Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 32
0 Ferðin til Isaíjarðar Framh. ai bls. 31. urinn hérna á Velli. Hann er fermdur. En hann er stundum með okkur að gamni sínu. Annars mundi honum leið- ast.“ Börnin litu hvert á annað. Kennslu- konan sá það og deplaði augunum framan í stóru stelpuna. „Mér er svo sem sama þó ég sé^ í skólanum," sagði Addi óspurður. „Ég þarf ekki að taka próf.“ „Það er aldursmunur á skólaþörn- unum hérna hvort eð er, og allt lífið er nú skóli, Addi minn, og allir menn eru kennarar. En vertu nú ömmudreng- ur, Addi minn, og sæktu mér í eldinn.“ Gamla konan fór fram og drengurinn með henni. „Leiðist honum nokkuð?“ spurði Dedda, þegar drengurinn hafði lokað eldhúshurðinni á eftir sér. „Hann fær aldrei bréf frá fólki sínu syðra,“ sagði Grímur gamli. „Je,“ sagði Dudda Sidda. „Hugsar enginn til hans?“ „Jú, sei sei,“ svaraði Grímur gamli: „Hann er í einhverju ungmennaskot- félagi, sem sendi honum æfingabyssu. Það var hægt að skjóta gegnum léreft með þessu tóli. Ekki var það nú hættu- legra en svo. En kerlingin mín afvopn- aði hann. Þetta er bezti drengur.“ „Og nú er skólastofan upptekin okkar vegna,“ sagði Teddi við Ásthildi. Niðurlag næst. Clara Srliuinann . . . Framh. af bls. 11. unga stúlku, jafnaldra honum, til að bjóða á skemmtun. Það var hin 12 árum yngri Julie, hin yndislega og heilsutæpa dóttir henn- ar, sem Brahms varð ástfanginn í, og um hríð voru þau víst nánast trúlofuð, en hann tók skrefið ekki til fulls, senni- lega vegna þess, að hann vonaðist stöð- ugt eftir móðurinni, en ef til vill af því, að hann hikaði við að bindast berklaveikri stúlku. Clara stríddi hon- um blíðlega, og hefði áreiðanlega ekki heldur verið sem ánægðust með að fá einmitt hann fyrir tengdason. Julie lét þó ekki draga sig á þennan hátt. Hún elskaði Brahms, en hún óskaði ekki eftir að eyðileggja líf sitt, og einn góðan veðurdag giftist hún ríkum ítala. Enn eitt áfall fyrir Brahms. Clara ritaði í dagbókina: . . . Hann virtist alls ekki hafa bú- izt við neinu slíku og fékk algert tauga- áfall. Hann er ekki samur maður, lít- ur sjaldan inn og er fámæltur, þá sjaldan hann er hérna. Hefur hann í raun og veru elskað hana? Spurning hennar var á fullum rök- um reist. Hann fann útrás fyrir alla sorg sína með því að fara heim og skrifa eitt af langfegurstu verkum sín- um, Altrapsodie (sem Kathleen Ferrier 32 FÁLKiNN hefur m. a. sungið), er flutt var við brúðkaup Julie og manns hennar 22. september 1869! Það þyrmdi óðfluga yfir sál hins ó- hamingjusama Roberts Schumanns. Dag nokkurn fannst hann hvergi heima og lögreglan hóf leit. Hann fannst með- vitundarlaus í Rín, þar sem hann hafði reýnt að drekkja sér. Clara Schumann þorði ekki að hafa hann heima og tókst að koma honum fyrir á sjúkrahúsi í Endenich, þar sem læknarnir gátu ekki gefið neina von um bata. Með sjö börn í eftirdragi og ósegjanlega framfærslu- byrði, vildi Clara ekki viðhalda heim- ilinu, eins og það var. Nokkrum barn- anna var komið fyrir hjá vinum, öðr- um hjá móður hennar í Berlín, og síð- an tók hún aftur upp þráðinn á lista- ferli sínum, sem hafði legið niðri í næstum 15 ár. Börnin og móðirin héldu ekki fram- ar hópinn. Öðru hvoru sá hún eitt þeirra, öðru hvoru annað, en meðan hún átti sumarbústað í Baden-Baden í nokkur ár, voru nokkur þeirra þar hjá henni í einu. Var hún þá ekki góð og ástrík móðir? Vissulega, en hún átti einskis annars úrkosta en að starfa af kappi til að vinna fyrir daglegu brauði handa sér og eins mörgum börnum og henni var auðið. Stolt hafnaði hún hjálp í reiðufé frá efnuðum vinum. Stolt sagði hún nei við beinni aðstoð. Henni fannst það þó sjálfsagt, að hún fengi dálítil eftirlaun frá Diisseldorf eftir stjórn Roberts Schumanns á hljómsveit borgarinnar um árabil, en annar.s hefði