Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 12
Viudáttin Allan daginn haíði ég verið gleymin og árekstragjörn og þó fylgdu hendur mínar vinnunni, eins og vél, sem aldrei fipaðist í neinu. En þegar einhver kast- aði á mig orði, fann ég seinlæti í svör- um mínum. Eflaust var framkoma mín annarleg, en ég vissi um ástæðuna, það var sagan, sem ég var búin að bögglast með í huganum í marga daga, — kannski vikur, -— sem átti loksihs að komast á pappírinn í kvöld. Skammdegið nálgaðist og grasið föln- aði á jörðinni. Dýrin leituðu skjóls í lautum og undir hólum. Það fór hrollur um alla kroppana, því sumarið var lið- ið og fyrirgangur vetrarins var í nánd. — Einmitt þessi löngu kvöld, þegar öll náttúran var undirgefin, og sem bless- uð dýrin tóku með lotningu og þolin- mi/íði, — var minn vinnutími. — Loks átti sagan að skrifast. — Þetta litla sögukorn varð að vera til eins og margt annað, sem máske var að einhverju leyti ófullkomið, en kom þó til með að eiga sinn tilverurétt. Menn líta stundum hornauga, það sem ekki fellur manni í geð, en afleið- ingarnar verða aðeins orkutap til eins- kis. Ég brosti mínu brosi, sem enginn heillaðist af, en það tilheyrði mér, ■— og ég dró fram skrifblokkina mína og lét fara sæmiiega um mig. Þá var bankað hægt og hikandi á hurðina mína. Ég hleypti brúnum. Var þetta þá allt næðið? Kannski það yrði ekki einu sinni i kvöld, sem ég gæti lokið við söguna? Hurðin var opnuð hægt og gætilega. — Ó, þessi hægagangur fór í taugarnar á mér. Nærri lá að ég þyti til og kippti upp hurðinni. — En einhver undirgefni greip mig. — Nei, það var bezt að taka öilu með ró. — Ég lagði óskrifuð blöð- in fyrir framan mig. Kannski héldu þau áfram að vera til — óskrifuð? Það ískraði ögn í hurðinni og þarna sá ég. hvar Trína litla í Tótakoti stóð í dyrunum kuldaieit og biá í framan. Hún leit á mig hvarflandi augum, eins og hún héldi ég myndi reka sig út. „Ertu með-skilaboð til mín, Trína?“ „Ekki svó mikið sem eitt orð,“ svar- aði Trína. ,,Mig langaði bara að líta inn til þín, af því þú ert alltaf ein á kvöldin og líka af því þú segir aldrei óþarfa orð þegar þú ert í vinnunni." „Hvað ætli þú vitir um það, Trína. Ekki ert þú í vinnu.“ „Nei, ég er ekki í vinnu, en ég heyri hvað fólk segir. Þær fullyrða að þú heyrir ekki einu sinni hvað sagt er.“ „Nú, segja þær það?“ „Já, þær segja að Þú sért öll i grufli." Mér fór eins og stundum áður, ég 12 FÁLKINN nennti ekki að anza þessu. Hamingjan vissi, að mér var sama hvað fólk sagði. „Annars ætla ég að tala um svolitið við þig,“ sagði Trina feimnislega. Ég rétti henni stórt skammel. sem stóð við rúmið mitt. „Seztu Trína.“ Hún settist niður, lítil og hæversk, og litli likaminn hennar lét fara eins lítið fyrir sér og tök voru á. Með smágerð- um höndunum sléttaði hún bláröndóttu svuntuna sína og lagaði síðan hnútinn á rósótta skýluklútnum. „Ég er í dálitlum vandræðum,'1 sagði hún loks. Eftir öllu látbragði hennar að dæma, fannst mér ég geta ráðið, að hún þættist í miklum vanda stödd. „Hvað amar að þér Trína? Ertu aura- laus?“ Hún roðnaði við. — „Ég er ekki að sníkja,“ sagði hún dauflega. „Ég á ekki við það Trína. Við sem höfum starfskrafta, ættum að geta miðlað þér. Þú ert of lasin.“ Trína horfði á mig sljójum, gulgræn- um augum. „Ég veit þú vilt mér vel,“ sagði hún loks og hélt áfram að virða mig fyrir sér. Óþolinmóð lagði ég blöðin fyrir framan mig. Átti ég að gefa henni aura? „Veiztu hvað kom fyrir mig?“ Ég leit aftur á Trínu. — „Hvernig ætti ég að vita það?