Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 15
Grein um systur Jacqueline Kennedy ★ Fáar konur eru meir umtalaðar í heimspressunni en for- setafrú Bandaríkj- anna, Jacqueline Kennedy. En það er ekki víst að öllum les- endum sé kunnugt um, að hún á systur, sem er prinsessa. ★ Hún heitir Lee Bouvier Badziwill og er nauðalík systur sinni. En það er eng- anveginn auðvelt fyr- ir hana að standa sýknt og heilagt í skugga hinnar heims- frægu forsetafrúar. ★ I þessari grein eftir Barbara Walters segir frá uppvexti þeirra systra og sam- bandinu þeirra í milli. og hyglar þeim sérstaklega. I Indlandi bauð hún til dæmis frönskum ljósmynd- ara að taka myndir af þeim systrum. Fékk hann einkarétt á birtingu mynd- anna. Ljósmyndara þennan hafði hún hitt í samkvæmum og henni hafði geðj- azt að honurn. Nokkru síðar fékk hún talið systur sína á, að eyða nokkrum dögum af heimsókninni hjá maharan- um af Jaipur, en hann er vinur Radzi- will-hjónanna. En ráðgjafar forsetafrú- arinnar höfðu eindregið ráðið henni frá þessu og ráðlagt henni að verja tima sínum betur og skynsamlegar. Auk þess voru þeir hræddir um, að slík heim- sókn mundi móðga Nehru, þar sem frambjóðandi maharajahans af Jaipur hafði nýlega fellt frambjóðanda Kon- gressflokksins í kosningum til þingsins. Ég kynntiat Lee Radziwill fyrst, þeg- ar við gengum saman í Sarah Lawrence College í Nýjork. Ég minnist þess hve hún var feimin og hve hún átti mikið af fallegum fötum. Ég man líka eftir því, að hún var boðin út um hverja helgi. Hún var heldur lélegur námsmað- ur, og í eftirlætisgreinum sinum, sál- fræði og tízkuteiknun, skaraði hún ekki fram úr. Hún tók aldrei þátt í veizl- um með okkur eða ferðalögum. Einnig þá var systir hennar bezta vinkona hennar, enda þótt glöggt mætti sjá, að við og við var hún svolítið afbrýðisöm út í Jackie. Ég minnist þess, að i eitt skipti, sem Jackie heimsótti Lee, sýndi hún kennara hennar teikningar eftir sig til þess að heyra álit hans um þær. Hann eyddi nær heilli kennslustund til þes,s að skoða þær. Síðar þakkaði Lee honum fyrir, en hún gat ekki stillt sig um að bæta við: — Ég vildi, að þér eydduð eins mikl- um tíma í að skoða min verk. Ekki hafði Lee verið nema eitt og hálft ár í skólanum, þegar hún hafði fengið nóg af því góða og fór til Ítalíu að leggja stund á listnám. Þar fylgdi hún í fótspor eldri systur sinnar, Jackie, en hún hafði einmitt farið í námsför til Parísar. En næsta haust kom Lee aftur til Nýjork og bað um að vera tekin aftur inn í Sarah Lawrence Col- lege. Henni var neitað um inngöngu. Litlu síðar giftist hún Michael Canfield og settist að í Lundúnum, en þar starf- aði eiginmaður hennar við bandaríska sendiráðið. Sex árum síðar skildu þau og í marz 1959 varð hún þriðja kona Radziwill. Radziwill var pólskur prins, sem hafði flutzt til Lundúna skömmu eftir heims- styrjöldina síðari. Hann hafði öðlazt brezkan ríkisborgararétt og átti þá stóra fasteignasölu. — Öllum vinum þeirra ber saman um, að hjónaband þeirra sé mjög ánægjulegt, enda þótt enn hafi ekki tekizt að ryðja öllum erfiðleik- um brott. Lee er kaþólskrar trúar, eins og fjöl- skylda hennar. Þegar hún giftist Radzi- will, sem einnig er kaþólikki, hafði hún ekki fengið skilnað sinn viðurkenndan af kirkjunni. Hún var þess vegna sett út af sakramentinu. Þau hjónin reyna nú að fá skilnað hennar viðurkennd- an, og í því skyni hafa þau sezt að á Ítalíu. Vinir Lee telja, að hún hafi þung- ar áhyggjur út af reiði kirkjunnar í sinn garð, og þegar forsetafrúin kom við í páfagarði á leiðinni til Indlands til þess að taka við blessun páfans, varð Lee að sætta sig við að mega ekki koma inn í kirkjuna. Lee þykir vera meðal bezt klæddu kvenna heimsins. Sumir álíta hana hafa betri smekk en systir hennar. En samt sem áður virðist hún ekki vera neitt sérlega ánægð með þessa upphefð, því þegar ég minntist á þetta við hana einu sinni, sagði hún: — Ég eyði allt of miklum tíma í að hugsa um föt. Hún skýrði mér frá því, að það eina, sem hún hefði áhuga á, væri eiginmað- ur hennar og börnin hennar tvö, — Anthony, sem hún átti með Michael Canfield og Anna Christina, sem fædd- ist í ágúst 1960, — en einmitt þá barð- ist Lee eins og ljón fyrir kosningu mágs síns í forsetaembætti Bandaríkjanna. Enda þótt Lee hafi yfir fögur orð um heimilið og gildi þess fyrir hana, er hún greinilega ekki á þeim buxun- um að standa í ströngu starfi bústýru eða móður. Svo hefur ætíð verið. Með- an hún var gift Canfield, var hún tízku- ritari fyrir Harper’s Bazaar og hún stjórnaði tízkuhúsi Bandaríkjamanna á heimssýningunni í Briissel. Og í fyrra sumar gegndi hún starfi tízkuritara fyr- ir bandarískt blað og skrifaði reglulega um tízkusýningar í París. Framhald á bls. 30. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.