Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 22
pliaedra Skyndilega fann ég smáa, óhreina hönd hans á handlegg mínum og alda óbeitar reið yfir mig. Ég hristi hann af mér og gekk burt og skildi hann eftir hjá barnfóstru sinni og bæði voru þau óskelfd eins og þau hefðu búizt við þessu. Er ég kom efst í stigann, byrjaði ég að hlaupa og stanzaði ekki fyrr en ég kom í herbergi mitt. Þar lokaði ég gluggahlerunum og lagðist á grúfu á rúm mitt í dimmu einkaherberginu, kvalin af margbreytilegum og miklum geðshræringum, sem voru handan tára og nokkurrar lýsingar, sem menn þekkja. Ég fyrirleit og hataði, langaði og þráði og óttaðist og reiddist og elsk- aði, — hlutirnir voru allir flæktir í samantvinnaðan skyldleika, sem gaf mér ekkert skýrt eða meðvitandi svar. Örmagna og næstum vitstola sofnaði ég loks og vaknaði ekki fyrr en orðið var áliðið. Einhver var í herberginu með mér. Skærir, gulir ljósgeislar skinu í gegnum myrkrið, gegnum rifurnar á gluggahler- unum — endurspeglun sólarinnar, sem hneig til viðar í sjóinn. Ég lá kyrr og hjarta mitt sló ört, og ég beið eftir þeim sem vaf þarna; að hann kæmi inn í geislana. Skrjáfið hélt áfram eins og einhver væri að leita í fötum mínum. Ég einblíndi í áttina að opnum skápn- um, en gat ekki séð neina hreyfingu. Svo hélt ég að ég heyrði þungan andar- drátt og stunur eins og hinn óséði gest- urð ætti í baráttu eða væri kvalinn. „Hver er þetta?“ spurði ég hvasst og hjartsláttur minn heyrðist næstum því. Ekkert svar kom og hljóðin héldu áfram. Ég settist upp, hrædd við að fara úr rúminu. Hinn þungi andardráttur hljómaði nú næstum líkt og snökt. „Anna! Ert þetta þú?“ sagði ég og röddin brást í þurrum hálsinum. „Ert þú þarna inni?“ Hljóðið þagnaði augnablik, byrjaði svo aftur með endurnýjuðum krafti. Þetta gat verið einn af hundunum. Með bað í huga, stökk ég fram úr rúminu >g hljóp að glugganum, reif hlerana ipp og horfði á skápana. Er hið skæra rjarta ljós lýsti upp vegginn, sá ég ;kápana opna upp á gátt en það virt- ist enginn vera inn í þeim. Ég gekk í áttina til þeirra varlega og hélt enn, að ég gæti fundið hvolpafulla flóttatík bak við kjólana. Einmitt þá kom öskur úr djúpum skápsins, sem ég geymdi 'tvöldkjólana mína í. Ég stirðnaði og bað fór hrohur um mig. Öskrið hélt ifram og hækkaði og ég gat ekki hreyft nig. Svo heyrðust raddir fyrir utan, em nálguðust dyrnar, og á þessu ugnabliki breyttist öskrið í brjálæðis- op hávaxin dökk, óhrein 22 skepna reis upp úr mjúku flaueli og silki, æpandi og þvaðrandi vitfirrings- lega. Ég greip andköf og hljóp burt, við dyrnar rakst ég á Thanos. Ég gróf höfuð mitt í öxl hans, en hann rétti mig mjúklega til Önnu, sem hélt höfði mínu þétt að sínu höfði meðan Thanos og þjónax-nir gripu og fjarlægðu hinn öskrandi og kjökrandi brjálæðing úr herbergi mínu. „Svona, svona,“ sagði hún blíðlega um leið og hún settist niður í djúpan hægindastól og saup góðan sopa af koníaki. En ég fann að henni var órótt- líka. „Hvað var þetta?“ spurði ég að lok- um er ég gat beitt röddinni. „Hugsaðu ekki um það. Þáð var slæm- ur daumur. Þig hefur dreyínt illa.“ Hún beygði sig yfir mig og byrjaði að nudda hnakka minn með hinum fimu, hörðu og köldu fingrum. Augna- blik tók ég orð hennar bókstaflega, og er ég leit um herbergið, sem baðaðist í glóð hnígandi sólar og virtist svo ó- truflað og rólegt, hélt ég, að ég hefði raunverulega haft martröð og væri ný- vöknuð og heyrði mín eigin óhljóð. Svo sá ég ringulreiðina í skápnum og sá að hún talaði í líkingum. „En hver var þessi — þessi vitfirringur?“ „Uss, hugsaðu um eitthvað annað. Við komumst að því seinna. Hugsaðu um eitthvað fallegt. Hugsaðu um son þinn.“ Þessi athugasemd var mjög óvelkom- in. Tilfinningalegur ruglingur minn út af barninu kom aftur og þjakaði mig. „Nei“, sagði ég ákveðið. „Mér líður ágætlega núna. Við skulum fara og gá, hver hann var.“ Samt sem áður lét hún mig skipta um föt og fara í skó og greiddi hár mitt og setti í það pinna, þangað til ég var orðin alveg róleg. Við fundum Thanos og þjónana niðri kringum tvo lögreglumenn úr þorpinu, sem voru klunnalegir og afsakandi og fremur hjálparvana. Sá óboðni gestur hafði verið fjarlægður. Þegar lögreglu- mennirnir sáu mig, stóðu þeir stífir og heilsuðu með spaugilegri lotningu. Þjónarnir fóru. Thanos kom og leiddi mig í stól. „Það er ekkert til að hafa áhyggjur út af. Þessir góðu náungar segja, að þeir viti allt um þetta villidýr. Hann er sonur eins af starfsmönnum mínum og hann er venjulega geymdur bak við lás og slá. Enginn veit hvei'nig hann komst út eða hvernig hann komst inn í herbergið þitt. Ég sagði þeim, að ég vildi fá skepnuna setta á hæli.“ Hann þagnaði og horfði í augu mín. „Er allt í lagi með þig núna? Hann kom ekki við þig, var það?“ „Nei, nei. Hann faldi sig mest allan tímann,“ sagði ég og skýrði honum frá hvernig ég hefði uppgötvað hann. „Hvers vegna heldur þú að hann hafi valið svefnherbergi mitt og klæðaskáp- inn minn til að fela sig í?“ „Ég veit það ekki, ástin mín En ég ætla að komast að því. Þetta hús er of óvarið. Hvaða vitfirringur, sem væri, gæti komist inn í það án þess að nokk- ur yi'ði þess vísari. En ég ætla einnig að tala við foreldrana. Þau hljóta að vera dauðhrædd um, að ég reki gamla manninn. Ég ætla mér ekki að gera það, en ég mun krefjast þess, að skepn- an verði fjarlægð.“ Hann hélt áfram að tala nokkra stund, lét sem lögreglu- mennirnir væru ekki til og strauk öxl mína eins og við værum ein. Anna stóð fyrir aftan stólinn minn, þögul og kyrr- lát eins og alltaf þegar Thanos var nær- staddur. „En hvers vegna herbergið mitt?“ spurði ég, „ég vil hitta þennan mann aftur, þegar þeir hafa gefið honum FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.