“ „Fólkið segir að þú sért gruflari og vitir margt. Ég húgsa líka, að þú vitir þetta.“ — Hún starði á mig, undarlega sljó og biðjandi. „Ég veit ekkert um þig, Trína mín.“ Hún hristi hægt höfuðið og sagði síðan: „Þú veizt ég þvæ alltaf gólfið á „kontórnum" hjá þeim þarna vestur á halanum, og eitt kvöldið þegar ég var að þvo þar, fann ég úttroðið umslag undir skrifborðinu. Ég lagði það ekki upp á borðið, eins og ég var vön að gera ef eitthvað lá á gólfinu hjá þeim. Ég stakk því ofan í bringu mina, án þess að rétta mig upp, og hélt svo áfram að þvo. Þorgeir bókari var inni, en Jóel kaupmaður var nýlega genginn út. Ég húgsaði ekki beinlínis út í það, hvers vegna ég gerði þetta, en kepptist við vinnuna, eins og ég var vön. Ég kom heim á venjulegum tíma og hjálpaði Þuríði að þvo upp frá kvöld- borðinu. Þegar því var lokið fór ég upp í kompuna mína til þess að hótta, þá datt umsJagið á gólfið um leið og ég fór úr kjólnum. Þegar ég tók það upp og bar það upp að ljósinu, sá ég að það var opið í annan endann. Ég leit inn i það og sá mér til mikillar undrunar, að bað var fullt af peningaseðlum. Ég stóð þarna stirð og undrandi SMASAúa EFTIR GUÐLAUGU BENEDIKTSDÓTTUR nokkra stund, en svo kom yíir mig ró og fögnuður. Ég tók seðlana úr umslag- inu og sá að það voru mörg hundruð krónur. Aldrei hafði ég þvílíkt eignast. — En ég hafði varla komið peningun- um aftur í umslagið, er ég hrökk við. Einhver rödd sagði í eyrað á mér: — Ertu nú viss um það Trína, að þú eigir þessa peninga? — Ég hafði ekki tíma til að svara neinu, því samhliða sagði önnur rödd: — Þjófur, — þjófur. Trína er þjófur. Einhver skelfing greip mig. Einhver voði ásótti mig, sem ég hafði aldrei fundið til áður, og ég hugsaði út í það sem presturinn, sem fermdi mig sagði við okkur fermingarsystkinin: — Forð- ist það að setja blett á sál ykkar og samvizku ef þið viljið halda friði og jafnvægi, því ein villan bíður annari'i heim. Þá var mér þetta ekkert trúaratriði, öllu frekar festist það í minni mínu, af því að þessi maður sagði það. Ljúf- mennska hans og velvild heillaði mig, og allt sem hann sagði tók ég þakksam- lega á móti. En einmitt á þessari reynslustund urðu orð hans mér ný og mikils virði. — Ætlaði ég að setja blett á sálina með því að taka þetta, sem ég átti ekki? Hvers vegna kastaði ég ekki umslaginu upp á borðið, eins og öllu öðru, sem fallið hafði á gólfið og ég varð til að leggja á sinn stað aftur? Hver hafði freistað mín og fengið mig til að gera slika fjarstæðu?“ Trína þagnaði við og horfði róleg á mig. Ég þóttist viss um, að hún væri búin áð ákveða, hvað hún ætlaði að gera. „Daginn eftir, þegar ég fór að taka til á skrifstofunni, var ég ennþá með óheilla umslagið í barmi mínum. Ég var rólég, því áform mitt var að skilja það þar éftir. En nú var enginn friður til neins. Þarna sat Þorgeir bókari, breið- ur og brosandi, en Jóel kaupmaður stóð við peningaskápinn, súr á svipinn. „Ég hlýt að hafa stungið því í opinn frakkavasa minn í stað þess að láta það í skjalatöskuna," sagði Jóel. „Ég þóttist vita hvað hann átti við," sagði Trína. Ég kastaði á þá kveðju, eins og ég var vön, og þusaðist svo áfram, án þess að líta á þá. „Ég gekk hérna út Breiðholtið og fór hratt, því það. var éljagarri og hvasst í hryðjum," sagði Jóel. „Og ef það hefur verið i vasanum, sem ekki var einu sinni heill, þá gat það viljað til, að það hefði tapast þannig. Annars er þetta ólíkt mér, ég er alltaf vanur að nota Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.