Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 26.06.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS Ottó reið eins hratt og hesturinn komst. Þegar hann sá að hann var kominn út fyrir valdasvæði Eberharðar greifa, hægði hann á ferðinni. Hann hugsaði um atburði siðustu daga. Það var aug- sýnilegt, að greifinn hafði gefið meyna norskum sækonungi vegna þess eins, að hann hafði ekki frið fyrir ágangi hans. Sennilega hafði sækonungur þessi lofað honum vernd fyrii öðrum víkingum. Ottó hugsaði með sjálfum sér, að þetta væri eins og að rétta skrattanum litla fingurinn, því að .iafnskjótt og hann næði taki á honum, tæki hann alla höndina. Þess vegna var brúðkaup Karenar og sækonungsins aðeins einn liður í áætlun Eberharðar greifa og stuðningsmanna hans um að gera allt landið að valdasvæði sínu. Ottó sparn sporum i hestinn og hleypti honum á skeið. Hann varð að hraða för sinni til Danna. Danni beið og beið og tíminn var lengi að líða. Þau sátu í skjóli undir kletti miklum, Karen og hann. Þegar kvölda tók og Ottó kom ekki, fór Danni að óttast, að eitthvað uggvænlegt hefði komið fyrir Ottó. „Hvers konar manntegund er þessi Eðvald?" spurði mærin Karen. „Slunginn bragðarefur," svaraði Danni, „hann er vel fallinn til ódæðisverka." Danni lýsti áhyggjum sínum út af Ottó, en hún s'kýrði honum frá heimsókn Fáfnis. Nafn mannsins sagði Danna ekkert en áhyggjur hans uxu, þegar hann heyrði hve mjög Fáfnir þessi hataði Ottó. Allt í einu heyrðist ugluvæl... Ugluvælið hljómaði sem sinfónía í eyrum Danna. Hann þaut upp og reyndi að komast að úr hvaða átt Ottó hafði gefið merki. Danni sá ekki nokkurn mann. Allt í einu heyrðist vælið aftur og nú nær. Það kom frá nálægu tré. Það var ugla, sem gaí það írá sér. Danni steytti hnefana. „Hvað er þetta?“ spurði mærin Karen. „Aðeins ugla,“ sagði Danni. „Það er enginn hér.“ En það var ekki alls kostar rétt. Tveir menn höfðu heyrt hljóð- ið og horfðu hver á annan, fullir tortryggni. „Það kom úr þessari átt,“ hvislaði annar. Þetta voru tveir menn úr leitar- flokki greifans. Þeir lögðu saman ráð sin og héldu siðan í þá átt, sem þeim hafði heyrzt hljóðið koma úr. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.