Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 10.07.1963, Blaðsíða 37
um að sýna honum að hendur mínar skylfu og vitandi að ég hafði stokk- roðnað í framan. Anna stóð nálægt og virti andlit mitt áhyggjufull fyrir sér. Ég starði á móti og þaggaði niður í henni með augna- ráðinu. Innra með mér var ný gleði að brjótast út, vongleðin. „Já, já,“ sagði Thanos kankvíslega óþolinmóður eins og Alexis gæti skotið upp kollinum á stéttinni hjá okkur á hverju augnabliki. Framh. í næsta bl. Gamli bíllinn Framhald a. bis. 21. skegginu, en svipur hans varð æ óheilla- vænlegri. „Tja,“ tautaði hann að lokum. „Það er víst ekki hægt að gera við hana fyrir minna en 300 krónur. Ef til vill er öll yfirbyggingin fúin, — hún er nú úr tré.“ Konan mín leit á mig, og ég stóð og reyndi að taka þessu eins og karlmenni. „Lítið inn eftir viku,“ sagði vagn- smiðurinn. — Viku síðar komum við. Það kom í ljós, að það hafði verið dá- lítið gat á þakinu, og í gegnum það hafði rigningarvatnið síast árum saman og valdið fúa í viðnum. „Hvernig er yfirbyggingin?“ spurði ég veiklulega. Hann yppti öxlum og skaut neðri vörinni fram undan yfirskegginu. „Og reikningurinn?“ „75 krónur.“ Ég varð alveg þurr í kverkunum af létti. Og svo glaður getur maður líka orðið við að reikningur fyrir að setja á bílhurð er aðeins 75 krónur, að bíllinn fái líka nýjan skammt af áliti. Þannig var því varið með mig. Og hvað — dálítið gat á þakinu, það getur vissulega komið fyrir hvaða bíl, sem er, ekki satt? Að hann væri að ryðga í sundur undir lakkinu, eins og vagnsmiðurinn sagði varfærnislega, um leið og hann reytti nokkrar flyksur af lakki af bíln- um, því neitaði ég að leiða hugann að. Það liðu nokkrar vikur, sem voru alveg dásamlegar. Það var sem gamli bíllinn hefði gefizt upp á að sleppa frá hinum nýja eiganda sínum með því að gerast keipóttur. Aðeins smáskaðar gerðu vart við sig — smámunir í kælikerfinu, smámunir út af nokkrum leiðslum, sem fóru í sundur sökum elli, smámunir með vinnukonurnar, sem voru svo undar- legar, að eiga það til, að vilja ekki virka í þurrki, og þess háttar smámun- ir. En hvað — 2800 krónur, er ekki satt? Dag nokkurn, er við ókum upp brekku, sagði konan mín: „Það er eitthvað að vélinni... eins og hún haldi aftur af sér.“ „Vitleysa! Haltu bara áfram,“ sagði ég. — „Já, en það er eitthvað að.“ Ég vildi ekki trúa henni. Þorði það ekki. Framhald á bls. 38. Hoidið er veikt Franski rithöfundur- inn Raymond Radiguet var um tvítugt þegar hann lézt úr kóleru árið 1923. Þrátt fyrir lágan aldur hafði hann skrifað bók sem við útkomu vakti talsverðar umræður og hneykslan sumra. Það er því líklegt að frá honum hefði ýmislegs mátt vænta ef hann hefði ekki fallið svo sviplega frá. Kvikmyndin sem gerð var eftir þessari bók vakti ekki síður umtal og hneyksli en bókin. Þess þekktust dæmi að ýmsir prestar bönnuðu sóknar- börnum sínum að sjá þessa mynd en aðrir töldu þetta eina merkustu ást- arkvikmynd sem þá hafði verið gerð. Þessi mynd var sýnd hér fyrir mörg- um árum en nú hefur Gérard var talinn einn bezti kvikmyndaleikari Frakklands og hafði hlot- ið margvíslegar viður- kenningar á leikferli sínum. Austurbæjarbíó sýndi í vetur eina af síð- ustu myndunum sem hann lék í „Hættuleg sam- bönd“ en hún var og er enn mjög umtöluð. Efni myndarinnar get- um við sagt að sé gamal- kunnur ástarharmleikur. Myndin hefst vorið 1917 í litlum bæ í nágrenni Parísar. Eðlilega er það heimsstyrjöldin sem set- ur svipmót sitt á líf manna í þessum litla bæ eins og um allt Frakk- land. Hluta af mennta- skólanum hefur verið breytt í sjúkrahús og þar starfar Marthe sem sjálf- boðaliði. Francois er nem- andi í þessum skóla og leiðir hans og Marthe liggja saman og þau verða ástfangin. En það eru Framhald á bls. 39. Kópavogsbíó ákveðið að Aðalhlutverkin tvö endursýna hana. Er það Marthe og Francis eru vel til fundið því marga leikin af Micheline Presle mun fýsa að sjá þessa og Gérard Philipe. mynd, bæði þá sem sáu Gérard Philipe og höf- hana fyrr á árum og eins undur bókarinnar eiga hina sem ekki áttu þess það báðir sameiginlegt að kost þá. þeir féllu fyrir aldur Áður en við rekjum fram. Gérard Philipe náði efni myndarinnar skulum þó hærri aldri hafði sjö við aðeins minnast á um þrítugt þegar hann annan aðalleikarann. lézt í nóvember 1959. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.