Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 23

Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 23
bfiiani! hjúkrunarkonuniiar Framhaídssap eftir Eva Pefers — petta er hræðilega átakanlegt. Ég nef reyndar ekki lesið þetta allt ennþá, en það er um að ræða litlu stúlkuna, sem lenti í bílslysinu og sem liggur hér á sjúkrahúsinu. Það er heilmikið skrif- að um sjúkrahúsið okkar, ef þér viljið lesa það . . Ósjálfrátt leitaði hún að smámynt í vasa sínum og keypti bæði blöðin. Allt hringsnerist í höfðinu á henni og hún óttaðist að hún félli í yfirlið. Hún stakk blöðunum undir hendina, sneri sér snöggt við og gekk aftur til herbergis síns og skeytti því engu þótt maðurinn kallaði á eftir henni og segði, að hún hefði gleymt að taka til baka. Tökubarnið frá Vrá . . . tökubarnið frá Vrá. Orðin bergmáluðu í hug henn- ar. .. Hún varð að komast strax upp á herbergið sitt og læsa hurðinni á eftir sér. Hún hljóp eins og hrætt dýr upp stigann, reif dyrnar upp á gátt, skellti þeim aftur og sneri lyklinum. Hún kastaði blöðunum frá sér og fleygði kápunni af sér. Fyrirsagnir blaðanna blöstu við henni á gólfinu. Hún þorði ekki að lesa fréttirnar, en varð að gera það. Hún kraup á kné og las skjálfandi forsíðuna á öðru blaðinu. Hún fletti því síðan og leitaði að framhaldinu og las það. Hún greip hitt blaðið, og vonaði að þessi hræðilega frétt væri borin þar til baka, en það var enga miskunn að fá. Þar var sögð sama sagan. Hún gat ekki fengið af sér að lesa meir en for- málann á fyrstu síðu: „Stúlkan sem komst lífs af úr hinu óhugnanlega bílslysi fyrir nokkru, hin fimm ára gamla Monika Malm, er fórnardýr óvenjulega átakanlegra ör- laga. Þetta er í annað skiptið á sínum stutta lífsferli sem hún stendur uppi algerlega munaðarlaus. Hinn 23. apríl fyrir fimm árum síðan fannst Monika litla sem ungbarn liggjandi fyrir utan barnaheimilið í Vrá, ein og yfirgefin. Orlög þessa munaðarleysingja vöktu á sínum tíma mikla athygli og samúð allra. Barnið var nýfætt og vafið inn i rósótt teppi. Við teppið var festur miði með öryggisnælu og á miðann var skrifað með prentstöfum: VERIÐ GÓÐ VIÐ HANA! Móðirin fannst aldrei þrótl fyrir mikla leit og af hinum geysimikla fjölda foreldra sem óskuðu eftir að fá barnið gefins, voru valin hjónin Malm. Þau fórust bæði eins og kunnugt er í áðurnefndu bílslysi." Fingur hennar voru ískaldir. Hendur hennar skulfu svo, að hún gat næstum ekki brotið blaðið saman. Með miklum erfiðismunum stóð hún á fætur. Hún stóð andartak grafkyrr og leit í kring- um sig í herberginu, eins og hún hefði aldrei komið þangað fyrr. Hinir vel- þekktu hlutir umhverfis hana voru allt í einu orðnir framandi og höfðu enga þýðingu fyrir hana. Loks gekk hún að kommóðunni. Hún dró út neðstu skúffuna og fálmaði með höndunum undir klæði, sem þarna voru. Á botninum fann hún það sem hún leitaði að: pakka með gulnuðum blaðaúrklippum festar saman með bréfaklemmu. Hún tók þær fram hverja á fætur annarri og breiddi úr þeim fyrir framan sig á gólfinu. Allar sögðu þær sömu söguna, söguna um litla barnið, sem vornótt eina var skilið eftir á steintröppunum. Það var móðirin sjálf sem skildi það eftir. Hún hafði ekki fundið aðra leið betri í vand- ræðum sínum. Ef til vill var hún ekki betur skini skroppin. Hún starði á úrklippurnar, braut þær síðan saman og stakk þeim aftur undir klæðin í neðstu skúffunni. Rósótta teppið hafði verið spánnýtt, en samt hafði þeim ekki tekizt að finna verzlunina, þar sem hún keypti það ásamt hinum fátæklegu klæðum, sem barnið var í. Það hafði verið mörgum mánuðum áður, þegar hún hafði mjög óljósar hugmyndir um, hvað hún ætti að gera við barnið. Fötin höfðu legið