Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 10
Myndataka í bátnum á leið í land á Hornaíirði. Jóhann Sigurðsson, Anna María frá París og Alberta frá Torino. að vera bezta síld í heimi, þessi hérna á Borginni. Og svo er klukkan allt í einu að verða hálftvö og bílar þjóta með hóp- inn út á flugvöll, þar sem flugvélin til Hornafjarðar og Egilsstaða bíður ferðbúin. Það er skýjað, en flugstjórinn er beðinn að vera undir skýjum, sé það mögulegt, svo hægt sé að njóta útsýn- isins. Fjöll og dalir líða hjá og mynda- vélarnar smella og athugasemdir ferða- fólksins: „Heyrðu, þetta minnir mig á fjall á Sikiley.11 „Eða þessi klettadrang- ur. Hann gæti nú alveg eins átt heima í Grand Canyon.11 Það er flogið sjónflug austur sanda og sandurinn er á aðra hönd, hafið á hina. Það er súld undan Eyjafjöllum og rignir í Mýrdalnum. Við förum lágt fram hjá Dyrhólaey, sem vekur mikla hrifningu, og fljúgum fyrir sunnan Reynisfjall nægjanlega djúpt af, til þess að sjá Reynisdrangana vel. Áður en varir erum við þvert af Hjörleifs- höfða og áfram er flogið austur yfir Mýrdalssand, Öræfin taka við og síðan Breiðamerkursandur og áður en varir erum við yfir Hornafjarðarfljótunum og „Gljáfaxi“ fer einn hring yfir kaup- túnið og lendir. „Það er alltaf gaman að koma út fyrir höfuðborg hvers lands,“ segir dr. Alma Colombo. „Maður þekkir land og þjóð svo sáralítið af höfuðborginni.“ Báturinn bíður, og Þorbjörn Sigurðs- son í Hornafirði segir, að mannskapur- inn verði að flýta sér: Bílarnir bíði á bryggjunni hinum megin. Mannskapurinn er halaður um borð og siglt til lands. „Ég má til með að heilsa upp á hann sýndust græn í rauðleitu aftanskininu. Við vissum, að það var höfuðborg á íslandi og að þessi borg var hituð upp með hveravatni. Samt var borgin allt öðruvísi en flestir hugðu. En þannig er það nú oftast nær.“ Morgunstund gefur gull í mund, segir máltækið, og í bíti næsta morgun voru allir þátttakendur mættir til árbíts á áttundu hæð Hótel Sögu. Síðan í bæ- inn, verzlað og skoðað, minjagripir, póistkort, bækur. „Var annars ekki hægt að fá íslendingasögurnar á ensku eða frönsku?" Jú, klukkan var að verða tólf, eftir að skipta peningunum í Lands- bankanum og mikil þröng á götunum. „Er þetta ekki svona vegna langrar helgi fram undan?“ „Nei, auðvitað, fólk er allsstaðar sjálfu sér líkt; mikið að snúast síðustu mínúturnar fyrir lokun! Og svo er klukkan tólf, búið að loka verzlunum og „kalda borðið“ bíður á Hótel Borg. íslenzkt brennivín, hvað er nú það? „Grappa“, eða eitthvað svo- leiðis? Gott með síldinni; hún hlýtur Opelinn drap á sér í ánni og Joseph gerir grín að öllu saman. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.