Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 12
jenny Adams fannst látin í dagstofunni. Hún hafði verið myrt með einum af minjagripunum, sem hún hafði safnað af ferðum sínum, — myndastyttu, sem á var letrað: Keypt af mér á heimleiðinm eftir ógleymanlega ferð í Chedder Ge- orge, ágúst 1911. Jenny Adams. — Sakamálasaga eftir Julian Symons. Stundum lokaði Francis augunum aí því að hann var syfjaður, slundum af því að honum leiddist. En einu sinni leysti hann morðgátu með því að loka augunum. Fórnarlambið var dálítið undarleg, gömul kona, sem hét Jenny Adams. Hún bjó hjá frænku sinni á Highgate Hill í húsi, sem var gjörsamlega yfir- íullt af alls kyns smádóti. Hún átti geysistórt safn af alls konar hlutum frá Viktoríutímabilinu, allt frá viðsjám upp i perlumóður-spilaöskjur. Hún kepptist líka við að safna skrautmun- um, sem gerðir höfðu verið í tilefni af einhverjum sögulegum viðburði, eða sem hún hafði keypt til minja á ferð- um sínum. Dagstofa hennar var full af þungum rauck/iðarhúsgögnum, skenki- borðum, dragkistum og stórum hæg- indastólum. Allsstaðar stóðu smáhlutir til minningar um afmælishátíðir Vik- toríu drottningar, endalok Búastríðsins og yfirleitt alla merka viðburði í sögu England á síðari tímum. Það voru líka minjagripir frá henn- ar eigin ferðum, til dæmis öskubakki frá Brighton, postulínsstöng frá Edin- borg litaður sandur frá Alum-flóa og þangmynd frá Penzance. í þessari dag- stofu sinni fannst Jenny Adams látin. Hún hafði verið slegin í höfuðið með einum af sínum eigin gersemum, lítilli Psyke-styttu. Á fótstalli hennar var eftirfarandi áletrun: Keypt af mér á heimleiðinni frá Ched- dar George í ágúst 1911, eftir ógleym- anlega dvöl þar. Jenny Adams. Francis Quarles hafði áhuga á mál- inu, af því að hann hafði þekkt Jenny Adams lítillega, og borið mikla virð- ingu fyrir þessari gömlu, frumlegu konu. Honum kom þó á óvart að frænka henn- ar, Rósa Spade, skyldi hringja til hans og biðja hann að koma. Rósa, kuldaleg kona um sexíugt, bauð honum góða borgun fyrir að taka málið að sér og finna morðingjann. Með mikilli rósemi sagði hún honum, að hún væri ein af hinum grunuðu. — Jenny frænka var vel efnuð, eins og þér kannski vilið. Við erum þrjú, 12 FÁLKINN erfingjarnir, og það vissum við öll. Ég skil vel að fólk haldi, að einhver okkar sé morðinginn. Ég er raunar viss um, að það er rétt. — Hverjir eru hinir ættingjarnir? — Bræður mínir, Charles og Deverell Spade. Við vorum nánustu ættingjar Jennyar frænku, og samkvæmt erfða- skrá hennar á að skipta peningunum á milli okkar. Jafnvel þó hún hafi eytt miklu í allt þetta drasl, sem þér sjáið hér í dagstofunni, er þó mikið eftir. — Yður þótti ekki vænt um frænku yðar, sagði Quarles. Þetta var fullyrð- ing, ekki spurning. Rósa Spade sléttaði úr pilsinu sínu. — Ég bjó lengi með henni. í yðar augum var hún aðeins sérvitur, gömul kona, í mínum augum var hún harð- stjóri, sem lét ekkert aftra sér frá að koma vilja sínum fram. Ég ætla ekki að blekkja yður með því að ég sjái mik- ið eftir henni. En ég drap hana ekki og ég vil ekki að fólk haldi, að ég sé mor^- inginn. — Hvað um bræður yðar? — Charles á litla vélaverksmiðju, De- verell bókaverzlun. Þeir eru alltaf í peningavandræðum, arfurinn kemur sér vel fyrir þá. Þeir áttu báðir erfitt með að lynda við Jenny frænku, en Charles kom þó ætíð einu sinni í viku hingað og borðaði með okkur. Síðast, þegar Deverell heimsótti hana, rifust þau svo heiftarlega, að iiann hefur ekki komið síðan eða í heilt ár. Hún bætti við, undarlega kaldgeðja: — Ég verð víst líka að segja yður, að ekkert okkar hefur fjarverusönnun. Á þriðjudagslcvöldið, þegar morðið var framið, var ég í kvikmyndahúsi, Char- les fór að heimsækja vin, sem var svo ekki heima og Deverell var í Hamp- stead í viðskiptaerindum, hann gæti hafa verið á þessum slóðum. Hún brosti kaldranalega: — Þetta er næstum ein.s og galdurinn með spilin þrjú, herra Quarles. Getið þér fundið ásinn? Quarles starði fast á hana. — Margir morðingjar hafa reynt að blekkja mig með því að ráða mig sem einkalögreglu- mann. Ef ég tek þetta mál að mér, hætti ég ekki fyrr en ég veit allan sannleik- ann. — Það er einmitt það, sem ég vil, herra Quarles. Hún skildi hann eftir í dagstofunni. Hann gekk um og skoðaði alla þessa furðulegu smáhluti og hugsaði um ágirnd mannanna. Var það rétt hjá Rósu, að Jenny hefði eytt peningunum sínum til einskis, þegar hún keypti þessa hluti. Smekkmanneskja hafði hún greinilega ekki verið. Quarles hryllti við hinum nútíma eftirlíkingum af gömlum Toby-könnum, útsaumsmynd- unum, eftirlíkingu af Tower Bridge gerðri úr hnetuskurn og fleiru þess hátt- ar, en innan um voru þó fallegir hlutir. Til dæmis nafnspjaldahylkið úr perlu- móðurskel, sem var komið fyrir í vegg- skoti, Staffordshire-hundarnir, nokkrar fallegar vatnslitamyndir, Eric Ravilious kanna frá krýningu Georgs sjötta og Richard Guyatt kanna frá krýningu Elizabetar drottningar. Þær stóðu á arinhillunni við hliðina á viðurstyggi- legum pekinghundum úr gipsi. Quarles dvaldist þarna í bálftíma og rannsakaði umhverfið, rótaði í sauma- körfunni og athugaði stólinn, scm Jenny Adams hafði setið í, er hún var myrt. Hann vissi eiginlega ekki að hverju hann var að leita, og hann fann heldur ekkert mikilvægt. Leeds lögreglufulltrúi, vinur Quarles, játaði að hann stæði með tvrer hendur tómar. — Gamla konan hafði þekkt morðingjann. Annað hvort hafði hún sjálf hleypt honum inn eða hann hafði haft lykj.1 að húsinu. Einn af erfingj- unum þremur hlaut að vera morðing- inn, en liver? Hvert þeirra erfir um tuttugu þúsund pund og báðir bræð- urnir áttu í ijárhagsörðugleikum. Rósa hafði að vísu nóga peninga, en ef til vill hefur hún verið orðin langþreytt á gömlu konunni eða að þær hafa rif- izt. Það voru engin íingraför á litlu styttunni, engir vindlingastúfar í ösku- bakkanum eða blóðblettir á fötum þeirra, nð því er ég bezt veit. Öll hafa þau jafnmikla ástæðu til að vilja gömlu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.