Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 31
ur fyrir hnjaski af völdum bifreiðarstjór ans. Sérstök ábyrgð er tekin á vagnin- um öllum í 12 mánuði eða 12000 mílur, en rafgeymirinn er tryggður gegn skakkaföllum í 24 mánuði eða 24000 mílur. Bíllinn er smurður fyrir 33000 mílur, og suma hluta hans þarf ekki að smyrja aftur. Um vélarolíu þarf að- eins að skipta á 4000 mílna fresti, en þá er ráðlegast að skipta um olíusigti um leið. Annað um Rambler má segja, að allt frá því að hann sló í gegn um 1955, þá hafa farið fram á honum margar breyt- ingar, sem flestar hafa miðað að hag- ræði, auknu öryggi, sparnaði, og nyt- semi yfirleitt, frekar en að þær hafi verið gerðar til þess að elta tízkuduttl- unga fólksins, en samt sem áður hefur hann haldið velli hvað snertir fallegt útlit og hreinar línur. Umboðsmenn fyrir Rambler á íslandi eru Jón Loftsson & Co., Hringbraut 119. Strompleikur . . . Framhald af bls. 20,__________ því á spýtnahlaða þarna í sólskininu og ræddum sameiginleg áhugamál. Þarna rétt hjá okkur, í gömlum báti, sátu þrír menn og drukku sitt kaffi, og þar sem við gengum að því vísu, að þetta væru menn sem ynnu við strompinn, var ekki ósennilegt að þeir myndu harðbanna okkur uppgöngu. Það lá því ekkert á. En það gerðist ekki, að þeir bönnuðu okkur uppgöngu, heldur þvert á móti virtust þeir vera því mjög fylgjandi, og lögðu ráðin á hvernig uppgöngunni skyldi hagað. Þeir tóku af okkur hátíð- Kæri Astró. Ég skrifaði þér fyrir nokkuð löngu síðan, en þar sem ekkert svar hefur birzt enn, þá ætla ég að reyna aftur. Ég er fædd um kl. 3.30 að morgni í Reykjavík. Hvernig verður framtíðin, á ég eftir að ferðast eitthvað út fyrir landsteinana og hvað um ástamálin. Gjörðu svo vel að sleppa fæðingardegi og ári. Vonast eftir svari. Vinsamlegast, Helga. Svar til Helgu: í níunda hús ferða- laganna fellur Plútó. Hann bendir hér til þess að ferðalög séu ekki árennileg fyrir þig, sízt af öllu til útlanda. Hjónabandið kemur undir áhrif Úr- anusar í sjöunda húsi. Hjónaband þitt verður því sveiflum undirorpið og mun að öllum líkum verða stofnað til þess á skjótan og óvæntan hátt. Geisli hjónabandshússins fellur í merki Nautsins, svo að hin ráðandi pláneta þess er Venus og er sú pláneta í öðru húsi fjármálanna. Þetta bendir til þess að hjónabandið geti á einhvern hátt verið tengt fjármálunum og þar sem Venus myndar hagstæðar afstöður legt loforð um, að ef þeir yrðu farnir þegar við kæmum niður, þá felldum við stigann, svo að börn gætu ekki farið að príla. Og með þetta vegarnesti héld- um við af stað. Það gekk vel upp tréstigann upp að sjálfum járnstiganum og upp á fyrsta stallinn. Þar hvíldumst við stutta stund. Við vorum komnir vel upp fyrir nær- liggjandi hús og hæðin enn ekki orðin neitt óþægileg. Svo var enn lagt á bratt- ann. Uppgangan var nokkuð erfið að því leyti, að þetta tók ákaflega í fæturna. Það var stutt á milli þrepanna og erfitt að hefja sig upp í það næsta. Fljótlega hafði maður á tilfinningunni,, að mað- ;ir væri orðinn allhátt uppi og óþægi- legt að líta niður. Á næsta pallinum tókum við okkur hvíld. Móða var yfir landinu, svo útsýnið var ekki sem bezt, en samt sá vel yfir nærliggjandi hverfi. Þarna gat maður fylgzt með allri um- ferð á nærliggjandi götum, en gangandi vegfarendur virtust anzi ómerkilegir til að sjá úr þessari hæð. Þeir niðri í bátn- um kölluðu til okkar og spurðu hvernig gengi. Við svöruðum vel. Það var þarna á pallinum sem okkur samdist um að ljósmyndarinn færi upp og