í botninum á gamla slitna koffortinu, undir rúminu í litla stúlknaherberginu. Bærinn sem hún hafði flúið til var nægilega stór til þess að hún gat leynzt þar án nokkurra erfiðleika, og hún var ekki komin það langt á leið, að á henni sæist. Enginn hafði haft minnsta grun um leyndarmál hennar. Það var þegar seint um haustið, að hún fann kofann. Hún hafði notað frí- tíma sína til þess að leita að honum. Henni var vel Ijóst, að tíminn leið og hún varð að hverfa áður en nokkur færi að taka eftir, að hún ætti von á barni. Skógurinn hafði verið fullur af sveppum þetta haust og áætlunarbill- inn hafði borið hana langt frá bænum. Hún hafði sagzt ætla að tína sveppi í skóginum. Kofinn stóð við lítinn og næstum gróinn skógarstíg. Það var aðeins eitt stórt herbergi í honum með ofni, rúmi, borðræskni og tveimur stólum. En hann var vel og rammlega byggður og líkleg- ur til að þola af vetrarveðrin. Auk þess var þarna nægilegur eldiviður til vetr- arins og brunnurinn var rétt hjá. Hún spurðist fyrir um kofann og fékk að vita, að gömul hjón ættu hann. Jú, það reynist rétt, þau áttu kofann eða öllu heldur sonur þeirra, sem gegndi herþjónustu um þessar mundir. Þau héldu ekki, að hann hefði neitt á móti því; að þau ic.gou _____ veturmn. En verður ekki svo óttalega einmana- legt þarna í skóginum fyrir unga stúlku, hafði gamli maðurinn spurt og virt hana fyrir sér með athygli. Hún skýldi sér að baki lygasögu, sem hún hafði búið til, og hljóðaði á þá leið, að hún ætti foreldra í bænum og þau væru að leita sér að hentugum stað sem þau gætu dvalizt í yfir helgar og á jólunum og sér fyndist kofinn hinn hentugasti til slíkra nota. Maðurinn nefndi upp- hæð, sem gerði það að verkum, að hjarta Christelar sló ákaft. En það gat bjargast . . . Hún hafði sparað allt sem hún vann sér inn. Ef hún lifði spart átti hún að geta dregið fram lífið þessa einmanalegu mánuði. Hún leit á gömlu hjónin sem höfðu gleypt við lygasögu hennar án Þess að gruna hið minnsta. Þau voru oi'ðin of gömul til að vera forvitin. Nokkrum vikum síðar sagði hún upp stöðu sinni og kvaðst hafa fengið at- vinnu í öðrum bæ. Síðan keypti hún sér matvælabirgðir sem endast áttu allan tímann og flutti í kofann. Hún sá þetta allt fyrir sér núna eins og það hefði gerzt í gær og henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Lam- andi einangrunin og kyrrðin, sem hafði gert það að verkum, að hún átti langar viðræður við sjálfa sig til þess að heyra þó að minnsta kosti sína eigin rödd. Hún óttaðist stöðugt að upp kæmist um tiltæki hennar og bar kvíðboga fyrir framtíðinni. Ótti hennar óx stöðugt og vissan um að hún varð að bjarga sér ein, án hjálpar og trausts nokkurrar manneskju ge^ð' hermi lífið nær óbæri- legt. Og að lokum, þegar stundin var kom- in: Angist hennar hafði verið svo mikil og einmanaleikinn svo takmarkalaus, að hún hafði vart skynjað hinn líkamlega sársauka. Hún mundi aldrei gleyma hin- um æðisgengnu augnablikum, þegar barnið fæddist. Hún skildi það varla eftir á, hvernig hún hafði farið að því að hnýta naflastrenginn og slita hann sundur! Og hvernig hún, þegar allt var yfirstaðið, hafði legið með barnið við hlið sér, skynjað nærveru þess og fund- ið, að nú var hún ekki lengur ein, held- ur hafði lifandi veru til þess að verma og hugsa um. Hún hafði hvílt sig í nokkra daga, áður en hún tók barnið með sér og yfirgaf kofann. Hún hafði gengið eftir kræklóttum skógarstígnum og komið niður á þjóðveginn langt í burtu. Stræt- isvagn hafði tekið hana upp í og flutt hana til stöðvarbæjarins. Enginn hafði veitt eftirtekt hinni fölu, ungu móður Frh. á bls. 39 23 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.