Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 33
„Er ég þá vonda drottningin?“ spurði ég meira af vægð en áhuga. „Svaraðu frú Phaedru.“ „Hún hlær,“ sagði hann aftur með ná- kvæmlega sama tóni og áður. „Ótamdir hestar munu ekki draga sök hennar burt.“ „Komdu, Anna! Þetta er reglulega þreytandi. Þurfum við að halda þessum grínleik áfram?“ Þá tók ég eftir, að and- lit Önnu var öskugrátt og augun næst- um út úr augnatóftunum í miðri þögn- inni, sem ríkti í herberginu. Ég kom við handlegg hennar. „Gerðu það, við skulum fara,“ endurtók ég, næstum biðjandi, og er hún heyrði rödd mína, rankaði gamla konan við sér og byrjaði að væla afsökunarbeiðnir til mín. „Hann veit ekki, hvað hann er að segja. Hann dreymir og ímyndar sér hlutina, frú. Takið ekki mark á því. Hann er blíður, frú, það er hann sann- arlega.“ Anna hristi sig og við gengum saman út úr hinum blekkjandi og að- laðandi litla kofa. Áður en við höfðum farið nema nokkra metra frá útidyrun- um náði gamla konan okkur og skríkti enn afsökunarbeiðnir vegna vesalings brjálaðs sonar síns. Ég tók peninga upp úr tösku minni og rétti Önnu þá án þess að snúa mér. Anna dróst aftur úr og hlýtur að hafa tekizt að hugga gömlu konuna og borga henni, vegna þess að þessi leiðinlega rödd hljóðnaði og brátt gengum við Anna hljóðlega á nýjan leik. Rétt áður en við komum að hliðinu á garðinum okkar, spurði ég hana eins kæruleysislega og ég gat, án þess að líta á hana: „Hvað sagði hann, sem hafði svona mikil áhrif á þig?“ Er hún svaraði ekki, endurtók ég spurningu mína. Þá bunuðu orðin út úr henni: „Bara í morgun, Phaedra í kaffinu, sá ég hesta troða dreng undir. Ótamda hesta. Eitthvað illt mun koma fyrir.“ „Þú ert alveg jafnvitlaus og hann, með kaffikorg þinn og drauma,“ sagði ég af meiri fyrirlitningu en efni stóðu til. Á þessu augnabliki var ég alls ekki viss um, hvor okkar væri brjáluð. „Hverju ertu að leyna fyrir mér, Pha- edra? Hvað hefur verið í loftinu, síðan þú komst aftur?“ Ég stanzaði og leit í kringum mig á olívualdingarðinn, jafngamlan hæðinni sjálfri, rykugan og mishæðóttan undir skærri birtu heiðskýrs himinsins. Guð veit, hversu margar kynslóðir höfðu tínt harðan, lítinn ávöxtinn af trjánum og breytt honum í gullna olíu. „Segðu mér það, Phaedra. Segðu mér það eins og þú gerir alltaf. Ég skal hjálpa þér.“ Ég hlustaði á hina dapurlegu, hvössu rödd hennar og sársaukinn flæddi yfir mig og drekkti öllu. „Alexis,“ hvíslaði ég, óð í að galdra sætleikann aftur í sálina. „Alexis ...“ En ég fann engan sætleika í nafninu, aðeins sársauka út af fjarveru hans. „Segðu mér, segðu mér — ég heyri Framh. á bls. 36. Anthony Hancock heitir Breti nokk- ur sem vinnur á skrifstofu United International Transatlantic Consuli- dated Amalgamation Ltd, og sannast að segja er hann óánægður með lífið. Morgun hvern á sama tíma leggur Anthony af stað til vinnu sinnar. Hann tekur sömu lestina, situr í sama sætinu með sömu mönnunum sem lesa sömu síðurnar í sömu blöðunum. Og á sama tíma stíga þeir úr lestinni og halda til vinnu sinnar allir eins klædd- ir. í svörtum brezkum fötum með svarta brezka kúluhatta með brezkar svartar regnhlífar. Og þegar komið er á vinnustaðinn hengja þeir hattana á sömu snagana og regnhlífarnar líka — og þær snúa allar eins. Þetta er að gera Anthony örvingl- aðan því hann þolir ekki svona lagað. Þetta finnst honum einum of mikið af því góða. Og á sama tíma sem vinnufélagarnir færa virðulegir í fasi tölur í verzlunarbækur fyrirtækisins dreymir Anthony um að gerast lista- maður — og teiknar myndir af vinnu- félögunum í verzlunarbækur sínar. Þannig hefur þetta gengið góðan tíma og allt útlit fyrir að svo muni þetta ganga íramvegis. En einn morguninn þegar skrifstofustjonnn K-OiiilU til vinnu sinnar sér hann að ein regn- hlífin hefur verið hengd öfugt upp. Þetta er leiðinda atvik og skrifstofu- stjórinn krefst þess af Anthony sem á regnhlífina að slíkt komi ekki fyrir aftur. En þetta er aðeins byrjunin. Seinna um daginn uppgötvar skrif- stofustjórinn teikningar Anthony í bókunum — og honum er ráðlagt að taka sér frí frá störfum. Anthony heldur heim glaður í bragði, hendir frá sér hattinum og regnhlífinni og byrjar sitt listamanna- líf. Þetta er í stuttu máli byrjunin á brezkri gamanmynd sem bráðlega verður sýnd í Kópavogsbíói og fram- haldið er eitthvað á þessa leið: Leið Anthony liggur nú til Parísar þar sem hann fer að vinna að sínum áhugamálum. Hann kynnist landa sín- um málaranum Daul Ashby og fer inn í vinnustofu hans. Anthony kynn- ist nú listamönnum Parísar en hann kemur þeim furðulega fyrir sjónir og þeir telja að þarna sé komið séní;ð. Seinna kemur svo listfræðingurinn til sögunnar og Anthony verður fræ^ur Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.