Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 8
FÁLKINN V I K U Ð L A Ð birtir hér athyglisvert og spennandi viðtal við býzkan mann, sem ekki vill láta nafns síns getið. Viðtalið tók Sveinn Sæmundsson. Þeir hittust á ferjunni yfir til Helgoland. Hann sagSi blaðamanni FÁLKANS sögu sína og hér á eftir birtist hún. Ævisaga hans er í hæsta máta viðburða- rík og óvenjuleg. Hann var andvígur nazistum en barSist þó fyrir þjóS sína í Rússlandi, sat þrjú ár í fangelsi í Síberíu og komst aS stríSinu loknu aftur til Þýzkalands meS óvenjulegum hætti. ÞA VERÐ EG SKOT- INN FYRSTUR ALLRA m Við vorum nýlega farnir fram hjá vitaskipinu, sem kennt er við Saxelfi og kallað Elbe 1, þegar ég rakst á hann í barnum á hádekkinu. Skipið, nýtt og hraðskreytt, bar nafnið „Wappen von Hamburg", og var byrjað að hefa á öldunni og nokkrir, sem setið höfðu að sumbli meðan siglt var niður Sax- elfi, leituðu niður eða út að borð- stokknum, þar sem þeir færðu Ægi konungi fórnir dýrra veiga. Við höfðum þekkzt frá fornu fari; kynnzt einhvern tíma eftir 1950, þegar heimaborgin hans, Hamborg byrjaði að rísa úr rústum stríðsins og götuljósun- tók að fjölga á ný. Hann var þjónn á einu stærsta kaffihúsi borgarinnar, magur og tekinn. Nú var ekki unnt að sjá eða merkja að hann hefði verið lengi í fangabúðum. Við fórum að barnum og spjölluðum saman. Það var orðið mjög fátt inni og þjónninn sagði okkur að við mund- um verða við Helgoland um sjöleytið. „Þú sagðir mér einu sinni frá því að þú hafir verið í orrustu á „Austurvígstöðv- unum,“ sagði ég. Fritz horfði í gegn- um glasið og sagði ekkert. Barþjónn- inn snéri að okkur baki og skorðaði flöskurnar af í rekknum við spegil- inn. Fritz sagði: „Eg man ekki í svip- inn hvað eg hefi sagt þér Sven. En eitt er víst og það er, að eg hefi ekki sagt þér alla söguna og ef þú segir hana öðrum, þá máttu ekki geta þess hver eg er eða hvar eg er.“ Við fengum okkur nokkur glös til viðbótar og Fritz sagði að við á ís- landi ættum gott. „Þú til dæmis þarft ekki að óttast að vera tekinn í her; ekki heldur að vera hræddur þótt þú eignist syni, að þeir verði sendir fram á vígvöllinn til þess að deyja fyrir á heimsku annarra." Hann var orðinn beiskur. „Ég er fæddur og uppalinn í smábæ í nágrenni Hamborgar. Ég man vel eft- ir upplausninni eftir stríðslokin 1918 og vonleysinu. Samt vorum við í okkar fjölskyldu alltaf á móti nazistum; pabbi var viss um að þeir mundu einungis færa okkur ennþá meira öngþveiti. Eg var orðinn veitingaþjónn þegar umbrotin áttu sér stað eftir 1930. og eg kvæntist árið sem Hitler komst til valda. Fyrst í stað urðum við ekki fyrir neinum óþægindum, þótt mað- ur væri á móti nazistunum, aðeins ef því var ekki haldið á loft. Það var líka sitthvað á stefnuskrá þeirra sem næst- um því sérhverjum Þjóðverja líkaði vel: Við Þjóðverjar erum nú einu sinni svona, Við erum eiginlega ekkert ann- að en stór börn, sem auðvelt er að telja trú um ýmiss konar fjarstæður eins og það að við séum „æðri kynstofn“.“ Við Fritz sáum að þjónninn lagði við hlust- irnar við síðustu setninguna, og færð- um okkur út í horn. Stormurinn hafði aukizt og aldan var býsna kröpp þarna á grynningunum. „Þú ert ekkert sjóveikur?“ „Nei, eg er ekkert sjóveikur. Eg er eiginlega gamall sjómaður og kannski á eg það nazistunum að þakka, eða það er þeim að kenna að eg fór til sjós. Eins og ég sagði þér, þá urðum við fyrst í stað ekki fyrir neinum óþægind- um. Seinna breyttist þetta og sérhverj- um sem ekki var í einhverjum félög- um eða sérstökum, sem stjórnað var af nazistum var ekki vært. Við hjónin fórum stundum út að dansa þá sjaldan eg átti frí. við þau tækifæri var eg Wappen von Hamburg við Helgoland. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.