Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 9
Lr það ekki ævintýri fyrir ítalska stúlku, sem alin er upp á strönd Adríahafsins, að drekka hvítvín, sem kælt er í Vatnajökli? ESa fara í gönguferS út meS sjó í glampandi sólskini rétt fyrir miSnættiS? ÞaS var þetta ásamt mörgu fleiru, sem nokkrir Suðurlandabúar, er voru hér íyrir stuttu síSan, töldu minnisverSast úr IsIandsferSinni. FÁLK- INN slóst í för meS þeim og á næstu fjórum síSum birtum viS grein og myndir um ferðina. Þessir ítalir og Frakkar eiga eftir aS segja sína sögu þegar heim kemur. Þeir eiga einnig eftir aS skrifa í bæklinga og blöS, skipuleggja ferSir til Islands og jafnvel alla leiS til Græn- lands. I sólarlöndunum viS MiðjarðarhafiS og Adríahafið er svalinn kærkominn og hvernig verður sumarfríinu betur varið en einmitt með því að fljúga norður á bógmn? 8 FÁLKINN ísland er að verða ferðamannaland. Fólk frá nær því öllum heimshlutum sækir okkur heim og ferðast um landið: Við erum komnir á blað hjá ferðaskrif- stofunum erlendis, sem ár hvert beina straumnum annað hvort til Mallorca eða Feneyja eða þá kannske einn góðan veðurdag alla leið norður til Mývatns. Ýmsar mótbárur heyrast gegn því, að hér geti nokkru sinni orðið um að ræða ferðamannastraum að nokkru ráði, sem hafi afgerandi áhrif á þjóðarbú- skap okkar. Þessar mótbárur eru flestar frá okkur sjálfum og eru ýmsar hverj- ar sprottnar af vanþekkingu. Sumir segja til dæmis: Veðrið á okkar ást- kæra landi er svo skrambans ári Hópurinn og jökullinn í baksýn. Frá vinstri: Noaro Angelo, Dr. Alma Co- lonibo, Anna María, Jóhann Sigurðs- son, Alberta Pretti, Joseph Hofstetter, Guiseppe Margosches og R. Barre. itöðugt. Það er næstum aldrei hægt 5 reiða sig á að það verði sólskin. >g þarna hittu þeir einmitt naglann á ifuðið: Það eru nefnilega til menn 5 konur, sem eru að leita að skemmti- gum stöðum, þar sem þau geti fengið 5 vera í friði fyrir sólskini. Það sak- r auðvitað ekki að sjáist til sólar ann- ;ð slagið og hún er dásamlegust um aiðnættið, en, og nú leggja þessir til- cnandi túristar okkar áherzlu á orð- n: „Við viljum fá að vera í friði fyr- r sólinni og hitasvækjunni, sem við löfum heima hjá okkur á sumrin í íuður-Frakklandi og á Ítalíu.“ Því það- an eru einmitt túristarnir, sem koma til með að heimsækja okkur á næst- unni; til þess að njóta svalara loftslags en heima hjá þeim sjálfum yfir sum- arið. Fyrir nokkru, eða réttara sagt um hvítasunnuna, meðan álitlegur hópur unga fólksins undi sér að sögn við frum- stæðar skemmtanir í Þjórsárdal, var hér á ferðinni flokkur fólks frá fyrr- nefndum löndum, einmitt og alveg sér- staklega í því augnamiði að kynna sér land og þjóð og til þess að sjá með eigin augum upp á hvað Island hefði að bjóða ferðafólki, sem hingað legði leið sína frá sólbökuðum ströndum Mið- jarðarhafsins og Adríahafsins. Og þegar allt kom til alls, hvernig geðjaðist svo Suðurlandabúunum að Fróni? Við gefum þeim orðið: „Það var mjög óvenjuleg sjón að fljúga inn yfir ísland um miðnættið. Það var ennþá lesbjart inni í flugvél- inni. Vesturloftið var sveipað rauðgulln- um bjarma og götuljósin í Reykjavík Efri mynd: Við Gullfoss: Barre, Alma og Angelo. — Gullfoss er miklu fal- legri en Niagara-fossarnir, sögðu þaer. — Neðri mynd: Setið að snæðingi á jökulöldinni. Jökullinn. í baksýn. f'álkinn 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.