Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 29
"V LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREII\!HOLST Þaö tekur á taugarnar Harry leit andartak á klukkuna fyrir ofan glymskrattann. Klukkan var nærri því tólf. Eftir eina klukkustund gæti hann snúið lyklinum í skránni, lokað og slökkt Ijósin. Reyndar gat hann al- veg eins gert þetta núna, því að engir gestir voru þarna núna og varla nokk- urra að vænta. Hótelið var nokkuð af- skekkt og þeir fáu gestir, sem ætluðu að gista þar, voru oftast svo þreyttir, að þeir fóru beina leið að sofa í herbergj- um sínum. Hann þurrkaði af síðasta glasinu og setti það í hilluna fyrir ofan skenkinn, leit á gluggana og sá hvernig regnið hamaðist á rúðunum, og andar- tak fannst honum sem hann væi’i al- einn og honum leið hreint ekki vel. Hann hafði einmitt lesið rétt áðan í kvöldblaðinu, að stigamaður og hættu- legur morðingi gengi laus. Sá hafði nýlega framið morð á benzínstöð og lagt á flótta eftir þeim vegi, sem hót- elið lá við. Það var ekki hægt að spá neinu um það .... Honum var ekki lengur tii setunnar boðið. Dyrunum var hrundið upp og þrekinn og þéttholda maður, órakaður og með svartan filthatt á höfði gekk inn. Hatturinn slútti langt niður á enni. Hann hristi af sér vatnið. Svo kom hann að barnum og bað um wiskísjúss. Síðan leit hann í kringum sig og kókti augunum skringilega. — Eruð þér einn? spurði hann og röddin var þannig, að Harry rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Nei, félag .... eru þrír koma rétt strax, laug hann. — Hvar er siminn? hélt sá ókunni áfram að spyrja. Harry benti á klefa í einu horni sal- arins. Sá ókunni seftist við borð fyrir fram- an glymskrattann og leit til dyranna. Hann drap í sígarettu í öskubakkanum og kveikti sér strax í annarri og reykti hana upp og drap í henni. Síðan ein- blíndi hann á gluggann. Harry læddist í kvöldblaðið, þar sem lýsingin á morðingjanum var: „Hann var þrekinn, dökkur á hár, þéttholda, meðalmaður á hæð. Hann var með filthatt á höfði.“ Lýsingin stóð al- veg heima við þennan mann. Harry fann hvernig blóðið steig hon- um til höfuðs og hve hjartað barðist ótt í brjósti hans. Hvað átti hann að gera? Kalla á hjálp? En hvernig? Sím- inn! Ef maður lokaði þétt klefanum, gat maður hvíslað svo að orðin heyrð- ust ekki út í salinn. Harry leit upp og sá, að hinn ókunni leit á hann, eins og hann hefði þegar getið sér til, hvað Harry ætlaði sér. — Einn wiský í viðbót og nokkrar sígarettur. Harry flýtti sér að framkvæma skip- unina. Síðan setti hann í sig kjark og gekk að símaklefanum. Hann náði að leggja höndina á dyrahúninn. — Burt frá símanum, hvæsti sá ókunni, ég vil ekki hafa línuna á tali. Harry sá, að hinn ókunni var með aðra höndina í jakkavasanum. Hann hafði séð nógu margar glæpamyndir til þess að vita, hvað það þýddi, þegar dökkhærðir, brúnaþungir menn sátu og voru með höndina í jakkavasanum. Hon- um var annt um líf sitt og flýtti sér frá símaklefanum. Ókunni maðurinn fór að ganga um gólf. Hann setti peninga í glymskrattann og hávaði frá iðruin helvítis brauzt ut. Andartak stanzaði hann músikina, gekk út að dyrunum og kíkti út um gáttina. Síðan gekk hann að barborðinu, sló glasinu við tréð og sagði: — Fyllið það. að það væri satt, og hvernig átti yður líka að detta í hug þessi alvanalegi hlut- ur, sem allir gera áður en þeir hátta, nefnilega að bursta í sér tennurnar. Ferðiii tíl Isnfjarðar Framh. af bls. 19. úlpuhettuna aftur á baki og dökkt hár í bylgjum niður um háls. Hún hafði lítinn, hvítan poka í ól um mittið. „Enginn meiddur?“ spurði hún snöggt, nam staðar og stakk við stöf- unum. „Ekkert að ráði,“ svaraði Dudda Sidda, sem var nú farin að velta pví fyrir sér, hvort hún fengi ekki ör eftir þessar hruflur á andlitinu. Dedda hafði bláa kúlu ofarlega á enni og skrámur á hendi. „Þú ert alveg met á skíðum,“ sagði Teddi Óskars. Stúlkan heilsaði öllum. Harry teygði sig ettir liosaunm. — Þetta er eyðilegur staður hérna, sagði sá ókunni og teygði sig út eftir kvöldblaðinu og las morðfréttina. Síðan bætti hann vifi með röddu, sem Harry leit á sem fyrirboða: — Hvað munduð þér gera, ef svona náungi kæmi hér allt í einu og slægi yður niður? Harry gat ekki svarað. Honum fannst, að hann sykki þrjá þumlunga niður í gólfið og hann átti í örðugleikum með að fylla glasið án þess að hella út fyr- ir barmana. Sá ókunni greip í hnákkadrambið á honum: — Ég spurði, hvað þér munduð gera...... Hann komst ekki lengra. Síminn hringdi og hann hljóp inn í simaklef- ann og skellti hurðinni á eftir sér. Hann talaði stutt, og þegar hann gekk út, ljómaði hann af gleði. — Ég gef einn drykk, sagði hann, drekkið það, sem þér viljið út á minn reikning. Ég hef eignazt son. Þetta var frá fæðingardeildinni. Ég er sölumað- ur, skiljið þér, alltaí á ferðinni, og ég lofaði að vera staddur á þessu hóteli milli kl. 11 og 12, ef þau þyrftu að ná í mig. Sonur! Tuttugu og fjórar merk- ur. Aldeilis bolti. Ég hef átt þá sex .... en maður venst því aldrei. Það þarf sannarlega taugar til. Willy Breinholst. Bóndinn kom nú með krakkastóð sitt. Hann var yngri og hærri vexti en Valla- bóndinn, og skegglaus, en ættarmótið var auðsætt. Hann dró léttan sleða, sem fleygt hafði verið á kr.ddum og ein- hverju fleiru. Fólkið heilsaðist með handabandi. „Börnin eru ekkert feimin,“ hvíslaði Dedda Gunnars að Duddu Siddu. „Við sáum þetta strax og hlupum,“ sagði Þúfnabóndinn. „Það er auðvitað Framh. á næstu síðu. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.