Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Síða 11

Fálkinn - 24.07.1963, Síða 11
Germanskar þjóðir komust tiltölu- lega snemma í snertingu við trúarstefn- una, er kennd er við Jesú Krist. En á tímum Karlunga urðu fyrst hin nýju trúarbrögð ríkjandi í Germaníu hinni fornu. Þegar kristin trú náði undirtök- unum fyrir norðan Alpafjöll, hafði hreyfingin tekið allmiklum stakkaskipt- um frá því, sem var í upphafi. Síðustu aldirnar var stjórnmálaástand Evrópu mjög mótað af styrjöldum og alls kon- ar ógnum, er fylgdu í kjölfar þeirra. Þetta mótaði trúna og stefnu kirkjunn- ar. Hinir vísu kirkjufeður og leiðtogar hennar, voru komnir að fullri raun um, að breyta yrði starfsaðferðum kirkj- unnar við trúboð og áróður. Hin upp- runalega framsetning, var of einsýn og of eintrjáningsleg. Tekin var upp víð- sýnni stefna og starfsaðferðirnar og kenningarnar voru lagaðar, eins og við átti eftir kringumstæðum og ástandi þjóðanna, hverju sinni. Þetta olli stór- miklum breytingum á kristninni og gerði kenningar hennar aðlaðandi fyrir heilar þjóðir, sem áður höfðu ekki litið við þeim. Þessar breytingar voru í raun réttri allfráhverfar hinni upphaflegu stefnu. En margt breytist er stundir líða, jafnt þjóðmálastefnur sem trúar- stefnur. Kirkjustefna germanskra og norr- ænna landa, var því frá upphafi nokkuð reikul, og talsvert frábrugðin því sem verið hafði og varð í suðrænum löndum. Þjóðfélagsástandið var allt annað í lönd- unum norðan Alpafjalla. Menning land- anna var byggð á allt öðrum grunni. Þjóðfélögin voru mótuð af fornum rétti, óskyldum og fjarrænum hinum róm- verska og gyðinglega rétti. Mál norr- ænu þjóðanna var líka óskylt. Latínan var þeim ótöm. Germönsku þjóðirnar notuðu því sína eigin tungu, eftir því sem við var komið, sérstaklega lítt upp- lýstir alþýðumenn, sem hrifust af hinni nýju trú. Vegna þessa varð kirkja þessara landa þjóðleg, og hafði þjóðleg áhrif á allt menningarlíf í lönd- unum. Kristni Norðurlandabúa varð því nokkuð sérstæð og fékk á sig sérkenni, sem síðar meir, varð þyrnir í augum hinnar alþjóðlegu kirkju, eftir að vold- ugir menn settust á páfastól, og tóku til við að samræma kenningar kirkj- unnar. Hin alþjóðlega kirkja barðist berlega á móti, hvers konar sérstöðu innan kirkjunnar, er þjóðir mynduðu í kirkju- og trúmálum. Skipulag norrænna þjóða í verald- legum málum, var mjög frábrugðið skipulagi þjóðanna við Miðjarðarhaf. Ríkin í norðri byggðu á öðrum rétti og réttarvenjum. f upphafi kristninnar sniðu norrænar þjóðir skipulag kirkj- unnar eftir þjóðfélagsvenjum sínum og réttarvenjum, að svo miklu leyti sem hægt var að koma því við. Karl mikli var að nokkru leyti mótaður af ger- manskri menningu. Hann stýrði fyrstur konunga ríki í hinum fornu skattlönd- um Rómverja, sem var voldugt og gat fuilkomlega boðið óvinum sínum birg- inn. Karl mikli var sannkristinn á mæli- kvarða samtíðarinnar, og hafði mikil áhrif til að auka og styrkja kristna trú. Höfuðeinkenni forngermanskra og norrænna þjóðfélaga, var réttur landeig- anda, og var hann mjög afgerandi í allri stjórn og réttarfari. Það samrýmd- ist illa hinni kristnu stefnu. En norræn- ar þjóðir höguðu þessu svo, að þær mót- uðu skipulag kirkju sinnar innan þeirra takmarka, er lög þeirra og réttur leyfði. Síðar meir varð þetta illa séð af ráða- mönnum hinnar alþjóðlegu kirkju, og olli stórdeilum í norrænum löndum — og ekki sízt á íslandi. Á árdögum kristninnar á Norður- löndum, áttu bændurnir sjálfir kirkj- urnar og landið, sem þær voru byggðar á. Að vísu, fór þess snemma að gæta, að konungar og auðugir höfðingjar, gáfu kirkjunni land og aðrar eignir. Svo var til dæmis um konungana norsku, Ólaf Tryggvason og Ólaf helga Haraldsson. Þetta hafði bráðlega þau áhrif, að kirkjan fór að hafa talsverðar tekjur af jarðeignum og jók við sig löndum til þess að standa undir rekstri sínum og eiga í fullu tré við verald- lega valdið. En eignaréttur kirkjunnar á jarðeignum braut algjörlega í bága við norrænan hugsunarhátt og venjur. Kirkjan og aðalmenn hennar fóru að vasast í veraldlegum málum og hafa áhrif á gang þeirra. Hér á landi urðu mikil straumaköst út af þessum efnum, urðu jarðeignir kirkjunnar og tilkall hennar til kirkjustaða mikið deiluefni, svokölluð staðamál. Fyrsta jarðeignin hér á landi, er lenti í eigu kirkjunnar, var höfuðbólið Skál- holt í Biskupstungum. Skálholt varð fyrsti aðsetursstaður reglulegs biskups á fslandi. ísleifur Gissurarson biskup sat þar. ísleifur biskup átti í miklum erfiðieikum í biskupstíð sinni, og margt gekk honum andstætt. Raunverulega ber fremur að skoða hann trúboðs- biskup en reglulegan biskup. En þrátt fyrir það hafði hann mikil áhrif fyrir kristni landsins og mótun biskupsem- bættis í Skálholti . 