Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Síða 27

Fálkinn - 24.07.1963, Síða 27
'IftitiAlegt L.H ravawara Rabarbaraterta. 3A kg vínrabarbari lVz dl sykur 2 egg 2 dl sykur 2 msk. smjörlíki 1 dl vatn 4 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 dl þeyttur rjómi. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn i um 30 bita af 5 mismunandi stærðum. Látinn í eldfast mót, sykri stráð yfir. Mótið látið við vægan hita í ofn eða ofan á hellu, þar til rabarbarinn hefur saftað sig. Egg og sykur þeytt létt og ljóst, smjör og vatn soðið saman, hrært út í eggja- hræruna. Þeytt áfram þar til hræran er köld. Hveiti og lyftidufti sáldrað sam- an við, hært varlega í. Kakan bökuð við um 175° í nál. 25 mínútur. Kæld. Stingið í kökuna með gaffli og hellið yfir hana rabarbarasafanum úr mótinu. Raðið rabarbarabitunum fallega ofan á kökuna. Skreytt með þeyttum rjóma. Rabarbarakakc 400 g rabarbari IV2 dl sykur 2 egg 2 dl syku 1 dl vatn 75 g smjör 12 möndlur 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar. Látinn í smurt eldfast mót, sykri stráð yfir. Egg og sykur þeytt létt og ljóst, vatn og smjör hitað saman, hellt út í eggin. Möndlurnar saxaðar smátt, blandað í deigið ásamt hveiti og lyftidufti. Deig- inu hellt yfir rabarbarann í mótinu. Bakað við um 200°, þar til kakan er falleg á litinn. Kakan borin fram með þeyttum rjóma eða vanillubráð. Rabarbaraábœtir. Vz kg vínrabarbari 2 dl sykur 1 dl vatn 20 möndlur 1 dl madeira 4 dl mjólk eða rjómablano Vz vanillustöng . 2 eggjarauður 1 msk. sykur 2 tsk. hveiti. Rabarbarinn hreinsaður og skorinn i jafna, frekar stóra bita. Sykur og vatn soðið saman, rabarbarinn soðinn í syk- urleginum, þó ekki meira en svo í einu að fljóti á yfirborði pottsins. Þess skal gætt vel, að rabarbarinn fari ekki í mauk. Tekinn upp úr með gataspaða, látinn i skál. Þegar búið er að sjóða allan rabarbarann, er sykurlögurinn soðinn í 1—2 mínútur, madeh a eða öðru bragðgóðu léttu víni (ef til er) blandað saman við. Hellt yfir rabarbarann. Möndlurnar flysjaðar og flagaðar niður, stráð yfir. Berið rabbarbarann fram með van- illusósu. Eggjarauður og sykur hrært vel, hveitinu hrært saman við. Mjólkin soðin ásamt vanillustönginni, hrært sam- an við eggjarauðurnar, þeytt vel. Hellt í pottinn á ný, hitað að suðu, hrært stöð- ugt í á meðan. Hrært við og við í sós- unni, meðan hún kólnar, svo ekki komi skán ofan á. Þegar flutt er í sumarbústaöm;. eða farið í ferðalag, er oft erfitt að a mjólkina svo, að hún sé köld. n uð hana í hitabrúsa. Munið bara, a* brúsann vel hvex-ju sinni. tjúAráð Notið gömlu nælonsokkana tii að þurrka yfir skóna með. Skórnir gljáa sem nýir og auðvelt er að vinda úr sokkunum eftir notkun svn þeir liggi ekki með óhreinindunum i. FAl wMN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.