Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Áður en verðirnir höfðu áttað sig, hafði Panda ásamt vélþjóninum sloppið inn fyrir virkisveggina. „Leyfið þessum tveimur að sleppa inn fyrir,“ sagði fyrirliðinn, „það, sem er á leiðinni virðist vera miklu hættulegra." Og með brauki og bramli komu vélarnar. „Ekki skjóta ... piltar ... fyrr en þið sjáið hvítuna í aug- unum þeirra,“ sagði foringinn. „Það er regla númer 12 í fræðsluskránni." Og hlýðnir hermennirnir biðu með að skjóta. En þegar þeir ætluðu að lyfta rifflun- um var það of seint. Sögin var áður en þeir höfðu áttað sig, búin að saga vopnin í sundur í miðjunni. Von Kakadúfa hershöfðingi starði gramur á hermann- inn, sem hafði hlaupið inn á skrifstofu hans. „Hvar 1 andskotanum eruð þér alinn upp? Þannig á ekki að koma inn til mín. Reynið aftur.“ „En . . . herra . . . hershöfðingi . . . það hef. . . ur verið ráðizt á virkið,“ sagði hermaðurinn. „Haldið kjafti,“ gargaði hershöfð- inginn. „Komið aftur inn og hlýðið settum reglum, þegar þér þurfið að koma skilaboðum áleiðis." Her- maðurinn hlýddi og kom inn aftur og heilsaði að her- mannasið: „Það hefur verið ráðizt á virkið af sjálf- virkum vélum,“ sagði hann. „Já, þetta var betra,“ sagði hershöfðinginn. En allt í einu rak hann upp skaðræðisöskur. Þar var sjálfvirka sögin að verki. Hún hafði sagað sig í gegnum skrifstofuvegginn hjá hershöfðingjan- um og tók nú til við borð hans. „Hver er ábyrgur fyrir þessu,“ sagði hershöfðinginn reiður. „Takið hann undir eins fastan.“ Á meðan þessu fór fram, reikaði Hugsuðurinn um sundursagað virkið. „Uppfinning- arnar mínar hafa þegar verið hér,“ sagði hann við sjálfan sig. „En hvar getur Panda verið?“ En einmitt þá var Panda að fela sig í risastói’um kassa. „Loksins hef ég komizt undan vélþjóninum, loksins get ég andað.“ Hann lagðist niður í kassann, öldungis óvit- andi, að öll herdeildin leitaði að honum. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.