Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 24
til að hugsun kæmist að. Þegar gest- irnir fóru að lokum, var Thanos of þreyttur og drukkinn til að mótmæla, þegar ég skellti hurðinni á hann. Nóttin var næstum liðin áður en hún byrjaði. Hin langa bið var byrjuð að taka á taugarnar. Hvenær sem ég lokaði aug- unum, sá ég eitthvað hræðilegt — slys, sjávarháska, vitfirringinn koma út úr skápnum mínum, eða jafnvel einhverja gamla martröð bernskuáranna, sem ekki hafði ásótt mig árum saman. Ég varð hrædd við svefn og barðist við hann, þangað til allt líf mitt var orðið eins og hertur strehgur, sem gat brostið við minnstu snertingu. Og svo kom hann. Ég var á ströndinni og bylti mér eirð- arlaus á hliðarnar til að reyna að halda mér vakandi. Dagurinn var skýjaður og sjórinn var úfinn og öskrið í brotsjó- unum hlýtur að hafa deyft hljóðið í hraðbátnum. Ég heyrði aldrei neitt. Skyndilega féll skuggi á lokuð augu mín. Ég opnaði þau lítillega, gröm yfir trufluninni á sundurlausum hugsunum mínum, og sá Alexis. Hann stóð yfir mér, ljósklæddur, and- lit hans var dökkt og svipbrigðalaust með sólina að baki. Hann horfði niður á mig. Mikil ró kom yfir mig. Hinir málugu stormar, sem höfðu ætt um sál mína síðan við skildum, hljóðnuðu skyndi- lega. Jafnvel hljóð sjávarins virtist dvína. Ég leit á hann með þöglum friði konunnar til fjarlægs ákvörðunarstaðar. Hann leit svo kunnuglega út, svo mikill hluti sjálfrar mín, að þetta var að lok- um fullkomnun. Bros mitt var fremur bros ánægju en kveðju. „Ég elska þig,“ sagði ég að lokum til að draga hann nær. Hann hélt áfram að vera óhreyfan- legur. Ég gat ekki séð andlit hans greinilega, og ég bar hendur fyrir augu. Augu hans voru dimm og full undar- legrar einbeitni og andlit hans var eins og gríma. Ég lokaði augunum augna- blik og velti því fyrir mér, hvort þetta væri draumur. Þegar ég leit upp aftur var hann þarna enn, ennþá kuldalegur og fjarlægur. Eitthvað kalt skreið inn í mig og liðaðist inni í mér. „Alexis?“ „Hvers vegna knúðirðu mig til að koma hingað?“ Þetta var rödd hans, og ég þekkti hana svo vel með öllum henn- ar breytingum og tóntegundum. En orð- in voru svo ósennileg, að ég greip and- ann á lofti og beið. Það hlaut að koma meira. eitthvað, sem myndi gera fund okkar að því, sem honum var ætlað að verða — mikil fagnaðarbrenna ástar- innar. Hann beygði sig niður og hvíldi á fótunum með þokka dansarans. Andlit hans kom nær, og það var ekki hægt að misskilja innilega óvináttu í augum hans og í munnsvipnum. „Hvernig hefurðu skipulagt það?“ hvæsti hann. „Hve lengi í rúmi föður míns? Hversu lengi í mínu rúmi?“ Mig langaði til að stökkva á fætur og draga hann til mín, kyrkja þessi hatursfullu orð í snöru ástríðunnar. En ég gat ekki hreyft mig. Hann beygði höfuð sitt enn nær og sagði mjög greini- lega og án þess að hækka röddina: „Ég hef viðbjóð á þér.“ Og hann stóð á fætur og var farinn- Ég lá lengi kyrr, enn þá ekki full- komlega viss um, hvað hafði skeð. Kannski hafði ég misskilið sérhvert orð. Kannski var mig að dreyma. En það var ekki hægt að flýja það — hljóð sjávai’ins heyrðist aftur og miskunnar- laust skin sólarinnar, og þegar skiln- ingurinn kom loks yfir mig, var fyrsta hugsunin: Ég er gömul. Ég er gömul kona. Fingur mínir þreifuðu á andlit- inu og leituðu að Ijótleikanum og drátt- um og földu smán þess fyrir veröldinni, Og svo varð ég mjög óttaslegin, óttinn