Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Ný og gömul sólgler- augu. Þið ráðið því hvort þið trúið, að það er sama stúlkan á báðum myndunum. — Gleraugun, sem hún ber á myndinni til vinstri eru í tízku núna, en hin eru frá 1860. Þau eru gul i miðjunni, en guli dep- illinn er umkringdur af möttu gleri. Hann er fallegur bún-: ingur meyjanna á myndinni þeirri arna. enda er hann frá árinu 1890. Annars er þessi mynd þannig tilkomin, að ætlunin er að halda eins konar baðfatahá-i tíð á Birnbeck Island. Þar verður dansað ogj sungið, og öflug jass-i hljómsveit mun leikai fyrir dansi. Forráða-i menn hátíðar þessar-i ar vona, að sem flestar meyjar komi á hátíðina þannig búnar. Þessi bóndi hér á myndinni er franskur. Hann á hestinn, sem hann teymir. Hann geymir gripinn inni í húsi hjá sér og er hann þarf að nota hann, þarf hann að leiða hann í gegmnn eldhús- ið, borðstofuna og í gegnum forstofuna og út á götu. En þess ber að gæta, að leirgólf er í húsinu hans. Ricky Nelson er eitt af goð- um ungu kynslóðarinnar. hann er hið mesta gull, en það er aðeins ein sem hnossið sjálft hlýtur sézt hún með honum myndinni. Hún Kristi Harmon. Þau ætla gifta sig bráðlega. Ricky sonur þeirra Ozzie og Nelson, sem voru upp á bezta sem arar um og eftir 1930. hafa þau alltaf dagskrá sjónvarpsstöðvum í Banda- ríkjunum og eru afar vinsæl hjá öllum þorra manna. Ástin. Ungi maðurinn á baðströndinni, sem trúlofaðist fallegu stúlk- unni, fékk um hana upplýsingar, er leiddu til þess að hann tók að spyrja hana út úr: — Er það satt, að þú hafir trúlofast Harry, Billa, Georg og Edda um leið og þú trúlofaðist mér. Unga, fallega stúlkan leit á hann með vandlætingarsvip. — Hvað kemur þér það við? spurði hún. — Ef þetta er satt, þá hlýtur þér að vera sama, þótt við leggj- um allir saman til þess að kaupa einn trúlofunarhring. 4 FÁLKINN í vetur var lesin upp í útvarpinu frægðar- saga Rothschildanna við miklar vinsældir. Eins og þeim er hlustuðu á söguna er kunn- ugt, þá bjó Mayer Amschel Rothshild í Frank- furt am Main og m. a. viðskiptavina hans, voru allmargir furstar. Dag nokkurn er Amschel var önnum kaf- inn við skriftir, kom þjónninn inn til hans og tilkynnti, að háttsettur fursti af þessari og hinni tignargráðu vildi tala við hann strax. Reyndar hafði hann bara fylgt þjóninum eftir og var kominn inn í herbergið til Amschels. En hann sneri sér ekki einu sinni við og sagði með hægð: -—- Ég verð að biðja yðar hátign að bíða andartak. Vilduð þér fá yður sæti á einhverj- um stólnum. — En herra minn, sagði hinn félausi fursti, — það er greinilegt, að þér vitið ekki hver . ég er. Ég er Fiirst von Stolpenberg und Kratzenstein. — Þá verð ég að biðja yður að fá yður sæti í tveim stólum. ★ Friðrik mikli spurði hinn fræga lækni dr. Zimmermann frá Hannover, hve marga hann hefði sent til annars heims. —■ Ekki nærri því eins marga og yðar hátign, svaraði læknirinn, og ekki með nærri eins mikilli frægð. ★ Meðan verið var að kvikmynda sög- una um Arabíu- Lárus á Spáni stóðu allmargir spanskir statistar og horfðu á, þegar Peter O’ Toole er slöngvað óþyrmilega niður stiga. Spánverjarnir voru vissir um, að Peter væri banda- rískur statisti, sem væri sérlega þjálf- slík atriði. Þegar hon- um var kastað niður stigann í annað sinn, hjálpuðu þeir spænsku honum á fætur og hvísluðu að honum að eftir spænskum regl- um, þá hefði hann leyfi til að krefjast 200 peseta í hvert skipti sem leikstjórinn endur- tæki atriðið Peter O’Toole þakkaði þeim vel fyrir og þegar leikstjórinn David Lean bað um að fá að endurtaka senuna, neitaði Peter að leika atriðið aftur, nema hann fengi 200 peseta aukreitis. David Lean leit undrandi á hann. Hafði hann fengið hættulegt höfuðhögg? Hafði Peter ekki líka krafist þess, að hann léki ekki atriði, enda þótt hann vissi að það var lífshættulegt. En nú vildi hann fá 200 peseta aukreitis. Leikstjórinn skildi hvorki upp né niður, en galt honum fjárhæðina og þá var hægt að hefja upptökuna að nýju. En spönsku statistarnir kinkuðu ánægðir kolli, þeir voru glaðir vegna þess að þessi vesalings statisti hafði ekki látið hlunnfara sig. 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.