Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 9

Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 9
Þessi mynd er tákn- ræn fyrir viðureign Rússa og Þjóðverja í heimsstyrjöldinni sið- ari. Rússneskur her- maður ríður framhjá þýzkum skriðdreka, sem hefur verið yfir- gefinn. tvisvar tekinn fastur og farið með nng á lögreglustöð, þar sem hálfvitlausir Gestapó-unglingar yfirheyrðu mig næst- um alla nóttina. „Þú gengur með háls- tau og dansar tango eins og úrkynjað- ur Englendingur“ sögðu þeir. „Hvers vegna ertu ekki í samtökum okkar og hjálpar til að hreinsa kynstofninn?“ Svona og ámóta voru spurningarnar sem þessir ruddar, hálfærðir af áróðri Hitlers og Göbbels létu dynja á mér. En eg var heppnari en margir aðrir: Mér var sleppt að morgni og eg slapp við misþyrmingar, sem svo margir aðr- ir urðu fyrir. Ástandið versnaði stöð- ugt. Eg kvaddi konuna mína og börnin tvö og fór til Englands, og réðist á eitt af stórskipunum þeirra sem þjónn. Eg var hjá þessu enska skipafélagi í tvö ár án þess að koma heim. Þetta var útlegð, en hve margir landar mínir voru ekki í útlegð á þessum árum? Næstum daglega bárust manni fréttir af þeim sem flýðu land; ég hitti marga þeirra hingað og þangað úti um heim. En eg varð líka var við að það var betra að segja ekki of mikið þótt mað- ur hitti landa sinn erlendis, því arm- ur Gestapo var langur og þeir höffðu líka sent „sína“ menn til útlanda und- ir því yfir.skyni' að þeir væru flótta- menn. Það var árið 1937 að eg kom aftur heim. Börnin mín þekktu mig varla og eg var ákveðinn í að þola heldur kúgun Hitlers-stjórnarinnar en að láta þvæla mér í útlegð öðru sinni. En kann- ski sýnir þetta hve barnalegur ég var sjálfur og kannski hafði ég á þessum tveim árum gleymt einhverju af því sem skeði áður og maður gat alltaf átt von á. Eg ætlaði að fá mér atvinnu en kom að lokuðum dyrum: Sá sem ekki er í samtökum þóknanlegum nas- istum fær ekki vinnu. Eg leitaði á fund gamals vinar míns sem rak stórt veit- ingahús. Hann tók mér vel en sagðist ekki þora að taka mig í vinnu nema eg gengi í „Vinnufylkinguna“. Eg hugsaði að fyrst maður væri tilneyddur, þá yrði það svo að vera. Ég fór og sótti um upptöku. Sama dag var eg tekinn til yfirheyrzlu hjá Gestapó. Þeir vildu fá að vita hvað eg hefði verið að gera hjá Bretum. Hvort eg hefði gefið þeim upplýsingar um endurvígbúnað Þýzka- lands. Eg neitaði og sagðist einungis hafa leitað út fyrir landið vegna löng- unar til þess að sjá heiminn. Þá stóð þessi skepna upp og barði mig í andlit- ið. Eg ætla ekki að segja þér framhald- ið, en mér var kastað út úr bygging- unni. Þegar eg skreiddist heim þekkti konan mig ekki. Sama kvöld tók ég lest til Frakklands. Eg vann á ýmsum stöðum í Frakklandi, aðallega suður við Miðjarðarhaf næstu tvö árin. Fór aldrei heim. Síðsumars 1939 leit út fyrir að allt væri að fara í bál og brand. Eg átti í miklu sálarstríði. Átti eg að verða kyi-r í Frakklandi ef til stríðs kæmi milli þess og Þýzkalands og eiga það víst að verða settur í fangabúðir, eða átti eg að fara heim þar sem eg yrði umsvifalaust settur í herinn til þess að berjast fyrir valdhafana, sem ég hataði. Svo réðist þýzki herinn inn í Pólland og Bretland sagði Þýzkalandi stríð á hendur í september 1939. Eg veit ekki hvort eg get útskýrt það fyrir þér eða nokkrum öðrum, en þegar stórveldi segir manns eigin landi stríð á hendur þá vaknar með manni viss kennd; jafn- vel þótt manns eigin landi sé stjórnað af óþokkum. Eg kom heim sömu nótt og stríðsyfirlýsing Stóra-Bretlands gegn Þýzkalandi gekk i gildi.“ ★ í HERNUM. „Það liðu ekki nema nokkrir dagar frá þvi eg kom heim, þar til mér var sagt að mæta til skrásetningar og skoð- unar í einni stöðinni nálægt Hamborg. Æfingarnar hófust og það var manni léttir, að enda þótt margir af yfir- mönnunum og óbreyttum, væru flokks- bundnir nazistar, þá var það þó andi hersins sem réði, með öllum þeim erfðavenjum sem margra alda her- mennska hefur skapað. Okkur var sagt að stríðið mundi ekki standa nema nokkra mánuði, því enda þótt fátt skeði fyrsta veturinn þá renndu atburðir vorsins 1940 stoðum undir það að foringinn hefði rétt að mæla. Ég hef oft hugsað um það síðar, en hugsaði ekki um það þá, hvernig Evrópa liti út í dag, hefðum við sigr- að. Þá óskaði maður sér sigurs í stríð- inu og hvað var líka eðlilegra? Við vissum ekki ýkja mikið af hörmung- um stríðsins heima í Þýzkalandi þetta ár. Herdeild mín var send til Frakk- lands og síðar til Hollands. Þar blasti viðurstyggðin við og við hermennirnir gátum með eigin augum séð hvað það var sem „Luftwaffe" hafði svo mjög hælt sér af. En svona er strið og það sama átti eftir að ,ske hér í Þýzkalandi og i Englandi og í Rússlandi og víðav. Eg var allvel að mér í frönsku og var þess vegna fluttur í deild sem hafði með málefni franskra borgara að gera. Það versta við þetta var, að þá komst eg aftur í snertingu við Gestapó og allt sem því fylgdi. Svo hófst her- ferðin til Rússlands. Ég var orðinn vanur sömu aðbúð í flestu og óbreyttir her- menn. Það hefir verið .skrifað um her- ferðina til Rússlands, sem segja má að hafi endað við Stalingrad og í umsátr- inu við Leningrad. Okkur gekk mjög vel framan af og Rússarnir voru á stöðugum flótta. Þeir brenndu bæina og akrana og brutu brýrnar. Landið var eins og eyðimörk þar sem þeir höfðu tíma til þess að ganga frá því, en stund- um vorum við fyrri til og náðum smá- bæjum og bændabýlum óskemmdum. Okkur var innrætt að hata Rússana, um þá uppfræðslu sáu pólitiskir trúnaðar- menn í hernum, en að öðru leyti höfð- um við ekki mikið af SS-mönnum að segja. Elcki fyrr en þeir voru sendir á eftir okkur til þess að þvinga okkur áfram eftir að víglínan var komin aust- ur undir Volgu. Eg talaði áðan um gamlar erfðavenjur í þýzka hernum. Samkvæmt þeim tókum við fanga þeg- ar hægt var og ætluðumst til þess að þeir væru settir i fangabúðir að baki víglínunni. Okkar hersveit tók marga slika, þeir voru fluttir burtu og við í hernum vissum ekki annað en þeir væru þar með úr hættunni. Það var ekki fyrr en SS-mennirnir hættu að nenna að flytja þá burtu, heldur tóku af okkur hópana og skutu þá á staðn- um að mér varð ljóst í hvert regin- djúp villimennsku við vorum komnir.“ Framh. á bls. 31. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.