Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 16
Skerandi ískur frá brautarteinunum og riðið frá vagninum, er hann tók beygjuna, vakti manninn af stuttum blundi. Sætin þarna á 2. farrými voru mjúk og hann hafði haft með sér svæfil til að halla höfðinu á. Hann hafði orðið að fara á fætur fyrir allar aldir í morgun til þess að komast í bæinn áður en skrifstofan var opnuð aftur eftir páskaleyfið. Nú hafði hann þá óþægilegu kennd, að hann mundi hafa sofið með opinn munninn. Óþægileg var kenndin af því, að á meðan hann svaf hafði stúlka kom- ið inn í vagninn á einni viðkomustöðinni, og sezt í bekkinn á móti honum — já, reglulega falleg stúlka, — maðurinn lagaði ósjálfrátt á sér hálsbindið. Og hann var gramari sjálfum sér vegna þe.ss að nú vissi hann að konan horfði á hann — horfði ánægjulega á hann blágráum augum, al- veg eins og hún þekkti hann. En hvað hárið I sama bili fann hann, að tekið var í öxlina á honum aftan frá, svo að hann snerist við á hæli. Og honum varð litið í augu förunautar síns. Konan vafði handleggjunum um hálsinn á honum og kyssti hann . . . Smásaga eftir Mika Vaftari var ljóst og fallegt, lokkarnir, sem hann sá undan svörtum hattinum! Hreinar línur í and- íitinu — hvítur hálsinn með svarta loðkápuna — óvenjulega falleg kona. En hvers vegna horfði hún á hann svona í sífellu? Maðurinn fór hjá sér og kveikti sér í sígarettu um leið og hann gerði mat á sjálf- um sér. Hvað gat verið við útlit hans að at- huga? Hann strauk hárið upp yfir skallann, sem var í fæðingu á honum, þuklaði vandlega á öllum hnöppum — nei, vitanlega var hann syfj- aður og stúrinn, en ekki nægði það til skýr- ingar á því, að konan var bersýnilega að sprok- setja hann. Það var enn klukkutima leið til borgarinnar. Til þess að dreifa hugrrenningunum og lægja gremjuna í sjálfum sér, tók maðurinn upp skjala- tösku sína og fór að blaða í ýmsum plöggum, sem hann átti að afgreiða á skrifstofunni í dag. Og smátt og smátt tókst honum að eyða van- máttarkennd sinni, — hann fann sig sem fyrir- mynd á ný og sjálfsálitið steig í hans innri meðvitund, gleraugun á nefinu gerðu augnaráð- ið skarpt og greindarlegt á ný. Skrambans lagleg var hún, konan — yfir þrí- tugt mundi hún komin, fullþroska á alla vegu og þó spengileg, augun blágrá. Ójú, einhvern veginn kannaðist hann við yfirbragðið, en hon- um fannst ekki viðeigandi að fara að glápa á hana. En hvað hálsinn var hvítur og fallegur! Maðurinn pikkaði fingrinum í sígarettuhylkið sitt, hringsneri giftingarhringnum og lagaði hálsbindið á ný. Yss — að hann skyldi hafa sofið með opinn munninn! Og páskarnir — þeir voru úti í þetta sinn. Nokkrir dagar frelsis í heimi erils og áhyggja. Störfin höfðu hlaðizt á hann. Verðhækkunin var að gera hann vitlausan, en ekki stoðaði að tala um það, einhvern veginn varð maður að fljóta. Verst var þó hvað hún Elín, konan hans, var orðin erfið í skapi. Afbrýðisemin í henni, til dæmis, var beinlínis hlægileg. Hann ætti eiginlega að láta lækni athuga hana, jafnvel þó að hann yrði að gera það með valdi. Það var alls ekki heilbrigt, hvernig hún vakti yfir hverju skrefi sem hann steig. Hversu mörg tár höfðu ekki runnið úr henni áður en hann fékk leyfi til að bregða sér úr bænum yfir páskana — sannast að segja til að geta verið nokkra daga í friði fyrir jaginu í henni. Annars voru þeir allir hundleiðinlegir, þessir staðir, sem tóku á móti gastum yfir páskana. Eiginlega hafði hann mest langað til að komast í skemmtilegt ástarævintýri um páskana — ekki neitt hættu- legt ævintýri vitanlega, en þegar maður er hnappsetinn af konunni dag og nótt, er ekki nema eðlilegt að mann langi til að bregða á leik öðru hvoru. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði hann ekki haft neina ánægju af páskaleyfinu. Hann var óupplagður og syfjaður. Erfiður vinnudag- ur fór í hönd. Lestin ólmaðist og slingraði. Hann leit ósjálfrátt upp. Nei, það var ekki um að villast — fallega konan ókunnuga horfði framan í hann og brosti í kampinn. Hann fann að hann roðnaði. Sneypu- legt bros komið á andlitið á honum, hann kink- aði kolli heldur klaufalega, og horfðist í augu við hina fögru konu — það var eins og hann gæti ekki haft auga af henni aftur. Honum kom andlitið kunnuglega fyrir sjónir, hann var alveg viss um það. Bak við þroskaða, fallega drættina 1 andlitinu eygði hann ásjónu, sem hann hafði séð fyrir mörgum árum, and- lit með dálítið barnslegum, þráalegum dráttum. Hver í ó,sköpunum gat þetta verið? Vitanlega þekkti hann konuna, en hann var orðinn svo ómannglöggur og minnislaus á síðari árum. Hver gat hún verið? Einhver, sem hann hafði kynnzt lauslega, — líklega var það svo. Að minnsta kosti hneigði hann sig aftur og sjálfstraustið kom á ný. Hún vissi auðsjáanlega hver hann var. Vissi að hann var eitthvað. Og í lestarklefa getur það komið fyrir hvern sem er að blunda aðeins augnablik með opinn munn- inn. Hann brosti öruggur og sjálfsglaður. — Jæja, loksins virðist þú ætla að þekkja mig aftur, sagði konan með hreinni, þægilegri röddu. — Leikkona, ef til vill söngkona, datt hon- um snöggvast í hug. — Ég þekkti þig undir eins aftur, jafnvel þótt ginið á þér stæði upp á gátt. Maðurinn hrökk við og brosið stirðnaði í feitu góðmótlegu andlitinu. Allt í einu fann hann til þess með hryllingi, hve fætur hans voru stuttir, maginn framvaxinn og hárið gisið. Rödd konunnar var svo óþægilega uppljóstrandi. Hver í herrans nafni gat hún verið — hvaðan hafði hún þetta andlit? — Það er auðvitað ekki auðvelt að muna eitt andlit meðal margra, sagði hún í meðaumk- unartón. Og það er svo langt síðan — bíðum nú við, látum okkur sjá — í sumar verða það sext- án, nei, bíddu hægur seytján ár síðan þá. Það er langur tími, finnst þér það ekki? — Jú, það er langur tími, stamaði hann. Það hafði verið eitthvað spyrjandi í rödd hennar. — Já, hugsaðu þér, góða .... Það var lík- lega bezt að hann þúaði hana úr því að hún þúaði hann, .... við verðum gömul hvort sem okkur likar betur eða verr! Hann sagði þetta hálfharkalega. — Ég var vist aldrei nema tvítugur þá, bætti hann við. Og í sama bili rann upp fyrir honum Ijós, það birti yfir svip hans og honum létti svo 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.