hún vissulega getað bjargað sér. Leið hennar lá öðru hvoru til Eng- lands, þar sem hún kunni sérlega vel við sig, og við mörg tækifæri var henni boðið að leika fyrir Victoríu drottningu og Albert prins í Buckinghamhöll. Á einni þessara ferða fékk hún slæmar fréttir frá sjúkrahúsinu í Endenich. Heilsu Roberts Schumanns hrakaði ört, og hún hætti við að ferðast lengra, til að heimsækja hann. Hún var hjá hon- um, þegar hann dó, og skrifaði sama kvöld í dagbókina: — Ást mín er horfin. Hann hefur tekið allt með sér, alla hamingju mína, og nú byrjar nýtt líf fyrir mig. Sjúkdómar og sorgir. Aðeins 37 ára gömul varð hún ekkja, og hún giftist aldrei aftur, enda þótt bæði Brahms og fleiri væru reiðubúnir til að kvænast henni. „Ást mín til þín er ólýsanleg,“ skrifaði Brahms henni. Hún hristi aðeins höfuðið. Hún hafði tekið ákvörðun sina — hún vildi að- eins „hjónaband“ við listina, þessa miklu, ljómandi list, sem krafðist allr- ar sálar hennar og líkama. Nokkrum árum síðar lá henni við að lamast. Hana verkjaði í handleggina, taugarnar voru bilaðar, það voru „launin“ fyrir ára- langa, yfirmannlega baráttu við sjúk- dóma annarra, eiginmannsins og barn- anna, en hún vildi ekki láta bugast. Leikur hennar svo að segja linaði þján- ingar hennar. Vinátta margra varð henni til góðs, eikum hið gamla samband við Brahms, en nú varð vart við vissan kala, eftir að honum varð dálítið á í messunni. Hann fylgdist með veikindum hennar í bréfum hennar og skrifaði henni einn góðan veðurdag, að hún ætti að fara hægar í sakirnar: „Á þínum aldri ætti fólk að taka það rólega .... “ Á þín- um aldri- Hann gerði hana þannig að gamalli konu, enda þótt hún væri að- eins 52 ára að aldri. Hneykslanlegt, —• og þó var það ekki með öllu rangt, því að einmitt þá fann hún, að kraft- arnir voru að dvína, og þáði kennara- stöðu við tónlistar.skólann í Berlín. Hún gegndi þeirri stöðu í sex ár og fluttist þá til Frankfurt, þar sem henni buð- ust enn betri kjör. Hún varð ekki hamingjusöm á efri árum. Hún leit aftur yfir farinn veg með sorg og iðrun, henni fannst víst eins og hún hefði líka eyðilagt líf Brahms. Hann gleymdi henni aldrei og kvæntist aldrei. Auk taugabilunarinnar veiktist hún af öðrum sjúkdómi, sem tónlistarmenn óttast meira en allt ann- að: heyrnarleysi. Það gerði hana bitra út í lífið. Hún varð uppstökk og erfið í umgengni, þegar henni gat ekki einu sinni hlotnazt að njóta síðustu fegurð- ar í tilverunni: tónlistarinnar. „Það er helmingi erfiðara fyrir listamann að verða gamall,“ skrifaði hún í dagbók- ina. Á öndverðu sumri 1896 fann hún dauðann nálgast, en hélt þrátt fyrir allt dauðahaldi í lífið. Hún fann, að hún gat stöðugt verið tveimur dætrum sín- um og barnabörnum nokkurs virði. „Nú kemur Eugenie heim frá London, og þá verð ég svona hræðilega á mig kom- in .... “ kveinaði hún. Hinn 10. maí hætti hjarta hennar að slá, og sá eini, sem Marie dóttir hennar kvaddi á vettvang, var Brahms. Hann sá um útför hennar og sneri því næst aftur til Vínar. Þar tók hann dauða sínum tæpu ári á eftir henni, eftir að hafa fundið til meiri einmana- leika og tómleika þessa síðustu mán- uði en nokkru sinni fyrr. PIIAEURA Framhald af bls. 23. saman, og hönd hans haldandi um tólið. Ef ég vissi bara, hverju heimili hans líktist. Það var margt, sem ég vissi ekki.. . „Þú lofaðir, drengur, þú lofaðir.“ Rödd Thanosar var niðurbæld, sann- færandi. Ég vissi að Alexis mýktist ekki. „Alltaf síðan ég sá þig í París hef ég sagt við sjálfan mig: Þetta sumar verður Alexis hjá okkur ....“ Ég beygði mig yfir diskinn, hrædd um að heyra hinn ánægjulega tón, sem ég vissi að myndi koma í rödd hans á hverju augnabliki. Ég vildi hafa Alex- is nálægt mér og var hræddari við hann en dauðann. Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.