Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 25
dagsleg og hægt er að hugsa sér. — Þar skjátlast yður hrapalega. Þér eruð til dæmis óvenjuleg að því leyti, að þegar þér talið um sjálfa yður, þá segið þér í rauninni ekkert sem neina þýðingu hefur. Þér segið frá ýmsum staðreyndum, eins og þeim, sem hægt er að lesa um frægt fólk í Hver er maður- inn eða slíkum ritum. Fædd, uppalin, skólaganga, áhugamál... — En það er ekki af því að ég er óvenjuleg, heldur af því að ég hef ekki frá neinu að segja. Utan einu, hugsaði hún, einu, sem ég mun engum segja frá, meðan ég lifi. — Þér haldið það, en það er mesti misskilningur. En mér finnst það óvenjulegt og skemmtilegt, kannski stafar það af því að ég er svo opinskár, ég er alltaf eins og opin bók. Það er bæði leiðigjarnt og óskynsamlegt að álíta, að fólk hafi áhuga á öllu því, sem snertir mann sjálfan. En faðir minn var óvenjulega suðræn manngerð af Norðurlandabúa að vera, og hann talaði svo mikið, að enginn fékk að segja orð heima. Móðir mín var líka þannig, hún var reyndar ítölsk. Við erum tíu systkinin og öll á lífi og öli meira og minna lík foreldrum okkar. — Tíu systkini? Ég öfunda yður. Ég er einkabarn og það er síður en svo skemmtilegt. — Ég átti þá ósk heitasta, að ég væri einkabarn, þegar ég var lítill, og mér fannst ég alltaf ranglega meðhöndl- aður. Þá sá ég mig alltaf í anda, þar sem ég sat aleinn og eina traust og gleði foreldra minna. Nú er ég að sjálf- sögðu feginn að eiga þennan stóra hóp af systkinum. Hún leit til hans yfir kaffibollann. — Eiga systkini yðar börn líka? — Já, öll eru þau gift nema ég og einn bróðir minn, og öll eiga þau börn utan ein systir mín, sem gifti sig fyrir mánuði síðan. Hún heldur því fram, að við neyðumst til að taka heilt veit- ingahús á leigu næst þegar við höldum sameiginlega jólin hátíðleg. — Það er hræðilega einmanalegt að eiga engin systkini, sagði Christel lágt. — En vini? Eigið þér nokkra góða vini, sem þér getið trúað fyrir öllum einkamálum yðar, án þess að þeir leggi sinn dóm á þau? — Ég eignaðist enga slíka vini, þegar ég var að alast upp. Ég var mjög einangruð og síðan hef ég flutzt frá einum stað til annars og ekki kynnst neinu fólki verulega náið. — En á sjúkrahúsinu líður yður vel, og þar ætlið þér að vera áfram er það ekki? — Mér líður vel þar þakka yður fyrir, sagði hún og fann hvernig rödd hennar var köld og fráhrindandi, þegar hún sagði þetta. Allt í einu fannst henni eins og hann spyrði allra þessara spurn- inga af einskærri kurteisi, aðeiris til að halda uppi samræðum. Hann var ef til vill þegar orðinn þreyttur og leiður á henni og vildi losna við hana sem fyrst. Ef til vill iðraðist hann þess að hafa boðið henni út. Hún leit á klukkuna og sagði: — Ég verð að fara heim núna. — Eigið þér að vinna í fyrramálið? — Nei, ég á frí á morgun. — Hvers vegna verðið þér þá að fara heim? — Ég.. . Hann beygði sig áfram, — Ég sting upp á dálitlu, sem þér samþj'kkið eflaust aldrei, en samt ætla ég að reyna. Komið með mér heim til mín' og við skulum hlusta á góða tón- ■list og drekka kaffi. Klukkan er ekki nema níu. Ég lofa að ég skal ekki halda yður nauðugri hjá mér og ég hef ekkert illt í huga. Það er bara svo leiðinlegt að þér skuluð ætla að fara heim strax og við höfum lokið við að borða. Hún hefði átt að afþakka boðið. Þetta var fráleit hugmynd og í fyllsta máta óviðeigandi. En hún þurrkaði burt ótta hennar við að hún væri honum til leiðinda og þess vegna sagði hún já. 1 bílnum sneri hann sér ao treani og brosti í myrkrinu. — Mér ber auðvitað að segja yðui hvernig ég bý áður en við förum heirr til mín. Ég bý í gömlu húsi, sem foreldr ar mínir áttu. Því miður er móðir mír aðeins á lífi núna og dvelst á vetrun á Ítalíu og kemur heim aðeins á sumrin Eizti bróðir minn, sem er bankastarfs maður, á húsið nema efstu hæðina, sem hefur verið endurbyggð fyrir mig. Þa? verður gaman að fá að sýna yður íbúð- ina. Ég hugsa að yður geðjist vel að henni. Fimm mínútum síðar stanzaði bif- reiðin fyrir utan rautt múrsteinshús, sem var þakið vínviði. Hann læsti bíln- um og opnaði þungt hliðið með lykli. Húsið var risastórt og fallegt útlits. Ljós logaði í nokkrum gluggum á fyrstu hæð, en þegar hann hafði opnað stóru eikardyrnar, og. þau voru komin inn í gang með rúðóttu steingólfi, leiddi hann hana að lyftu. — Við létum setja þessa lyftu til þess að fá tvær nógu aðskildar íbúðir út úr húsinu. Lyftan stanzaði á efstu hæð og þau komu í gang með dökkgrænum veggj- um og dökkgrænu marmaragólfi. Eina húsgagnið var hvítt marmaraborð fyrir framan stóran spegil og svo var gólfið þakið hvítu teppi. Hann tók kápuna hennar og hvarf inn í lítið fatahengi. Að því búnu leiddi hann hana inn í hið fegursta herbergi, sem hún hafði nokkru sinni augum litið. Það var lágt undir loft og fjórir glugg- ar með gráum gluggatjöldum. Allir lit- irnir voru daufir, grátt teppi yfir öllu gólfinu, stór grár sófi og maghonyborð fyrir framan hann, mjúkir hæginda- stólar, gulir púðar og nýtízkuleg ab- straktmálverk á veggjunum. Tvö þrep lágu niður í borðstofuna. Gegnum dyr á annarri hliðinni sá hún inn í dæmigert vinnuherbergi karl- manns: stórt skrifborð og mikið af bók- um. — Geðjast yður að íbúðinni? — Hún er stórfengleg. — Ég kann vel við hana. Ég hef til umráða þessi þrjú herbergi ásamt svefnherbergi og eldhúsinu. Á loftinu hef ég þrjú lítil herbergi, sem ég hef hugsað mér að láta innrétta síðar meir. Eins og er hef ég aðeins eitt gestaher- bergi, en það er vel að merkja í stöð- ugri notkun. Gerða býr þar og lítur eftir mér um leið. Hún hefur fylgt fjölskyldunni í áraraðir. Skyndilega leið Christel illa, þegar hún virti fyrir sér alla þessa dýrð og allan þennan taumlausa munað og íburð. Hún kunni ekki við sig í þessu umhverfi. Hún gat ekki verið hér. ekki einu sinni eitt kvöld. Hér átti hún alls ekki heima. .. . Hann hlaut að hafa lesið hugsanir hennar. Þau þögðu bæði um stund. Síðan sneri hún sér að honum. — Ég verð að fara. sagði hún lágt. Framh. i næsta blaði. 25 .. * FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.