirtekt, að doktor Ekman gaf henni gætur í laumi. Án þess að segja aukatekið orð gerði hún allt sem Rand- ers skipaði. Allan tímann sauð upp- í'eisnarhugurinn í henni. Það var til- finning sem hún hafði ekki oft áður fundið. Hvað var það sem olli þvi, að honum tókst að ýta undir uppreisnar* hug hennar og setja hana úr jafnvægi? Ef hún hefði ekki viljað vera trú þeim reglum, sem henni höfðu verið kenndai í hjúkrunarskólanum, hefði hún ger1 uppreisn og mótmælt þessum ásökun um. Verið gat að á þennan hátt væri hann að refsa henni fyrir það að hún hafði vogað sér að segja meiningu sína, þegar hann braut reglur sjúkrahússins og leyfði eiginkonu Borgs að heimsækja mann sinn utan heimsóknartímans? Gat verið, að hann væri svo langrækinn og ómerkilegur? Hún hafði. alltaf álitið, að hann væri maður, sem væri háður yfir slíka smámuni, en að öllum líkind- um hafði henni skjátlazt í þeim efnum. Loksins var þessi þolraun á enda. Frammi á gangi kom Magda hlaupandi með áhyggjuhrukkur á enni. Hún stanzaði fyrir framan þau og leit á Randers og Christel á víxl. Augnaráð hennar gaf til kynna, að hún byggi yfir einhverju, — eins og hún vissi að stofu- gangurinn hafði ekki gengið sem bezt, en trauðla gat hún getið sér til um það. — Systir Christel fór með mér á stofuganginn, sagði Randers. — Ég hef beðið hana að skrifa niður sitthvað, sem ekki má kasta höndunum til. — Ég vona, að þér hafið ekki orðið varar við neitt á minni deild, sagði Magda óttaslegin. Randers leit til Christel og sagði: — Systir Christel veit hvað ég á við. — Hvað er klukkan? Ég á mjög ann- ríkt síðdegis í dag. Að svo mæltu var hann farinn og Christel horfði á eftir honum og tókst ekki að leyna reiðinni í augunum. Magda horfði einnig á eftir honum en úr augum hennar mátti aðeins lesa áhyggjur. Það er aldrei lætin í honum, hugsaði hún. Hann ætti að hugsa um það sem honum stendur næst, en vera ekki að fjargviðrast út af smámunun- um, sem honum koma ekki við. Raun- ar var ekki honum líkt að gera það, en allir karlmenn hafa víst sínar veiku hliðar. Það er bara verst með aumingja Christel. Hún virðist hafa gengið í gegnum hræðilega prófraun. — Ég skal leysa yður af, sagði hún vingjarnlega. — Mér sýnist sem yður veiti ekki af að bregða yður inn í borð- salinn og fá eitthvað gott að borða. Og þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því, þótt læknirinn hafi verið erfiður í skap- inu. Satt að segja, þá er hann mjög duttlungafullur og mislyndur, en hann meinar ekkert iilt með því. Þegar Christel var farin, stóð Magda eftir og undraðist það sem hún hafði sagt. Þetta var i fyrsta skipti sem hún hafði vogað sér að gagnrýna nokkurn þann irekni, sem vann þarna á sjúkra- húsinu. Hvers vegna hafði hún sagt þetta og einmitt við ChristeJ’ vissi þ-að ekki. . . Framhald í næsta blaði. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.