Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAIVI EFTBR WILLY BREHVIHOLST Hættulegt stefnumót ► frá öllum löndum mundu krefjast þess, að ég gangi undir rannsókn til þess að þeir geti fundið hvers vegna ég geti synt svona hratt, sundfélög munu kepp- ast um mig og fjárglæframenn munu reyna að græða peninga á mér. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvers vegna ég get synt svona hratt. Ég veit bara, að ég get það og ég er glaður yfir því að geta það, annars gæti ég jú ekki kom- ið hingað yfir til þín. Svo dró hann Önnu að sér og kyssti hana, og hún var ákaflega hamingju- söm. Þannig var samvistum þeirra háttað í marga mánuði. Á hverjum laugardegi synti Pétur yfir Atlantsála og á hverj- um sunnudegi synti hann aftur til Lundúna. En svo var það einn laugardag, að Anna beið eftir honum. Þá kom hann ekki. Hún óttaðist, að hann hefði drukknað á leiðinni. En svo var ekki. Hann kom viku seinna. — Ég kem aftur á laugardaginn, sagði hann, þegar þau kvöddust á sunnudaginn. En hann kom ekki og það liðu þrír laugardagar áður en hann kom. Og svo vék hann sér fimlega undan spurningu Önnu hvers vegna hann hefði ekki kom- ið hinn laugardaginn. Hann var mjög eirðarlaus og þungur í skapi. — Tekur sundið ekki ógurlega á krafta þína? spurði hún full meðaumkv- unar. — Nei, nei, þetta er alls ekki neitt, ég kem áreiðanlega næsta laugardag. En hann kom ekki næsta laugardag og það leið heill mánuður, þangað til að hann lét sjá sig. Þá leit hann mjög þreytulega út og var mjög taugaóstyrk- ur. — Bara að ég vissi, hvað er að þér, elskan mín, sagði Anna og þrýsti sér ástfangin upp að honum. — Það er ekki neitt, sagði Pétur og forðaðist að líta í augu hennar. — Ef við giftum okkur og þú fengir atvinnu hér, þá þyrftir þú ekki að synda svona langar og heimskuleg- ar sundleiðir, hélt Anna áfram, og ég held, að þú getir ekki haldið þetta út til lengdar. Þegar Pétur var kominn svolítið til sjálfs sín var hann ekki seinn á sér að biðja hennar og þau urðu ásátt um að gifta sig næsta sunnudag. — En fyrst vil ég fá að vita, hvers vegna þú komst ekki á hverjum laugar- degi, eins og þú hafðir lofað og hvers vegna þú varst svona hræðilega tauga- óstyrkur? — Það segi ég ekki. — Þurfum við að leyna nokkru fyr- ir hvoru öðru? Og þá sagði Pétur henni sannleikann. — Ég hitti stúlku í Lundúnum, sem ég varð svolítið skotinn í og hún gerði mig hringavitlausan. Seinna sá ég að hún var ekkert fyrir mig. En hún átti heima á Hawaii og þegar hún fór heim til sín .. . — Þá syntir þú á hverjum laugardegi til hennar í staðinn fyrir að synda til mín. Pétur kinkaði skömmustulegur kolli. — Ég skal með glöðu geði fyrirgefa þér þetta víxlspor, sagði Annna og kyssti hann, — ég veit að héðan í frá munt þú aldrei svíkja mig. En hvers vegna varstu svona taugaóstyrkur af því að synda til Hawaii? — Af því að, sagði Pétur og tók utan um hana, — það voru svo margir há- karlar í Kyrrahafinu, að ég varð að synda zig-zag aðferð alla leiðina. Willy Breinholst. PHAEDRA Framhald af bls. 23. umhverfis lundina. í staðinn sá ég fyr- ir mér gljáandi og bjart ópersónulegt hafið, nokkuð, sem maður gat aldrei talið eign sína, nokkuð, sem aldrei gaf, en aðeins tók. Ég horfði í skínandi flöt- inn, dáleidd af fegurð hans, tæld í falska ró af því hvernig hann samein- aðist himninum. Ég gat ekki hvílzt. Þó að ég vissi, að Dimitri litli væri sennilega ennþá sofandi, læddist ég úr herbergi mínu berfætt, læddist fram hjá herbergi Thanosar og hljóp til barnaherbergisins. Dimitri var nývaknaður, og þegar hann sá mig, háði hann innri baráttu milli gleði og hinnar venjulegu svefn- drukknu ólundar. Hann hélt sér í mig og þvaðraði þessi ósköp, sýndi mér skarðið í munninum, sem lýtti hann dálítið og gaf honum kyndugan svip hann grét dálítið önuglega, þegar barn- fóstran reyndi að setja skó á fætur hans, geispaði og kyssti mig, og þegar hann var kominn í annan skóinn hljóp hann út til að sýna mér nýju hvolpana sína. Er ég kom á eftir honum og hélt um litla, raka hönd hans, voru augu hans vot af tárum. Heimur hans, heim- ur leikfanga og hvolpa, silkimjúku lokkarnir, sem límdust við gagnaugu hans í hitasvækju hádegisins, fætur hans, sem voru alltaf á hreyfingu, jafn- vel, þegar hann sat, undrun hans á furðum heimsins, — allt þetta töfraði mig og hrærði mig.meira en það hafði nokkru sinni áður gert. Ég þarfnaðist hins óforvitna kærleiks hans og mig langaði til að taka hann upp og þrýsta höfði hans að brjósti mínu, en ég vissi, að hann var of önnum kafinn og ang- urvær til að leyfa slíkt kjass og ég kjagaði áfram. Ég eyddi klukkustund með honum og dáðist að hinum blindu, litlu, fálm- andi dýrum og sló hinni stoltu móður þeirra gullhamra, gerði áætlun fyrir síðdegið og slæptist um hina köldu, skuggalegu stétt. Og allan tímann var eins og ég væri knúin til að horfa á þetta barn mitt með einbeitni ókunnrar manneskju — Hann var bróðir Alexis. Hann var barn, sem ég hafði fætt, fóstr- að og séð vaxa. Hann var bróðir Alexis. Framh. í næsta blaði. fXlkinn 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.