kom yfir mig eins og flóðalda — hvað var eftir handa mér núna? Hvað hafði hent ást mína? Hvert átti maður að snúa sér frá þessum hræðilegasta endi alls? Hægt reis ég á fætur, veikburða eins og sjúk gömul kona og hefði ekki verið undrandi, þótt sandurinn hefði ver- ið löðraður blóði. En ströndin var auð og ópersónuleg, og sólin dró sig enn einu sinni bak við þykk ský. Skugg- arnir mýktust og ég byrjaði að ganga niður að sjónum. Ég gekk lengra út í sjóinn, þangað til hann náði mér í hnakka og einskær eðlishvöt aftraði því að ég sykki í hann. Stór alda kom og bar mig til baka, og ég byrjaði að ganga frá sjónum í áttina að húsinu. Góði guð, bað ég, láttu mig deyja núna. Láttu mig deyja núna, góður guð. En orðin komu í huga minn sjálfkrafa og hvorki trúði ég á áhrif þeirra né hugsaði ég einu sinni um þýðingu þeirra. Líf og dauði á þessu augnabliki var nákvæmlega það sama. Hægt gekk ég áfram og inn í húsið og inn í her- bergi mitt og dimman frið lokrekkju minnar. Það var löng og erilsöm ferð og ég ímyndaði mér ekki, að ég myndi nokk- urn tíma sjá ytri hlið þessa herbergis framar. Einmanakennd er mesta refsingin, 24 FÁLKINN sem guðirnir hafa fundið upp. Hún er sérstaklega grimm í garð kvenna, þar sem hættir og heimspeki sjálfsskoðun- arinnar eru þeim óskapfelld. Ég hafði hafnað Thanosi og öllu fyrra lífi mínu, og einbeitt hugsunum mín- um og tilfinningum að öðrum manni. Nú virtist svo sem mér myndi ekki hlotnast hann. Anna kom inn í ólæst herbergi mitt og hlýtur að hafa skynjað hvað hafði skeð, án þess að nokkuð væri sagt, því að hún sat þögul nálægt höfði mínu, hreyfði sig hvorki né talaði, en gaf ein- hvern veginn í skyn að tíminn myndi líða og brátt yrði sá heimur, sem við þekkt- um, frelsaður. Þögul von geislaði frá henni til mín og mér óx kjarkur við nærveru hennar. Dagurinn leið. Við vorum einar í herberginu, þögular en þó var samband okkar á milli. Hún var hið eina, sem ég gat reitt mig á, sem ég hafði nokkru sinni þekkt. Ég var dofin. Kvölin og sársaukinn, vonin og girndin, allt sem hafði stjórn- að mér vikum saman, var rokið út í veður og vind. Kvöldið kom. Ég velti því fyrir mér, hvar fólkið væri. Það skifti mig raunar engu máli, jafnvel ekki Alexis. Allt í einu heyrði ég eitthvað. Það var hljóð kraftmikillar vélar beint und- ir glugganum mínum. Ég stökk upp og hljóp að gluggan- um og opnaði gluggahlerana. Sól var hnigin til viðar, en sjórinn liðaðist enn af geislum hennar og mikil skrautleg ský voru út við sjóndeildarhring. Beint fyrir neðan mig stóð Thanos, og dálítið frá rann dökkur hlutur í áttina niður að sjónum. Það var Alexis í nýja bíln- um sínum. Thanos hristist af hlátri. Bíllinn hvarf bak við trén, sem stóðu meðfram veginum og áður en langt leið, heyrðist í vél hans, sem nálgaðist frá hinni hliðinni. Ég stóð kyrr og beið þangað til ég sá Alexis koma aftur. Hann ók á hræðilegum hraða upp veg- inn og þegar hann kom að hringtorg- inu, þá hemlaði hann hart svo að ískr- aði í. Ég fann að ég hafði haldið niðri í mér andanum allan tímann. Anna sat beint fyrir aftan mig: „Hann er að freista örlaganna." Ég sá Alexis hendast út úr bílnum og ganga til Thanosar. „Hann er stórkostlegur,“ sagði hann. „Hann er bezti bíll, sem smíðaður hefur verið!“ Svona hafði hann talað hjá Dior, þegar ég sýndi honum nýja kjólinn .. . Þá fylgdi flóð ástríðunnar, sem gat

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.