Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 17
beint fyrir aftan olnbogann á honum. — Þessir draumar eru hræðilegir, sagði hann eymdarlega. — Ég er viss um að þeir eru verk djöfulsins — ætl- aðir þeim,'~sem hann hefur sérstaka ánægju af að pína. — Alveg áreiðanlega, svaraði ég og kinkaði ákaft kolli. Þegar geðveikur maður situr við hliðina á byssunni minni, segi ég „alveg áreiðanlega“ við hverju sem er. — Þetta byrjaði, þegar ég var strák- ur, sagði hann rólega. — Bróðir minn hafði ert mig og lamið mig. Um nóttina dreymdi mig, að hann fótbryti sig. Næsta dag datt hann úr rólunni og hlaut slæmt fótbrot. Peters leit sigri hrós- andi á mig. Næst var það nágranni okkar, sem alltaf sigaði stóra hundinum sínum á mig þegar ég var að krækja mér í epli í garðinum hans. Mig dreymdi, að hann yrði fyrir slysi, umferðarslysi. ---- Og það varð. Hann kinkaði kolli: — Já, hann lá næstum því hálft ár í sjúkrahúsi. Svo var það kennarinn, sem lét mig sitja eftir. Hann datt og hálsbrotnaði. — Eftir að yður hafði dreymt fyrir því? — Auðvitað. Mig dreymdi, að hann dytti úr stiga heima hjá sér, þegar hann væri að hengja upp gluggatjöld. Hræði- legt, finnst yður ekki? Hann skellihló — hræðilegum, holum hlátri, sem komu hárinu á höfði mér til að rísa og mér hljóp kalt vatn milli skinns og hörunds. Maðurinn var geð- veikur, um það var ekki lengur hægt að efast. Hann hafði áreiðanlega strok- ið af geðveikrasjúkrahúsi í nágranna- héraðinu, og leitað sér skjóls vegna stormsins. — Mig langaði alls ekki til að dreyma frarnar, sagði Peters. Rödd hans var þreytuleg og aum, eins og í barni. — Það er alveg satt. Eftir að þetta kom fyrir með kennarann varð ég hræddur við drauma. Og það leið líka langur tími — mjög langur tími. Ég var næst- um þvi búinn að gleyma, að mig hefði nokkurn tíma dreymt á þennan hátt. í þrjátíu ár dreymdi mig aldrei neitt slíkt, ekki í eitt einasta skipti. En Brown var aiar andstyggilegur við mig — og svo dreymdi mig, alveg ósjálf- l’átt.... F' -> lyfti hjálparvana höndunum. ; gat ekkert gert að því, sagði harm ajtur. — Og daginn eftir rættist draumurinn fullkomlega — Brown gekk út á götuna án þess að gæta að sér — og svo kom strætisvagninn......... Hann byrgði andlitið í höndum sér og axlir hans kipptust til eins og hann gréti. Eg velti því fyrir mér hvort ég ætti að stökkva á fætur og þrífa byssuna: .... En áður en ég með ístruna mína náði að skjótast fram hjá skrifborðinu, þá — nei, ég varð víst að beita öðrum brögðum. — Já, en það er þó alltaf bót í máli, að þér skuluð hafa samvizkubit vegna drauma yðar, sagði ég föðurlega, um leið og ég reyndi að ýta stólnum mínum varlega aftur á bak. — En þér þurfið alls ekki að hafa svona miklar áhyggj- ur. Það er áreiðanlega tóm tilviljun, að yður skuli hafa dreymt íyrir þessum atburðum. Enginn dómstóll í heiminum myndi dæma yður fyrir það. — Jú, sagði hann þreytulega, og tin- aði með höfðinu. — Ég verð dæmdur og tekinn af lífi. — Vitleysa, sagði ég, og ýtti stóln- um lengra aftur á bak. — Það eru jú engar sannanir fyrir að draumar yð- ar...... — Já, en ég veit það, sagði hann þrjózkulega. — Ég veit það, og það er þess vegna, sem ég leita til yðar. Það er ekki um annað að ræða. í nótt dreymdi mig, að ég væri hálshöggvinn......... Hann rétti ósjálfrátt úr sér, og varir hans titruðu. — Ég sá aftökupallinn, fallöxin þaut niður — ég fann hið hryllilega högg .... Hann greip um hálsinn og stundi. — Ég finn enn þá fyrir því — ég finn það enn þá. .... — Ég sat á stólkantinum, svo ég gæti stokkið á fætur strax og tækifæri byð- ist. — Já, en þarna haíið þér einmitt sönnun fyrir, að draumar yðar hafa enga þýðingu, sagði ég uppörvandi. — Þeir hafa bara verið óþægilegar tilvilj- anir, ekkert annað. í þessu ríki höfum við enga fallöxi, skal ég segja yður. Svo að yður hlýtur að skiljast, að þér verðið aldrei hálshöggvinn. Við notum gasklefa til að fullnægja dauðadómum. — Er það satt? Hann reis til hálfs úr stólnum og starði tortryggnislegs á mig. Enni hans var vott af svita. — Já — ég gef yður mitt æruorð upp á það, svaraði ég hátíðlega. — Sem sagt, nú hættið þér þessum fáranlegu hugsunum — er það ekki? Þér skuluð ekki hugsa meira urn þetta. — Engin fallöxi, tautaði hann og Framhald á næstu síðu. 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.