Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 28
Blaðsölubörn í úthverfum! takið eftir! Framvegis verður FALKINN af- greiddur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðum til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjallara, sími 37463. Melgerði 30, Kópavogi, sími 23172. Blaðið DACUR er víðlesnasta blað, sem gef- ið er ót utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Askriftasími 116 7. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Ails kona eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddii með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. Sancliii* úr sœ Framhald af bis. 17. það eru margir staðir, sem mig langar að koma á. Mig vantar mikið í. — Og hvert fannst þér skemmtileg- ast að koma? — Ég gæti trúað, að að væri Jap- an. Ég kann vel við Japani. Þeir eru gott fólk. — Og nú ert þú kominn í sandflutn- ingana. — Já, og ég kann vel við mig hér, enda væri annað erfitt. Hér er góður aðbúnaður og skipshöfnin er góð, og það er fyrir mestu. Svo hefur maður ágæt frí, svo ekki er yfir neinu að kvarta. Við gengum upp í brú. Veðrið var eins og bezt varð á kosið, glampandi logn og sæmilegt skyggni. Framundan var borgin og húsin eins og litlar þústir, nema háhýsin, sem skáru sig úr. — Hvað ert þú búinn að vera lengi til sjós, spurðum við Hrein. — Ég hef verið það síðan ég fór að vinna, og kann ekki við annað starf. Ég hef einu sinni reynt að hætta, en það tókst ekki. — Og hvernig fellur þér þetta? — Ætli mér falli það ekki bara sæmi- lega. Þetta er að vísu öðru vísi en að vera t. d. á togurum, en ég kann þessu vel. — Hvernig er það, heldur þú að hið svokallaða sjötta skilningarvit sjómanna sljóvgist ekki við öll þessi tæki? — Ég veit ekki hvað skal segja. Það er ákaflega hætt við því. Ég man, að þegar dýptarmælirinn kom, þá þótti hann nú ekkert smávegis tæki. Menn gátu bókstaflega komizt ferða sinna, þótt lítið sæist út fyrir borðstokkinn. Svo kom radarinn, og ekki þótti hann síðri. En þegar þessum tækjum sleppir, er hætt við að mönnum mundi bregða. Gömlu mennirnir fóru eftir ýmsum merkjum, sem þeir sáu svo sem fugli og öðru slíku. Við kanta hryggjar bár- an sig meira. Það var eftir slíku, sem siglt var, og menn vissu hvar þeir fóru. — En veðurskyggni? — Ég veit það ekki, kannski er það eins með hana. En það er ýmislegt hægt að sjá í næsta umhverfi. Líttu á fugl- inn í bænum áður en suðvestanátt kem- ur. Taktu eftir hvað hann svífur hátt uppi. Þetta er ekki af öðru en breyt- ingu á loftvoginni. Það var fjara, þegar við lentum í Vatnagörðunum. Þeir voru fljótir að festa og byrja að dæla í land. Sand- urinn smáhvarf úr lastinni, og innan skamms mundi hún verða alveg tóm. Við fórum í eldhúsið og fengum okk- ur kaffi áður en haldið var í land. Þegar við komum upp aftur, var búið að tæma skipið og ný ferð fyrir hönd- um. — Ef ykkur leiðist einhvern tíma í bænum, þá skjótist með, sagði Hreinn þegar hann kvaddi okkur. Við gengum upp bryggjuna, og það var hátt niður í fjöru. Þegar við ók- um í burtu, horfðum við á eftir skip- unum úti á Sundum. Þeir mundu sækja meiri sand og dæla honum þarna upp í fjöruna, og þeir sem væru að byggja, mundu sækja þangað sand í húsin sín. Og þeir mundu líka dæla upp skelja- sandinum fyrir Sementsverksmiðjuna og næsta vor mundu þeir kannski losa einn farm í Nauthólsvíkinni, eins og og venjulega, svo að sóldýrkendur gætu velt sér i hvítum sandinum. Ilid ósýnilega . . . Framh. af bls. 13. stöðugt á tannkreminu. Jasper Benton sat uppi í rúmi sínu og svipur hans var strangur. — Hér kemur eiturbyrlarinn yðar, sagði Quarles. Dóra Freeling roðnaði ákaft. —- Ég skil ekki við hvað þér eigið? — O-jú, það gerið þér. Með yðar leyfi Quarles tók tannkremsstaukana úr hendinni á henni, og sýndi Benton dálitla rifu í botninum á öðrum þeirra. — Hún setti uppsölumeðal í tannkremið yðar og hafði það tilbúið í hvert skipti og frændi yðar kom í heimsókn. Vegna meinsemdar yðar komust þér ekki hjá því að gleypa meira eða minna af tann- kremi um leið og þér burstuðu tennurn- ar. Það fór eftir því hversu mikið magn þér gleyptuð, hvort þér köstuðuð upp eða funduð aðeins til velgju. Strax og frændi yðar var farinn, skipti hún um tannkrem í þeirri öruggu trú, að þér fynduð ekki bragðmismuninn. Með þessu ætlaði hún að fá yður til að breyta erfðaskránni sér í vil. Ég vissi, að ef ég kæmi Roger Benton í burtu og yður til að tilkynna að þér ætluðuð að breyta erfðaskránni, myndi hún strax skipta um tannkrem. Dóra Freeling greip um háls sér: — Ég — ég ætlaði ekki að gera þér neitt illt, sagði hún við Jasper Benton. — En Roger átti nóg af peningum fyrir, ég ekki neitt. Það er óréttlátt. — Mér finnst, að þú sleppir vel frá þessu, unga stúlka, sagði Bentan. — Ég ætla ekki að blanda lögreglunni í málið. Ég óska ekki eftir hneyksli. Og ég vil heldur ekki að þú sveltir. Ég skal gefa þér ávísun á fimm hundruð pund með því skilyrði, að þú verðir farinn héðan í seinasta lagi á hedegi á morgun og látir aldrei framar sjá þig hér. Svo sneri hann sér að Quarles: — Ég skil ekki hvernig þér uppgötvuðu að það var tannkremið. — Það var ekki um annað að ræða, svaraði leynilögreglumaðurinn. — Mat urinn, sem þér borðuðuð, var ekki eitr- aður, heldur ekki vínið, sem þér drukk- uð. Þér reyktuð ekki. Þér höfðuð borð- að sams konar mat áður án þess að verða illt af honum. Hvaða möguleikar voru þá fyrir hendi? Þér sögðuð mér, að þér hefðuð einskis neytt eftir mið- degisverðinn í gær. Þér hélduð sjálfur 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.