Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG JPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI „Halló, halló,“ hrópaði Kakadúfa hershöfðingi í æs- ingi. „Hef sjálfur tekið að mér gagnárás á andstæðing- inn. Nánari upplýsingar fylgja seinna.“ Og hann réð- ist af offorsi gegn Panda og Hugsuðinum. En allt í «inu varð hann mjög undrandi yfir að sjá þá félaga í fylgd méð vélmanninum. „Hann vill bara þjóna þér,“ sagði Hugsuðurinn, sem var núna í stálgreipum vél- mannsins. „Loka skýrsla," kallaði hershöfðinginn upp í símann, „gagnárás hafin.“ En eftir ósigur sinn gagnvart Panda, sneri Kakadúfa hershöfðingi aftur til manna sinna. „Vopnin okkar hafa annaðhvort verið söguð í sundur eða barin flöt,“ sagði einn manna hans. „Sjálfvirku árásarvélarnar hafa brotið á bak aftur eftir vörnina og stefna nú inn í verksmiðjuna, þar sem leynilegu vopnin eru smíðuð.“ „Við getum ekkert gert,“ sagði hershöfðing- inn, „jafnvel ég sjálfur hafði ekki roð við þeim.“ En verkamennirnir í verksmiðjunni létu sér ekki segjast, þeir réðust gegn vélunum með verkfærum sínum og allir sem einn. Þeir höfðu safnast í einn hóp sem bar kröfuspjöld, sem á var letrað: „Engar vélar í verksmiðjurnar. Vél- væðing þýðir hungur okkar.“ Og þeir réðust á vél- arnar og brátt voru þær í rusli. „Þessir strákar vita sannarlega hvernig þeir eiga að fara með vélarnar okkar,“ sagði Panda. „Ég vona að þeir gleymi ekki vélþjóninum.“ En því miður veittu verkamennirnir vélþjóninum ekki hina minnstu athygli. Þeir héldu hann áreiðánlega vera einn af hermönnunum. Þannig komst hann inn í vopnaverksmiðjuna og hélt á Panda í stálgreip sinni... 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.