Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 15
I fangabúðum nazista sat rússneslcur stærðfræðingur, Jacow Trachtenberg að nafni. Hann fann upp nýtt reikniskerfi og risti það á gólf fangelsisklefa síns. Þetta kerfi gerir okkur kleift að reikna eins og fullkomnusíu reiknivélar. hafði hann ekki áhuga á stjórnmálum. Hann herskipasmiðurinn, gerði sér brátt ljóst, að hann fyrirleit ofbeldi. Hann var sannfærður friðarsinni. Vopnahléið varð honum léttir, og þegar bolsévikar lýstu yfir því, að Obuschof-skipasmiðastöðinni yrði breytt í dráttarvélaverksmiðju fyrir landbún- aðinn, hafði hann samúð með þeirri hugmynd. NOKKRUM dögum síðar — á ísköldu febrúarkvöldi — heyrði hann umgang úti á tröppum hússins, þar sem hann bjó, ásamt tveimur öðrum forystumönn- um skipasmíðastöðvarinnar. Hann hafði ekki viljað trúa hryðjuverkum bolsévik- anna. Gæti það samt verið satt? Hann átti íbúð á 1. hæð, en hafði brugðið sér upp á háaloft, þar sem hann hai'ði komið fyrir safni tímarita og sérprent- ana. Hann læddist fram að hurðinni og lagði við hlustir, nógu snemma til að heyra, að útidyrunum var sparkað upp á gátt. Hrjúfar raddir tilkynntu, þrátt fyrir mótmæli og angistaróp konu nokkurrar, að þeir skyldu brjótast inn á 2. hæð hjá nánasta samstarfsmanni hans. Hann var hræddur. Hann gat ekki flúið. Það var aðeins einn breiður stigi. Hann slökkti ljósið eftir að hafa séð sér út nokkra stóra stafla af lausum blöð- um. Hann skreiddist á bak við þá og ýtti við þeim, svo að þeir hrundu yfir hann. Það eina, sem hann hafði áhyggj- ur af, var hvort þeir hyldu hann alveg. Þá heyrðust hrópin aftur, þungt fóta- tak margra manna upp stigann á loft- ið... í sömu andrá kom honum í hug, að hann hafði gleymt að iæsa dyrunum. Áköf barsmíð á dyrnar, tekið í hurð- ina, sem opnaðist strax. Ljósker kast- aði birtu yfir bókaskápana. „Enginn hér — hefði verið læst!“ Dyrnar voru skildar eftir opnar, meðan fótatakið fjarlægðist niður stigann. Athugunar- leysi Trachtenbergs hafði borgið lífi hans. Nú leið yfir hann vegna hræðsl- unnar, þungans af bókunum og skorts á lofti. Þegar hann komst til meðvit- undar, gat hann greint örvæntingaróp handan úr steypudeild skipasmíðastöðv- arinnar. Síðan varð allt kyrrt. Trachtenberg tókst ekki að sleppa burt fyrr en að kvöldi næsta dags. Hann naut hjálpar vina og dulbúinn sem bóndi ferðaðist hann að nætur- lagi en faldi sig á daginn. unz hann komst yfir landamæri Þýzkalands sunnudag einn í júní 1919. Berlín minnti hann á St. Pétursborg, þessar glæsilegu breiðgötur og loftslagið — sumarhiti og nístandi vetrarkuldi skipt- ust á. Hérna eignaðist hann heimili — afar lítið herbergi hjá rússneskum útflytjendum. Hann átti ekki neitt til að lifa á, og hann varð fyrst að læra þýzka tungu. Þessu einbeitti hann sér að; hann nam þýzku að nokkru leyti eftir aðferðum, sem hann hafði sjálfur fundið upp. Árangurinn var furðulegur. Eftir tæpt ár talaði hann þýzku eins og innfæddur'. En það, sem furðulegra var: hann gekk á fund útgefanda eins í Berlín með handrit að þýzk-rússneskri kennslu- bók — „hraðvirk aðferð til að læra rússnesku." Bókin var gefin út, var vel tekið og varð með árunum upp- hafið að heilum bókaflokki í „Trachten- berg-kerfinu“, þar sem aðferðin var notuð við önnur erlend tungumál. Enn þann dag í dag eru þær lesnar í skól- um í Þýzkalandi og Sviss, og kennslu- bók Trachtenbergs í rússnesku er talin vera sú bezta, sem skrifuð hefur verið. Jafnframt kom hin mikla þekking unga mannsins á rússneskum iðnaðar- málum að góðum notum. Eftir fáein ár var hann orðinn einn af þekktustu sér- fræðingum Evrópu um rússnesk mal- efni — sem reyndist því nauðsynlegra sem landamæri Rússlands lokuðust þéttar og þéttar. Að lokum gafst Jacow Trachtenberg tími til að sinna sínu gamla starfi. Hann var ráðinn verk- fræðingur hjá hinu fræga raftækjafyrir- tæki Siemens.. Þar fékkst hann við athuganir á fjölmörgum uppfinningum, meðal annars var hann önnum kafinn við eina af sínum eigin reiknivélum. Loksins fékk hann líka tíma til að gifta sig. Hans útvalda var ung söngkona, Alice Bredow, tilbeðin af helmingi rússneskra útflyjenda. Faðir hennar var gyðingur; hafði verið rússneskur hirð- málari en féll í ónáð hjá keisaranum. Alice og Jacow Trachtenberg urðu á margan hátt leiðtogar rússneskra gyð- inga, sem flúðu frá rauða Rússlandi, og leituðu ásjár þeirra. Einnig, þegar nýstofnaður flokkur, sem kallaði sig Þjóðernisjafnaðarmenn, skaut upp koll- inum, og foringi hans, atvinnulaus mál- arasveinn, Adolf Hitler, byrjaði að út- hrópa gyðinga sem seka um alla ógæfu heimsins. Framh. á bls. 36. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.