Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 25
Hún sneri sér snöggt við. Mark Rand- ers stóð í dyrunum. Augu þeirra mætt- ust og síðan gekk hann nær rúmi Mon- iku. — Góðan daginn, Monika, sagði hann og stúlkan brosti. — Sjáðu hvað systirin gaf mér, sagði hún. — Ég á hana ein. — Þetta er falleg kanína, sagði hann. — Hefur hún keypt hana handa þér? — Já, og henni þykir vænt um mig og systurinni líka. Randers leit rannsakandi á Christ- el: — Ég hélt ekki að ég mundi hitta yður hér. Þér eruð annars farnar að skjóta upp kollinum á hinum ólíkleg- ustu stöðum. Christel stirðnaði upp. — Ég gekk hér aðeins framhjá á heimleiðinni. Ég skal fara núna. — Nei, ekki fara, hrópaði Monika og greip í svuntuna hennar. — Þú skalt vera hér og hann líka. Randers tók fram stól og settist. — Hefurðu beðið systurnar að teikna eitthvað skemmtilegt á gipsið þitt, spurði hann. — Já, sjáðu. Stúlkan benti hreykin á fótlegginn þar sem jólasveinar og tröll og fagrar prinsessur voru teikn- aðar af meira og minna fimum hönd- um. —Þetta er ágætt. Hefur systir Christ- el teiknað nokkuð fyrir þig. — Nei, en hún gei’ir það áreiðanlega ef ég bið hana um það. Christel kinkaði kolli. Randers tók fram penna og rétti henni. Hægt og vandlega teiknaði hún kanínuhöfuð alveg upp við tána á Moniku. Stúlkan hló og Randers beygði sig áfram, tók blýantinn af Christel og teiknaði slaufu á kanínuna. — Jæja, sagði hann. — Nú verður þetta ekki meira í dag. Nú skaltu fara að sofa. Þá verð ég ánægður. Hún kinkaði kolli og þrýsti kanínunni að sér. — Komið þið bæði aftur, sagði hún. ÞAU STÖNZUÐU í hálfrökkvuðum ganginum. — Jæja, svo að þér eruð líka í hópi aðdáenda Moniku, sagði hann og rödd- in virtist vingjarnleg. — Ég hef komið hér öðru hverju, þegar ég hef haft tíma til þess. Að svo mæltu sneri hún sér frá hon- um og ætlaði að fara, en hann stöðvaði hana. — Þér megið ekki fara alltaf svona fljótt. Þér munið þó, að ég á hjá vður kvöldverð? Hún stanzaði undrandi. — Hvað eigið þér við? — Jú, þér neituðuð að borða með mér hérna um daginn. Þér haldið þó að þér sleppið með því einu að biðja mig lítillega afsökunar? Komið nú, systir. Við skulum borða kvöldverð saman svo að við getum beðið hvort annað afsökunar í ró og næði. Fyrir npkkrum klukkustundum síðan hefði hún hiklaust neitað þessari bón hans. En nú var allt í einu svo málum komið, að hún þáði boðið. Þessi stutta stund, sem hún hafði dvalizt með Mon- iku hafði mildað erjur dagsins. Allt í einu langaði hana ekki til þess að vera alvarleg og leiðinleg í framkomu sinni gagnvart honum. — Ja, hví ekki það, heyrði hún sjálfa sig segja. — En fyrst verð ég að skipta um föt — Það er ágætt fyrir mig. Á meðan get ég farið upp á skrifstofu. Ég á eftir að ganga frá nokkrum skjölum. Búið þér á systraheimiiinu? Ég skal þá bíða fyrir utan það eftir um það bil hálf- tíma. Andartak hvarflaði það að henni hvort hún hefði nú ekki gert rangt. En hún kinkaði aðeins kolli og gekk að dyrunum. Þegar hún var komin inn í herbergið sitt, leit hún yfir fátækleg föt sín. Hverju var bezt að klæðast, þegar mað- ur fór út að borða með sjálfum doktor Randers? Hún átti áreiðanlega engan kjól sem hæfði við slíkt tækifæri. Svarti kjóllinn hennar var nú allt i einu oið- inn óþolandi leiðinlegur í augum henn- ar. í staðinn fór hún í rósóttan jersey- kjól, sem Mai hafði talið hana á að kaupa í fyrra. Hún hafði fullyrt að rósir færu svo vel við ljóst hár hennar. Hún burstaði hár sitt, setti það upp í hnakk- ann, eins og hún var vön, sveiflaði kápunni á axlir sér og hraðaði sér nið- ur. Langur, dökkblár bíll stóð fyrir utan dyrnar. Það hlaut að vera bíllinn hans, það var eitthvað svo líkt honum að eiga svona bíl. Hann opnaði dyrnar fyrir henni og hún settist í framsætið við hlið honum. Bifreiðin rann hægt niður að hliði sjúkrahússins. Rétt í þann mund sem hann hægði ferðina til þess að hliðið opnaðist rak hann höfuðið út um glugg- ann og kallaði til einhvers: — Við erum að fara í bæinn. Viltu fljóta með? Christel varð hverft við. Hún sá hvar Inga Wester kom að bílnum sveipuð stórri dökkbláx-ri kápu. — Góðan daginn, Mark. Nei, ég á minn eigin bíl hér á stæðinu. En þakka þér samt fyrir. Hún leit snöggt til Christel, síðan opnaðist hliðið, Randers sté á benzín- gjöfina og bíllinn brunaði af stað. Hún virti hann fyrir sér á laun meðan bifreiðin ók hratt eftir veginum til bæjarins. Það var á vissan hátt óraun- verulegt að sitja hér við hlið hans í hálfrökkri bifreiðarinnar. Það var eins og hún væi'i allt í einu orðin einhver önnur, ekki hin alvarlega systir Christ- el, heldur einhver sem var miklu eftir- sóknarverðari. Vangasvipur hans var fallegur. Svart hárið var stuttklippt og og eilítið strítt. í sama bili sneri hann sér við og mætti augnaráði hennar. — Sitjið þér hér og gefið mér horn- auga? — Hvað eigið þér við með því? Hann hló. — Ég var að hugsa um, að ef til vill hef ég verið of harður við yður í dag. Ég hafði satt að segja vonað að mér tækist að reita yður til reiði, en þér stóðust prófið með stakri prýði. Þér sögðuð ekki eitt einasta orð yður til varnar. Hún þagði, rétti svolítið úr sér og fann að hið innra var hún orðin full eftirvæntingar. í morgun hafði hún ver- ið hrædd við hann, að minnsta kosti þegar hann réðist á hana saklausa uppi á skurðstofudeildinni og ávítaði hana svo að aðrir heyrðu. Nú var hann hins vegar ósköp mannlegur og hún gat tal- að við hann. Hann hafði boðið henni til kvöldverðar. Bara að hún eyðilegði nú ekki allt saman með því að vera heimsk og leiðinleg . — Þér segið ekkert.. . Hann beygði inn hliðargötu sem lá að veitingahúsinu. — Afsakið, ég ... Satt að segja var ég fegin að geta þagnað svolitla stund og hvílt mig eilítið, laug hún. Fi'amhald í næsta blaði. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.