Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 26
KVENÞJOÐIN Kitstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæSrakennari, Þessi fallega blússukápa sómir sér vel hvar sem er. SIúsáh- kátta Efni: Nál. 250—300 g. 3- eða 4-þætt, fallegt ullargarn. Prjónar nr. 2%—3— 3%. Stærð: 38—42. Brjóstvídd: 89—98 cm. 27 1. sléttprjón á prj. nr. SV^^IO cm. Minni stærðin talin á undan. Sé bara ein tala, á sú við báðar stærðirnar. Bakið: Fitjið upp 111—123 1. á prj. nr. 3. Prjónið 7 umf. slétt prjón og 1 umf. slétt á röngunni. Sett á prj. nr. 3% og prónast áfram sléttprjón. 8 cm. frá röngunni er aukið út um 1 1. hvorum megin, með 4 cm. millibili 4 sinnum (121—133 1.). Þegar síddin er 29—31 cm. frá rönd eru felldar af 5 1. í byrjun næstu 2 umf. og síðan eru 2 1. prjónaðar saman í lok og byrjun hverrar umf., þar til 59 1. eru eftir. Þá eru felldar af 9 miðlykkjurnar og hvor hlið prjónuð fyrir sig, fellið jafnframt af 5 1. í byrj- un hverrar umf. hálsmálsmegin og prjónið 2 1. saman við handveg á slétta prjnóinu, þar til allar 1. eru búnar. Framstykkið prjónað eins. Ermi: Fitjið upp 76—80 1. á prjóna nr. 3 og prjónið 3 cm. garðaprjón. Sett á prj. nr. 3% og sléttprjón prjónað, auk- ið út í 1. umf. svo 91—103 1. séu á. Eftir 2 umf. eru felldar af 4 1. í byrjun næstu 2. umf. Prjónið því næst 2 1. saman í byrjun og lok 4. hverrar umf. (önnur hvor slétta umf.) 6 sinnum, því næst í annarri hverri umf. þar til 5 1. eru eftir. Þá er miðlykkjan felld af og hvor hlið prjónuð fyrir sig og jafnframt fellt af beggja vegna. Frá miðju eru felldar af 2 1. í byrjun hverrar umf., haldið áfram að taka úr í hliðunum sem fyrr, þar til allar lykkjur eru búnar. Saumið saman axlasauminn á erm- unum og festið þeim einnig við bak- og framstykkið. Kraginn: Takið upp frá réttunni á prj. nr. 2% 79 1., frá miðju annarrar ermar- innar að miðju hinnar, fitjið upp 1 1. hvorum megin. Prjónið 3 cm. brugðn- ingu, 1 sl., 1 br. Sett á prjón nr. 3, prjón- ið nú garðaprjón og aukið út í 1 1. hvor- um megin í 6. hverri umf. Þegar garða- prjónið er 6 cm. er fellt af á röngunní. Hinn helmingur kragans prjónaður eins. Frágangur: Pressað varlega á röng- unni. Hliðar og ermar saumaðar saman. Brjótið upp á bolinn að neðan um röndina og festið léttilega við rönguna. Saumið kragann saman á öxlunum. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.