Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 03.07.1963, Blaðsíða 38
PHAEDRA Frh. af bls. 36. hún var það ekki, en að hinir lifandi kröfðust alls af manni sjálfum og hún var ekki sú, sem var með hálfvelgju við hlutina. Nú bað ég um slíkan styrk og hún bjó yfir, að loka úti minningu unaðarins, sem mér hafði svo nýlega fallið í skaut. Denny sat þegjandi. Ég athugaði hið taugaveiklunarlega og laglega andlit hennar og velti því fyrir mér, hvort hún væri virkilega ástfangin af Than- o«. „Ertu það? spurði ég fljótfærnislega. „Er ég hvað, frú?“ „Ertu ástfangin af eiginmanninum mínum?“ Ég sá strax eftir spurning- unni. Andlit hennar stirðnaði augna- blik, svo roðnaði hún ofsalega og virt- ist heit og hrædd. „Fyrirgefðu. Ég hefði virkilega ekki átt að spyrja, Denny. Þetta kemur mér ekkert við.“ En hún slakaði ekki á. „Frú, hver hefur sagt þetta? Hvers vegna, ég þekki herra Thanos varla.“ „Enginn hefur sagt mér neitt, Denny. Gerðu það, trúðu mér. Það var heimsku- legt af mér að spyrja, ég er mjög dóna- leg. Ég bauð þér að drekka kaffi með mér og kannski að hlusta á hljómlist og ekki til að yfirheyra þig. Geturðu fyrirgefið mér?“ „Já, auðvitað, frú.“ Hún setti upp dauft ósannfærandi bros. Ég vissi að ég hafði haft á réttu að standa og kenndi mjög í brjósti um hana. Við hið kalda, laglega útlit hennar var ekkert, sem gat einu sinni vakið at- hygli Thanosar, og hann vissi sennilega ekki einu sinni að hún var til. Ég ósk- aði, að hún væri meira áberandi, svo að hann tæki að minnsta kosti eftir henrd og gerði henni kannski þann heiður að daðra við hana eins og hann gerði við svo margar konur án þess að tapa sér. „Við skulum spila nokkrar plötur, eigum við að gera það? Ég læt þig um að velja plöíurnar, ég er of þreytt til að hreyfa mig.“ Eins og ég bjóst við, valdi hún áber- andi klasískar plötur. Við sátum og hlustuðum á þær og drukkum meira kaffi og koníak. Hún var enn óróleg og ég sá að hún gaf mér gætur kvíða- full, og reið, að því er mér virtist. „Fenguð þér allt, sem þér þörfnuðust í París, frú?“ Spurningin kom óvænt og ég hrökk við. Svo fannst mér ég lesa slóttugt blik í augum hennar. „Hvers vegna, já, þakka þér fyrir.“ „Herra Gilbert á skrifstofu herra Thanosar í París kom í gær. Hann sagði mér, að þeir hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum hjá Dior, vegna þess að þér keyptuð aðeins þrjá kjóla. Ég held hann eigi vin, sem vinnur þar, frú.“ Ég var viss um það núna, að það var illkvitni í augum hennar, en ekki kvíði. Er ég minntist hins æðisgengna flótta okkar frá Dior þennan morgun og hinnar miklu óþolinmæði Alexis, varð ég að bíta í vörina til að stöðva stununa, sem kom í háls minn. Hvar var hann núna? Hvað var hann að gera? „Jæja, já, Denny. Ég fann ekki margt sem mér líkaði þessa árstíð.“ Það var komið fram yfir miðnætti í London og hann gæti verið sofandi. Var hann einn? „Og hvernig líkaði yður París yfir- leitt, frú? Hún hlýtur að vera mjög Framhald í næsta blaðí. KVIKMYNDIR Framh. af bls. 33. — eiginlega fyrir misskilning. Eftir að Anthony hefur náð frægð lendir hann í hinum furðulegustu ævintýr- um sem ekki verða rakin hér né held- ur endalok myndarinnar. Aðalhlutverkið Anthony Hancock er leikið af TONÝ HANCOCK en hann hefur á seinni árum getið sér mjög gott orð sem skopleikari, enda verður ekki annað sagt en leikur hans í þess- ari mynd sé mjög góður. Þessi mynd Uppreisnarseggurinn er skemmtileg og þeir sem leggja leið sína í Kópavogsbíó þegar hún verður tekin til sýningar geta farið óhræddir við að verða fyrir vonbrigðum — þ. e. a. s. ef þeir geta tekið góðu gríni. Andskotans skepnan hefur ekki komið heim 1 tvo sfilar- hringa- Það er 6g viss um að asninn þessi hefur setið að spilum og verið sífullur. Varð gÖ gera það, elsknn mín g6ða 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.