Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 16

Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 16
Útlit fyrir storm á norðurlandi .... sagði röddin í útvarpinu. — Hm! Það hefur sannarlega tekið þá tíma að uppgötva það, tautaði ég fýldur. Ég tautaði þetta við sjálfan mig, það var ekki við annan að ræða. Lítið þorp eins og Ipsfield hafði ekki efni á að borga fleirum en einum lögreglu- þjóni kaup. Ég slökkti á útvarpinu og gekk út að glugganum á litlu skrifstofunni minni, sem var lögreglustöð Ipsfields- þorps. Útlit fyrir storm, ekki nema það þó. Hann var þegar skollinn á. Lág ský- in þutu um himinhvolfið. Það brakaði og brast í trjánum og stóru járnhliðin við afleggjarann skullu þunglega mót steinsteyptu stólpunum. Ég stóð einmitt og velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara og loka þeim betur, þegar ég sá manninn. Hann var frakkalaus. Hann kom hlaupandi eftir regnvotum veginum, gegnum hliðið og beint að skrifstofu minni. Andartaki síðar reif hann hurðina upp á gátt, staðnæmdist á þröskuldinum og litaðist óstyrkur um. — Lokið hurðinni, maður, hrópaði ég reiðilega, þegar snörp vindhviða hreif með sér nokkur af skjölunum min- um og þeytti þeim um herbergið. Hann virtist ekki heyra það sem ég sagði, en stormurinn var svo vingjarnlegur að sjá um að boði mínu væri hlýtt, dyrnar hversu oit hinar kjánalegu auglýsingar herra Browns í sjónvarpinu höfðu gert mér gramt í geði. Þetta var næstum eins og réttlæti örlaganna...... — Ég gat ekki þolað hann, sagði mað- urinn áherzlulaust. — Hann gat aldrei séð mig í friði, hann var sífellt að erta mig. Ég kinkaði skilningsríkur kolli. — Ég gat ekkert gert að því, það — það skeði bara. Ég tók andann á lofti. — Eigið þér við — eigið þér við, að þér hafið myrt hann? Hann kinkaði kolli. — Já, ég drap hann. Það var ekki um annað að ræða...... Hann baðaði út höndunum á áhrifa- mikinn hátt. — Nei, auðvitað ekki, tautaði ég agn- dofa. Það var eins og litla skrifstofan mín hringsnérist. Ég starði orðlaus á hinn ferðaklædda mann með yfirvara- skeggið og litlu, hlægilegu alpahúfuna, sem sat þarna á stólnum fyrir framan mig og afsakaði morð með því, að „það hafði ekki verið um annað að ræða“. — En af hverju eruð þér hér í Ips- field? Ég hef ekki séð yður áður . . . . sagði ég dálítið tortrygginn. Mér fannst þetta allt heldur fjarstæðukennt. — Nei, svaraði maðurinn. — Ég kom hingað í fyrsta skipti fyrir viku. Ég bý við Álmgötu. urtók Peters skilningslaus. — En ég á engan bíl. Herra Brown varð fyrir strætisvagni. — Nú, og þér aðstoðuð hann rækilega við það, eða hvað? — Ég? Hann leit óttasleginn á mig. Nei, ég sat inni í skrifstofunni við vinnu mína. — Þér sátuð........Ég hristi örvænt- ingarfullur höfuðið. Þetta var allt saman óskiljanlegt — verra en mar- tröð. — Heylið þér nú, maður minn, eruð þér snarvitlaus, eða eruð þér að- eins að leika á mig? — Nei, hann horfði hræðslulega í kringum sig. — Nei, — alls ekki. Hann varð í raun og veru undir stórum strætisvagni. Þér getið sjálfur lesið um það í blöðunum. — Og þér voruð sjálfir á skrifstof- unni? Ágætt, en hvað um morðið, spurði ég gramur og skellti aftur gerða- bókinni. — Mig dreymdi morðið, sagði Peters áherzlulaust og horfði beint fram fyrir sig. — Nóttina áður hafði mig dreymt, aíS Brown yrði fyrir strætisvagni og biði bana. En þér trúið mér þó, er það ekki, sagði hann allt í einu og leitt biðjandi á mig. Óttaslegið, biðjandi augnaráð, svo mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Það hvein í storminum og þungu járn- hliðin skullu með tilbreytingarlausri SMÁSAGA EFTIR HAIMS MASTER skullu aftur. — Hvers óskið þér, spurði ég hinn óvænta gest minn. — Ég .... hann dró djúpt andann. Ég kem hingað vegna morðs. — Ha .... Hvað segið '’þér, sagði ég undrandi og lét fallast í skrifborðsstól- inn. í Ipsfield er yfirleitt ekki um stærri glæpi að ræða en fáeina smá- þjófnaði á ári, og svo auðvitað umferð- arslys. Jú, einu sinni kom það fyrir að hænsnum var stolið — en það var áður ég varð lögregluþjónn, það var flæk- ingsgrey, sem átti sök á þeim þjófnaði. En morð....... — Hver hefur verið myrtur? í guð- anna bænum segið eitthvað.......... Maðurinn settist á tréstól og horfði tómlega á mig. Regnið perlaði af and- liti hans — og nokkrir dropanna end- uðu för sína í yfirskegginu. — Yfirmaður minn, sagði liann. — Herra G. C. Brown frá Brownsjón- varpsfyrirtækinu í Chicago. — Aha, sagði ég og hugsaði um — Ágætt, tautaði ég og dró fram stóra gerðabók. Það er reynsla mín, að stór gerðabók örvi sjálfsöryggið ákaf- lega. Og á þessu andartaki var ég satt að segja allt annað en sjálfsöruggur. — Hvað er nafnið? Hann hét George Peters, um fertugt, ógiftur, hafði aldrei áður komizt í kast við lögin — og hafði engin sérstök ein- kenni, hvorki ör eða neitt þvílíkt. — Hvernig bar dauða herra Browns að, spurði ég. — Það var umferðarslys, svaraði Peters. — Hann var að koma af skrif- stofunni, og á leiðinni yfir götuna... — Hm, tautaði ég, — dimm gata, og bifreið, sem eykur hraðann í stað þess að bremsa....... — Nei mótmælti hann og hristi höf- uðið. — Þetta var um miðjan dag, á að- algötu. — En hvernig fóruð þér þá að því að sleppa, spurði ég undrandi. — Tók enginn eftir númerinu á bílnum yðar? — Númerinu á bílnum mínum, end- hrynjandi mót steinstólpunum. — Þér verðið að trúa mér, sagði hann aftur, bænarrómi. Ósjálfrátt þreifaði ég eftir byssunni í skrifborðsskúffunni. Ég uppgötvaði að ég hafði skilið hana eftir í beltinu, og beltið hékk á veggnum, bak við stólinn, sem Peters sat á. — Já, já — auðvitað trúi ég yður, svaraði ég og starði á byssuna á bak við Peters. — Ó — Guði sé lof, andvarpaði hann og það var sem þungu fargi væri létt af honum. — Ég veit alls ekki hvað ég hefði gert, ef þér hefðuð ekki trúað mér. Hann hallaði sér aftur í stólnum með ánægjubros á vörunum. Hann hlaut að vera brjálaður — snar, þreifandi brjálaður. — Segið mér hvenær yður dreymdi um dauða hans, sagði ég fljótmreltur. Ég varð að halda uppi samræðum við hann, hugsaði ég taugaóstyrkur. Hann má ekki uppgötva, að byssan hangir 16 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.