Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 14
Vami afrek stærdfrædi í fangfeisi „HANN reií ai sér neglurnar og not- aði þser til að tetkna og skrifa á gólf og veggi fangaklefans. Þegar hann reiknaði notaði hann naglabrotin sem stofna. Það var eina leið hans til að sleppa burt úr þessum auma heimi — frá fúkyrðum, frá niðurbældum angistarópum samfanga sinna í pynd- ingarklefanum . . Þessi lýsing er æpandi mótsögn við urnhverfið, þar sem ég er niðurkominn — dýrindis húsgögn, ósvikin teppi, sem giltra í austurlenzkum litum. Allur veggur stofunnar er úr spegilsléttu gleri frá gólfi til lofts, þannig að útsýni er óhindrað yfir svo ævintýralegt lands- lag, að shkt gæti varla hugsast nema á trreiðtjaldi í kvikmyndahúsi, þar sem verið væri að sýna þrívíddarmynd. Við mér blasir Zúrich-vatn, umgirt stór- borg', en ljósin tindra og blika upp eftir fjallsbrúnunum. „Þessi maður kenndi mér að reikna. Já, og það. sem meira er. Ég á honum á vissan hátt að þakka menntun mína, — frama minn!“ Ég er staddur i embættishúsi lög- reglustjórans í Zúrich. Sá, sem hefur orðið, er myndarlegur ungur maður, efnilegur lögfræðingur, sonur lögreglu- stjórans. Og frásögn hans er heiðarleg og sannfærandi. Aðeins opinskár svip- ur hans lýsir því. Hún fjallar um Jacow Trachtenberg, þýzk-rússneskan verkfræðing, sem eftir hræðileg örlög flóttamannsins í tveimur heimsstyrjöld- um kenndi helmingnum af svissnesku þjóðinni að reikna og gerði hundruð verkfræðinga, húsmæðra, bankamanna og verzlunarmanna að lifandi reiknivél- um! Ævi Trachtenbergs var björt í byrjun. Hann var sonur efnaðra for- eldra í Odessa, þar sem hann fædd- ist árið 1888. Hann var duglegur í skólanum, alltaf dáður af félögum sin- um fyrir skjóta hugsun og ýmis uppá- tæki, sem síður en svo vöktu alltaf athygli kennara hans. Þegar að loknu stúdentsprófi, 17 ára að aldri, hafði hann setti sér takmark í lífinu. Hann ætlaði að verða jarðfræðingur. Vegna ágætrar dómgreindar og skarps skiln- ings síns tók hann þessa ákvörðun sannfærður um að unnt væri að nýta rússnesku námurnar á allt annan hátt. Þeir skyldu bara bíða. þangað til hann væri orðinn námuverkfræðingur — þá skyldi hann endurbæta það allt saman! Stúdentspróf hans með ágætiseink- unn opnaði honum dyr hins fræga „Námaskóla" í St. Pétursborg, — borg- inni, sem nú heitir Leningrad. Þremur og hálfu ári síðar brautskráðist hann sem verkfræðingur — venjulegur náms- tími var 6—7 ár! Nú átti hinn 21 árs gamli námshestur aðeins eftir eitt ár í starfi, áður en menntun hans væi'i lokið. Yfirleitt lá leiðin til hinna miklu iðnaðar- og námuhéraða suður af Kief. En Trachenberg fékk boð frá rektor verkfræðiháskólans um að fara ekki. Menn vildu gjarna að hann eyddi starfs- árinu í St. Pétursborg. Trachtenberg skildi hvorki upp né niður í þessum boðum — honum virtist það allt vera grunsamlegt. Samið var um annað stefnumót á skrifstofu rektors. Og í það skipti var rektor ekki einn — verk- fræðingurinn ungi stóð augliti til aug- litis við tvo liðsforingja í einkennis- búningum hins keisaralega flota. Ör- lögin léku með hann í fyrsta sinn. Hefði Jacow Trachtenberg nokkuð á móti þvi, að gegna þjónustu í Obuschof- skipasmíðastöðinni? Að hika kom ekki til greina. Rússneski flotinn var stolt keisarans — það átti að stækka skipa- smíðastöðvar flotans. Það átti að smíða og búa fallbyssum herskip í tugatali. Það vantaði stærðfræðinga og reikni- snillinga. Vitað var, að hinn ungi Trachtenberg hafði sýnt óvenjulega stærðfræðihæfileika. Og auk þess mundi hann vegna námaverkfræði- menntunar sinnar búa yfir þekkingu á málmsteypu, járni og stáli . . . Eftir eitt ár var hann orðinn yfirverk- fræðingur skipasmíðastöðvarinnar. 23—■ 24 ára ungmenni, sem hafði stjórn 11 þúsund manna á hendi! Tveimur árum síðar hófst heimsstyrjöldin. Hervæðing- unni var fjarri því að verða lokið, her- skipasmíðarnar stöðvuðust að nokkru leyti. Starfsemi ríkisins var lömuð, aðeins svik og spilling döfnuðu vel. Niðursuðuverksmiðjurnar skiluðu há- marksafköstum og sendu dósamat í tonnatali til vígstöðvanna í Lithauen og Póllandi. En þegar hermennirnir opnuðu dósirnar, voru þær fullar af grasi og smásteinum. Sárabindaböggl- arnir voru fylltir af dagblöðum; heil- brigðisþjónustan var einungis til sem hugtak í hinum keisaralegu tilskip- unum. Trachenberg vildi ekki sitja atvinnu- laus í yfirgefinni skipasmíðastöðinni. Alveg ósjálfrátt tókst honum að smala stúdentum St. Pétursborgar saman sem sjálfboðum í heilbrigðisþjónustu, sem hann hafði komið á fót árið 1917 sem framlagi þjóðarinnar á móti Alþjóða- Rauða-Kross-hjálpinni. Aftur á móti Hér sjáið þið hvernig hægt er að margfalda með 11. Hvaða barn sem er getur gert svo án þess að hafa lært margföldunartöfluna. Það eina sem þarf að gera, er að leggja saman. Við skulum fyrst velja lítið og auð- velt dæmi: 3422 X U 37642 Þið sjáið strax að .. ^ru engir útreikningar, en einmitt það er ein- kennið á reikningsreglum Trachten- bergs. En hvernig komumst við þá að úfknmunni: Siðustu tölur í tölu þeirri sem margfalda skal, ritum við óbreytta. Þess vegna fáuni við . . 2 Síðan leggjum við saman næstu töl- ur þ. e. tvær og tvær saman. Við byrjum á því að leggja síðustu töluna við þá næstsíðustu. eða 2 og 2. Við fáum því út ............. 4 Og næstu tvær: 4 og 2........ 6 Og næstu tvær: 3 og 4........ 7 Fremstu töluna skrifum við óbreytta ................................ 3 Auðvelt var þetta dæmi en við skul- um taka annað. "3 X H 3 Hvernig fáum við þetta út? Jú, við förum nákvæmlega eins að og áðan og skrifum síðustu töluna óbreytta. Síðan leggjum við saman 6 og 3 og skrifum 9. Síðan leggjum við saman 8 og 6. Þá vandast málið. Útkoman verður 14. En hér er aðeins um að ræða venjulega samlagningu. Við skrifum því töluna 4 og geym um cinn, sem við síðan leggjum við fremstu töluna óbreytta. Þá fáum við 9. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.