2. Eftir ísleif biskup tók við biskups- dómi í Skálholti sonur hans, Gissur. Hann var alls ófús til tignarinnar, en lét tilleiðast við fortölur góðra manna. Hann hafði lært erlendis eins og faðir hans, í sama skóla, í Herfurðu suður á Saxlandi. Eftir það gerðist hann far- maður og kaupmaður, en kaupmennska og siglingar jukust mjög í þennan mund á Norðurlöndum á veldisárum Ólafs kyrra Noregskonungs. f vígsluferð sinni gerði hann eða endurnýjaði samning við Ólaf konung um rétt íslenzkra manna í Noregi og Norðmanna á íslandi. Undir þennan samning rita fjórir ís- lendingar, sinn úr hverjum fjórðungi. Er þetta elzti milliríkjasamningur, sem til er varðveittur í veröldinni. Jafn- framt er hann elzta skjallega heimild um sögu landsins. Líklegt er, að íslend- ingar hafi áður gert sams konar samn- ing við Ólaf helga, en hann hefur ekki verið skjalfestur, heldur verið gerður munnlegur með vottum. Gissur biskup kom að vissu leyti að ósnortinni jörð, þar sem var skipun kirkjumála á íslandi. Að vísu höfðu ver- ið gerðar nokkrar samþykktir á Alþingi, varðandi mál, sem í öðrum löndum heyrðu undir kirkjuna. En þær voru gerðar hér í skjóli hins ríkjandi goða- valds í landinu, án neinna áhrifa frá, kirkjunni. Gissur biskup ísleifsson var eins og áður er sagt kaupmaður og farmaður, áður en hann varð biskup. Hann vai því vanur alls konar samningum, þjálf- aður og reyndur í hvers konar viðskipt- um. Þetta var honum holl reynsla og reyndist honum drjúg til nytja. Eftir að hann var seztur að stóli í Skálholti, hafði hann þegar í hyggju að gjörbreyta skipun kirkjumála í landinu og koma fjárhagskerfi hennar í fast horf. En til þess að svo yrði, varð hann að fá í lið með sér voldugustu og áhrifamestu goð- orðsmenn landsins, til þess að koma málinu fram á Alþingi. Það tókst hon- um. Hann fékk í lið með sér tvo sunn- lenzka valdamenn, er áttu rík ættar- tengsl á Suðurlandi og voru báðir áhrifamenn miklir á Alþingi. Sæmund- ur Sigfússon prestur í Odda á Rangár- völlum og Markús Skeggjason lögsögu- maður og skáld, gengu í lið með biskupi, að koma á tíundarlöggjöf í landinu og var tíundin samþykkt á Alþingi árið 1096. Þessi löggjöf er sú langmerkasta er sett var hér á landi á þjóðveldis- tímanum, og kom föstum fótum undir fjárhag íslenzku kirkjunnar. Með tiund- inni lagði Gissur biskup grunninn að goðakirkjunni íslenzku, sem er alveg sérstæð meðal kristinna þjóða á mið- öldum. Jafnframt gerði hann íslenzku kirkjuna þjóðlegri og sjálfstæðari en annars staðar varð á Norðurlöndum og gætti þess lengi, þó að á 13. öld yrði stefna hans að láta í minnipokann fyrir áhrifum erlendra ráðamanna kirkjunn- ar. Tíundarlöggjöf Gissurar biskups var fyrsta tíundarlöggjöf Norðurlanda. Hún komst á án allra deilna, var samþykkt á Alþingi friðsamlega. Landslýðurinn gerði sig ánægðan með hana, þrátt fyrir það, að hún bakaði honum mikil út- gjöld. Hún var fyrsti skatturinn sem lagður var á þjóðina alla. Á hinum Norðurlöndunum kostaði það miklar deilur og blóðsúthellingar að koma tí- undinni. Það kostaði blóðugar stvrj- aldir eins og t. d. í Danmörku. Gissur biskup var því brautryðjandi í þessu máli. Ég tel það vera einsdæmi í ís- lenzkri sögu, að svo þýðingarmiklu og sjálfsögðu máli eins og tíundarmálinu, var hrundið í framkvæmd fyrr á íslandi en í nágrannalöndunum. Sýnir það bet- ur en nokkuð annað, hve mikilhæfur maður Gissur biskup ísleifsson var. Sennilega hefur ísland aldrei átt eins mikilhæfan stjórnmálamann og hann, hvorki fyrr né síðar. íslenzka tíundin var langt frá því að vera í samræmi við það, sem alþjóðleg Framhald á bls. 30. 11 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.