Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 7
að verða nein vandræði að koma henni á fót. Ég hef svo þessar línur ekki fleiri en kveð ykkur með ósk um gæfu og gengi. N. N. Svar: Við þökkum þetta sérstæða bréf um leið og þessari liugmynd er komið á framfœri. Sinfóníuhljómsveitin og 17. júní. Háttvirta blað! Mér finnst að útihátíða- höldin 17. júní séu fallin í allt of fastar skorður. Þetta er sama dagskráin ár eftir ár. Það er kannski ekki svo gott við þetta að eiga og mikill vandi að sjá um svona skemmtanir og eiga þeir sem umsjónina hafa þökk skilið fyrir sína frammistöðu. Samt gerist sú spurning áleitin hvort ekki sé eitthvað hægt að gera sem nýbreytni megi kalla. Hvers vegna er Sin- fóníuhljómsveitin aldrei látin leika á þessum degi? Það gæti verið ágæt tilbreyting að hafa útihljómleika um miðjan dag- inn. Við getum sagt að hér í borginni sé einn skemmtigarð- ur — Hljómskálagarðurinn — og hvers vegna hefur þessi ágæta hljómsveit aldrei hald- ið hljómleika þar á sumrin? Ég er viss um að slíkir hljóm- leikar yrðu vinsælir af al- menningi. K. Þ. S var: Því miður barst þetta bréf ekki fyrr en viku fyrir 17. júní svo það kemur ekki fyrr en nú. En hugmyndin um útihljómleika l Hljómskálagarðinum er ekki svo fráleit. Gamlar myndir. Kæri Fálki! Nýja Bíó hefur nú hafið sýningar á einni grínmynda- syrpunni enn með gömlu vin- sælu stjörnunum „Glettur og gleðihlátrar“. Fyrr í vor sýndi Tónabíó þrjár gamlar Chap- lin myndir. Það eru þessar sýningar sem ég vil þakka. Það er gaman að fá enn einu sinni að sjá þessar gömlu hetjur með sína skemmtilegu tilburði. Spurningin er bara sú hvort ekki sé hægt að gera meira af slíku? Bíógestur. Símaþjónusta fyrirtækja. Virðulega blað! Það er furðulegt hve sum fyrirtæki éru kærulaus varð- andi símaþjónustu sína. Oft er maður búinn að hringja tímunum saman áður en svar- að er og þá oft með semingi eða, rétt augnablik sem verð- ur þó oft svo lengi að maður neyðist til að hringja aítur. ■Stundum er sagt að viðkom- andi sé „á tali“ og hvort mað- ur vilji bíða og sú bið verður oft löng án þess að síma- stúlkan láti nokkuð meira til sín heyra. Ég hefði haldið að það væri eitt af frumskilyrð- um í rekstri fyrirtækja að hafa góða símaþjónustu. X Svar: Já, það er vissulega nauösyn- legt að hafa góða símaþjónustu, en stundum getur verið mikiö að gera, og þá getur svarið dreg- ist á langinn. En svo getur líka stundum verið nauðsynlegt að stækka skiftiborðin. Yfirleitt verður að segja að símaþjónusta fyrirtækja almennt sé góð að minnsta kosti þeirra sem viö höfum skift við. Sumardagskrá útvarpsins. Kæri Fálki! Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur um sumardag- skrá útvarpsins. Nú eru þeir báðir hættir Pétur og Svavar og ekkert komið í staðinn af léttara taginu. Það er nauð- synlegt að hafa skemmtiþætti svipaða þeirra einu sinni í viku eða svo. Og svo finnst mér leikritin alltaf heldur slök á sumrin að maður nú ekki tali um vöntunina á framhaldsleikritum. Það vant- ar líka eitthvað fyrir ferða- fólkið, létt lög eða eitthvað svoleiðis. Mér mundi finnast það alveg tilvalið ef einhver léttur þáttur kæmi síðdegis á laugardögum eða sunnu- dögum. Pétur. Svar: Það er ekki álltaf gripið upp þetta létta og skemmtilega efni og ekki heldur mennirnir til að sjá um það. Útvarpið hefur kappkostað að hafa góða dag- skrá og livað sem öllu líður verð- ur ekki annaö sagt en því hafi telcist það vel, Það þarf ekki svo lítið til að fylla þann dagskrár- tímá sem nú er orðinn. Heimilisfang. Kæri Fállci! Ég sé að þið hafið stundum verið að birta heimilisföng svo mér datt í hug að vita hvort þið getið ekki sagt mér heimilisfang Robertino Lereti. Ég les alltaf Fálkann og finnst framhaldssögurnar mjög góðar hjá ykkur. Stína. Svar: Eftir því sem við bezt vitum er lieimilisfang Robertina Lreti Via opitia Oppina 65, Rom, Italia. Foreign Trade Enterprise CENTROZAP Ligonia 7, Katowice, Poland P.O. Box 825 Slytur iit • Lyfti- og flutnings-útbúnað • Rennikrana „overhead“ með einföldum og tvöföldum burðarbitum. • Rafmagns-lyftivélar, Kláfferjur o. s. frv, ■nælir með • Rafmagns-lyftivélum fyrir 0,5 til 4,5 smálesta þunga fyrir allar greinar iðn- aðar og flutninga. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.