Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 33
í Rex málningarvörur byggjast á syntetiskum lökk- um, sem gefa þeim frábæra endingu og gott útlit HÁLFMATT LAKK INNIMÁLNING HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkið (21. marz—20. aprílJ. Enn sem íyrr verða það fjárhagsáhyggjur sem mestum vanda valda yður í þessari viku. Það er þó ekki þar með sagt að vikan verði ekki ánægju- leg heldur þvert á móti talsverðar líkur fyrir skemmtilegum ævintýrum. Nautsmerkiö (21. avríl—20. maí). Ef þér ætlið að keppa að einhverju þýðir ekki að gefast upp á miðri leið heldur halda ótrauður áfram. Þetta getur orðið skemmtileg vika fyrir yður einkum að því er tekur til mánudagsins sem getur orðið mjög óvenjulegur. Tvíburamerkiö ‘(21. maí—21. júníJ. Þetta verður erilsöm vika en samt sem áður skuluð þér gefa yður tírna til að lyfta yður upp. Það er óþarfi að slita sér alveg út við vinnu þvi nú er sumar og þá er nauðsynlegt að njóta þess sem í boði er. Krábbamerkiö (22. Júní—22. júlV. Þér skuluð vera minnugur þess að fæst orð hafa minnsta ábyrgð það gæti komið yður hjá vand- ræðum. Annars er útlit fyrir að þér eigið nota- lega viku fyrir höndum og ekki er heppilegt að rnikla atburðina fyrir sér. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. ágúst). Ef þér kunnið að koma fram með þeirri hæ- versku sem nauðsynleg er verður þetta ánægju- leg vika fyrir yður. Líkur eru á að heimsókn verði yður til mikillar gleði og það með all óvenjuleg- um hætti. JómfrúarmerkiÖ (2k. ágúst—23. september). Ferðalag er líklegt tii að heppnast mjög vel hjá yður um þessa helgi en þér skuluð gæta þess að fara að öllu varlega. Ef vinur yðar einn leitar til yðar í nauðum skuluð þér taka honum vei og minnast þess að einn dag getur hann ef til Vor/arskálamerkiÖ (24. sepf.—23. okt.). Fyrir þá sem enn eru ólofaðir en hafa verið að leita að sínum samferðaraðila geta búist við aö finna hann um þessa helgi. Ekki endilega með þeim hætti að presturinn verði heimsóttur í næstu viku — en mjór er mikils vísir. SporÖdrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.i. Til þess að losna við deilur og rifrildi synlegt að hafa það hugfast að vera skifta sér af því sem manni kemur ekki tilgangurinn kunni að virðast ágætur er að leiða þetta hjá sér. er nauð- ekki að við. þótt samt rétt Boc/amannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Það getur oft verið heppilegt að fara varlega í sakirnar svona fyrst í stað og spenna bogann ekki of hátt sem gæti leitt til þess að þér misstuð af takmarkinu. Fimmtudagurinn getur borið ýmislegt í skauti sínu. Steingeitarmerkiö (22. des.—20. jan.J. Þessi vika verður yður sennilega minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Þeir atburðir geta skeð sem mikil áhrif hafa á líf yðar og er því rétt að fara að öllu með gát. Rómantík verður talsverð í þessari viku. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.). Þér skuluð minnast þess að ef þér eruð trúr yfir litlu verðið þér settir yfir meira. Þetta skul- uð þér hafa sérstaklega hugfast í þessari viku. Þér skuluð líka reyna að stilla geðillsku yðar í hóf. Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz). Óvæntir atburðir munu hafa heppilega þróun á fjármálin hjá yður þessa vikuna svo það ætti að valda talsverðri ánægju. og ekki spillir það að ástamálin verða mikið á dagskrá. Farið í ferða- lag um helgina ef þér mögulega getið. vill rétt yður h.jálparhönd. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.