Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 24
CHRISTEL tók hegðun Randers ekki eins nærri sér og ætlað hefði mátt. Er hún kom niður i borðsalinn varpaði hún frá sér öllum óþægilegum hugsunum, fyllti bakkann sinn af mat og borðaði ems rösklega og henni var unnt. iíún haíði ákveðið að fara til bæjar- ins siðdegis. Hún átti nokkurra klukku- stunda frí og þetta var í byrjun mán- aðar. Erindi hennar var alveg sérstakt: Hún ætlaði að kaupa brúðu handa Moniku. Það átti ekki að vera nein venjuleg brúða. Hún átti að vera óvenjuleg i hæsta máta og engan veginn hversdags- leg. Eða ef til vill átti hún heldur að kaupa eitthvert dýr handa henni, eitt- hvert mjúkt og fallegt, sem hún gat haft hjá sér í rúminu. Jú, það var senni- lega betra Strax og hún hafði lokið við að borða, hélt hún rakleiðis til miðbæjar- ins. í leikfangaverzluninni gekk hún fram og aftur og skoðaði gaumgæfilega það sem á boðstólum var. Það mátti ekki vera of stórt, en ekki of litið held- ur. En fyrst og fremst varð það að vera eitthvað, sem lítilli einmana stúlku geðjaðist vel að strax og hún sæi það. Loksins kom hún auga á það í einni af efstu hillunum. Það var lítil hvít kan- ína með stór brúnleit eyru. Hún var silkimjúk viðkomu og í rauninni allt of dýr til þess að hún hefði ráð á að kaupa hana. Henni létti stórum, þegar hún hafði komið auga á hana og keypti hana án þess að skeyta um verðið. Hún hlakkaði til að gefa barninu þetta mjúka og fallega dýr Okyrrðin sem ríkt hafði á deildinm um morguninn var nú að mestu horfin. Birni Eriksen leið ekki sem bezt, en þrátt fyrir vanlíðan sína var hann feginn. að uppskurðinum skyldi nú loks vera lokið. Sjúklingarnir voru ró- legir og ánægðir. Kanínan var innpökk- uð í tösku Christel og hún ætlaði að fara með hana til Moniku, strax og hún hefði lokið störfum dagsins Klukkan sjö gat hún farið. Var það of seint? Á barnadeildinni fóru sjúkl- ingarnir seint að sofa. En ef Mai var á vakt. mundi hún strax fá leyfi til þess að líta inn tii Moniku litlu. Hún hraðaði sér yfir garðinn og til barnadeildarinnar. Mai var þegar farin, en stúlkan sem komin var á vakt var fuil samúðar og velvildar. — Hún á svo bágt, veslingurinn, saeði hún. — Hún getur ekki sofið og það er ekki að undra. Hún liggur þarna aiein. veslingurinn, og dagarnir hljóta að vera óttalega langir hjá henni. Þú mátt fara inn til hennar ef þú vilt. Hún sefur ekki Ég var hjá henni fyrir andartaki síðan rw þá var hún glað- vakandi. Christel læddist inn með kanínuna í hen^inni. Monika lá grafkyrr og starði þrevtulega á dyrnar. Hún var sannar- lega lítil og einmana að siá barna ' glerbúrinu. rraiió sawgj christel og settist 4 Framhaldssaga eftir Eva Peters Leyndar- mál hjúkrun- ar konunnar rúmstokkinn hjá henni. — Hvernig líð ur þér? — Halló, sagði litla stúlkan, en var- ir hennar skulfu og brúnir hennar sigu yfir stór og dökkblá augun. — Ég get ekki sofið, hvíslaði hún, eins og hún væri að játa á sig stóra synd. — Það er ekki nema von fyrst þú þarft að liggja í rúminu allan daginn. Hvernig líður þér í fætinum? — Illa, svaraði stúlkan og tár komu fram i augum hennar og runnu niður kinnarnar. — Það var leiðinlegt, svaraði Chris- tel. — Ég veit að þér líður illa einmitt núna og þess vegna kom ég með svo- lítið handa þér. Það er góður vinur þinn, sem vill vera hjá þér. svo að þú sért ekki alltaf ein. Hún dró kanínuna hægt fram og lagði hana við kinn barnsins. Hendur Moniku tóku strax um mjúkt dýrið og hófu það á loft. — Á ég hana, spurði hún vantrúuð. — Já, þú og enginn nema þú. Ég keypti hana í bænum áðan. Hún sat uppi á hillu í búð og hana langaði svo fjarska mikið til þess að koma til þín. — Ó, sagði Monika og stundi um leið og hún þrýsti kanínunni fast að sér. — Vildi hún koma til mín, spurði hún. — Já, það sá ég strax á henni. — En vissi hún, að ég væri veik? — Já, kanínur eru vitrar. Þær vita alveg heilmikið. Þú getur sagt henni allt mögulegt og hún segir engum frá því — Þykir henni vænt um mig? — Henni þykir mjög vænt um þig. Hún stundi aftur og þrýsti kanínunni enn fastar að sér. Síðan sagði hún: — Henni þykir líka vænt um þ’" Christel beygði sig áfram: — Hvernig veiztu það? — Hún sagði mér það Og mér finnst líka vænt um þig. — Þá þykir okkur báðum vænt hvorri um aðra, og þá er allt gott. — Er þá ekkert rúm fyrir mig. sagði rödd á bak við Christel. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.