rannsakað allt þar, en ég tók að mér umhverfið niðri. Svo hélt hann á brattann, en ég fór að þoka mér niður. Niðurgangan var ekki síður erfið en uppgangan. Maður hitti ekki alltaf í þrepin og rann til, og því fylgdi ekki þægileg tilfinning. En svo var allt í einu fast land undir fótum og stromp- urinn gnæfði yfir og varpaði löngum skugga á landið. Þeir hjá bátnum brostu breitt. við aðrar plánetur eru allar líkur til að hjónabandið færi þér fjárhagslegt ör- yggi. Marz í öðru húsi bendir til þess að þú getir aflað þér fjár með eigin fram- takssemi og vinnu, en hins vegar er hætt að útgjöld verði ávallt mikil, hvort sem það er í sambandi við atvinnuna, viðskipti eða jafnvel til heimilisþarfa. Einnig fylgir því rík þörf til að kaupa sem mest. Ef ekki er höfð gát á þessari tilhneigingu, þá er ávallt hætt við tapi. Hins vegar er mögulegt að beina þessai’i kaupþörf inn á að kaupa vörur til hagkvæmra þarfa. Félagsmál og opinber mál munu að einhverju leyti verða tengd fjármálunum eða verða til hagnaðar, svo fremi að skynsemi sé gætt. Júpíter er í fimmta húsi ástamál- anna frá júní 1963 til maí 1964. Þetta bendir til að gangur ástamálanna er heillavænlegur þetta tímabil og að þér muni bjóðast fleiri tækifæri heldur en venjulega á sviði ástarinnar. Einnig er heppilegt að stofna til ástarkynna með hjónaband fyrir augum undir þessum afstöðum. í nóvember 1971 gengur Júpíter svo — Erfitt? — Já, nokkuð. — Þú hefðir átt að fara þetta nokkr- um sinnum á dag. Það var þreytandi. — Voruð þið ekki neitt lofthræddir? — Nei, turninn hækkaði smátt og smátt, svo maður fann aldrei fyrir því. Ætlar þú ekki upp? — Kannski á eftir. — Við höfum lyftu fyrir þig. — Ha? — Já, það er iyfta innan í stromp- inum. Og það var rétt, það var lyfta innan í ferlíkinu. Opið niður við jörðina var inngangurinn, þótt þröngt væri. Þeir sögðust nota þessa lyftu til að flytja upp steypu við pússninguna, og annað sem þyrfti við fráganginn. Tveir urðu mér samferða, en sá þriðji setti í gang mótor, sem gekk heldur. skrykkjótt, og þar með fór lyftan af stað upp. Það var mikið bergmál þarna inni og heldur dimmt. Eftir því sem lyftan færðist ofar, dimmdi enn meir, en uppi og niðri sá maður móta fyrir birtunni. Tréhlerinn, sem við stóðum á, rakst stundum utan í veggina, og þá kom óþægilegur slinkur á böndin. Þegar við áttum stutt eftir, heyrðum við að ljósmyndarinn var kominn upp og farinn að spranga á gólfinu yfir strompopinu. Svo hætti lyftan allt í einu að ganga og við þurftum að vega okk- ur upp eftir köðlum smáspöl. Það leit ekki svo illa út, því maður sá ekki niður fyrir hleranum Það var móða yfir landinu, en samt sást sæmilega yfir borgina. Þeir sögðu okkur að útsýnið þarna uppi í góðu Framh. á næstu síðu. inn í annað hús fjármálanna og verður þar til febrúarloka 1973 og þann tíma sem hann stendur hér við eru fjármálin undir hinum góðu og gjöfulu áhrifum hans. Það er því hagstætt að leggja út í fjárfestingar svo sem húsakaup eða byggingar og undirrita greiðsluskil- mála til langs tíma. Þarna verður Júpí- ter aftur í árslok 1983 til ársbyrjunar 1985. í desember 1986 gengur svo Satúrn inn í fjármálahúsið og verður þar þangað til í febrúar 1991. Þetta veldur hindrunum og töfum á sviði fjármál- anna á þessu tímabili og þú munt þurfa að greiða meira af persónuleum fjár- munum þínum heldur en að öðru jöfnu. Bezt er að leggja ekki út í nein fjár- aflafyrirtæki á því tímabili, því það mun ekki ganga vel ... ★ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.