Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 29
LITL/% §ai;ai\s EFTIK WILI.V itRE!M?OIST ORKIDEUR HANDA SONJU bonja var góð og afar hjálpsöm stúlka. Takið eftir hve mikla áherzlu við leggj- um á orðið hjálpsöm, því að um hjálp- semi hennar snýst sagan. Sonja var 27 ára og enn var hún laus og liðug. Allar vinkonur hennar höfðu fyrir löngu fundið sér mann, gift sig óg eignazt börn, íbúðir og falleg heimili. En Sonja var ein eftir og eftir eitt ár yrði hún 28 ára gömul. Og þá voru aðeins tvö ár þangað til hún yrði þrítug. Og þegar stúlka er komin yfir þrítugt er ekki mikil von til að hún giftist. Þegar Sonju varð hugsað til þessa, fylltist hún skelfingu, þaut að næsta spegli og fegraði sig eins vel og hún gat með öllum þeim snyrtivörum, sem hún hafði efni á að eiga. En það var óhamingja Sonju, að hún var allt of góð og hjálpsöm. Þegar hringt var dyrabjöllunni og hún hljóp fram full eftirvæntingar, var hún næst- um örugg um, að það var annaðhvort Sveinn, Knútur eða Valdimar, sem hringt hafði. Þeir voru karlmennirnir í lífi hennar. Til þes.s að hefja söguna, skulum við ímynda okkur, að við séum heima hjá Sonju á sunnudegi. Hún er að bíða eftir þeim þremur. Fyrst kemur Sveinn. — Hæ, segir hann, trufla ég. Það gerði hann ekki. Sonja átti kaffi á könnunni og eitthvað í staupinu, ef hann langaði í. Og hún hafði klæðzt beztu göngudragtinni sinni, ef Sveinn skyldi stinga upp á því, að þau færu í göngutúr. En Sveinn stakk ekki upp á því. Hann var varla stiginn inn fyrir dyrnar áð- ur en hann smeygði sér úr jakkanum. — Geturðu ekki gert mér mikinn greiða, sagði hann, og saumað saman jakkann hérna? Það er saumspretta. Það lítur illa út. Þú værir ógurlega góð, ef þú vildir rimpa hann saman, alveg ógurlega góð .... Og Sonja rimpaði hann saman. — Þetta var fallega gert af þér, Sonja, fallega gert af þér, sagði hann og hólkaði sér í jakkann, sem var jafn- fínn nú og nýr. — Viltu kaffisopa, eða svolítinn sjúss? spurði Sonja. — Nei, þakka þér fyrir, ég er að flýta mér, ég er að fara á völlinn. Hvur fjandinn, klukkan er orðin svona margt, — ég þarf að flýta mér. Og Sveinn hljóp og Sonja sat ein eftir. Rétt eftir hádegið skaut Knútur upp kollinum. — Hæ, sagði hann, má ég kíkja inn fyrir. Það mátti hann gjarnan. Sonja bauð honum kaffi, en hann hafði ekki tíma til þess að drekka það, því að hann ætlaði á kappreiðar. — En þú gætir gert mér stóran greiða, ef þú vildir rétt aðeins strjúka yfir buxurnar mínar — svona fyrir gamla og góða vináttu. Ég veit að þú ert snill- ingur í slíku. Og Sonja pressaði buxurnar hans og hann flýtti sér á kappreiðarnar. Um kvöldið kom Valdimar. — Hæ, sagði hann og þurrkaði fæt- urnar á mottunni. — Ég er að verða geggjaður. Ég er boðinn til kvöldverð- ar og það datt af mér vestishnappur, og þú veizt hve mikill klaufi ég er að sauma í tölur. Gætir þú ekki .... hvergi hamingjusöm. Því að bréfaskipt- in við Schumann gengu erfiðlega og voru stopul, og þegar faðirinn kom auga á tækifæri, hirti hann bréfin. En tím- inn leið, og þau vildu giftast: „Núver- andi líf okkar í Leipzig er óbærilegt,“ skrifaði Schumann óþolinmóður til hennar og skýrði frá því, að hann færi til Vínar til að undirbúa brúðkaup þeirra með því að vinna sér inn eitt- hvað af peningum. Hann var ekki ein- ungis tónskáld, heldur og blaðamaður að nokkru leyti og gaf út blað, sem eingöngu var helgað tónlist. Nú lang- aði hann að flytja útgáfuna til Vínar, en mótspyrna Wieck gamla var svo heiftúðug, að hann vílaði ekki fyrir sér að skrifa ritskoðara Austurríkis, Sedlnitzky greifa, og vara við skrifum unga mannsins og „rótgrónum, en hættulegum hugmyndum.“ Þegar það dugði ekki, greip Wieck til enn verra bragðs. Hann heyrði að það væri geðveiki í ætt Schumanns, og að systir Roberts hefði látizt í þung- lyndi. Þar af leiðandi yrði að banna hjónabandið, ef ekki á annan hátt, þá eftir leiðum laganna. Þessari hótun ték — Nei, æpu bonja ug sKeiiti hurð- inni á Valdimar. Síðan kastaði hún sér upp í sófann og snökti, svo að það heyrðist um allt húsið. Hún var örg yfir því að vera mis- notuð, hún var þreytt að gegna sauma- konuhlutverki hjá heimskum pipar- sveinum, sem vildu ekkert annað en notfæra sér fingralipurð hennar til þess að gera við fyrir sig. Nú var því lokið. Hún ætlaði aldrei að líta á þá framar. Hún ætlaði að finna mann, sem kynni að meta hana og kosti hennar. Hálfum mánuði síðar fann hún mann. Hann var mjög myndarlegur og hét Nikulás. Hann bauð henni í bíó og í leikhús, hann bauð henni í Tívolí og þau fóru saman í göngutúr í skógin- um, og þegar þau höfðu þekkzt í um það bil mánuð, sagði hún, að honum væri velkomið að líta til sín eitthvert kvöldið, ef honum dytti það í hug. Hann kom kvöldið eftir. Sonja kom auga á hann, þar sem hann stikaði yfir götuna í áttina að dyrum hennar. Hjarta hennar barðist ótt af gleði, þegar hún sá, að hann bar stóra öskju, eins og notuð er utan um orkideur. — Komdu inn, sagði hún og opnaði dyrnar áður en honum hafði gefizt timi til að hringja dyrabjöllunni. — Þetta er þó ekki til mín? sagði hún og leit eftirvæntingarfull á öskjuna. Nikulás setti öskjuna frá sér á litlu frönsku kommóðuna í forstofunni. — Ég hafði bara ekkert annað til þess að pakka þeim inn í, sagði hann, — þetta eru bara nokkrar skyrtur, sem ég hélt, að ég gæti fengið þig til að strauja, Willy Breinholst. Clara líka með allri þeirri stillingu, sem henni var lagið að beita. Eins og hin hlýðna dóttir, sem hún líka vildi vera, skildi hún til hlitar mótþróa föður síns. Vísað að heiman. Betur að hann hefði líka skilið ást hennar. í rauninni elskaði hún og virti þá báða. Hún dáðist að föður sínum, sem beinlínis hafði fórnað öllu til að leiða hana á enda þá braut, að hún var orðin fremsti píanóleikari Evrópu. Framh. á næstu síðu. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.