Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Síða 28

Fálkinn - 24.07.1963, Síða 28
Biaösölubörn i úthverfum! takiö eftir! Framvegis verður I'ALKINN af- greidJur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðum til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjaDara, simi 37463. Melgerði 30, Kóp^- sími 23172. Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gef- ið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. FÉLAGSPRENTSMIDJAN U. Spíta';stíg 10 Sími 11640. 'un á bókum blöðum tímaritum. Alls kona eyðublaðaprentun Vandað efnl ri' ávallt fyrirliggjandi. 'iúmstimplar afgreiddi* með litlum fyrirvara eitið fyrst til okkai FÉLAGSPRENTSMIDJAN h.l. Spítalastíg 10 — Sími 11640. 28 FÁLKINN VÍBieláíiÍBi Framhald af bls. 12. skjalatöskuna undir þess háttar. En hvernig sem á þessu stendur, þá fann ég hvergi umslagið, þegar ég var kam- inn út að Naustum og ætlaði að gera upp við Sigurð. Já, þvílíkur skellur maður, nú á þessum tíma, frá því ég tók peningana upp og þangað til ég fór, komu hér engir nema krakkarnir mínir, sem þú fórst að ólmast við og ef til vill hún Trína, sem boðar okkur alltaf það sama, að dagsverkinu sé lok- ið og allt eigi að vera í röð og reglu“. „Ég myndi í þínum sporum leita til hennar Sólveigar okkar. Ég held nú alltaf að hún sé slump-heppin og fund- vís þó þú viljir lítið úr því gera,“ sagði Þorgeir, spennti greipar fyrir aftan hnakka og ruggaði sér makindalega á stólnum. ,,Já, ég ætti líklega að fá einhverja unglinga til þess að ganga með mér hérna út Breiðholtið á morgun, og gjarna gæti ég beðið Sólveigu að vera með.“ Ég flýtti mér allt hvað af tók að taka til,“ sagði Trína. — „Og þegar ég stóð fyrir utan búðardyrnar í rökkrinu, var umslagið ennþá í barmi mínum. Mér vöknaði um augu, ætlaði ég þá aldrei að losna við það? Mér datt í hug, hvort það væri ekki heillaráð að kasta því í sjóinn. — Nei, ekki var það gott. Aldrei myndu pen- ingarnir þá koma neinum að gagni, og fyndust leifar þeirra, myndi einhverj- um verða kennt um hvarfið. Ég forðaði mér frá sjónum og hljóp af stað út í rökkrið. Áður en mig varði, var ég komin langt út á Breiðholt. Ég var komin á móts við Sólvang, loks er ég áttaði mig. Ég hljóp þar út af vegin- um og þar varð fyrir mér stórgrýti, ferkantaði bletturinn, sem sker sig svo mjög úr öðrum stöðum á holtinu, þú kannast við staðinn. Ég þreif umslagið úr barmi mínum og kastaði því af öllu afli ofan í stórgrýtið. Ég held það hafi klemmzt þar niður í steinana, annars þorði ég ekki að aðgæta það, en flýtti mér burtu allt hvað ég gat og hingað heim til þín, bæði til að létta af mér samvizku minni og til að biðja þig að bjarga þessu fyrir mig.“ „Það er merkilegt, að þú skulir biðja mig um þetta,“ sagði ég annars hugar. „Nei, það er ekki svo undarlegt," svaraði hún. „Þeir ætla að biðja þig að leita með sér, og ég veit þú hjálpar mér Sólveig, en kemur ekki upp um mig.‘ Trína var aðeins komin heim að Tóta- koti og farin að hjálpa Þuríði við kvöld- verkin, þegar Jóel kaupmaður þurfti að skreppa út í góða veðrið, sagði hann. Það var þó ekki löngunin til að viðra sig, sem ýtti honum frá heimili sínu fyrir kvöldmatinn, heldur oróleikinn yfir peningahvarfinu. — Hann gretti sig ólundarlega í veðrið. „Skrattinn er þetta,“ tauataði hann, „það er að byijj að rigna.“ Ég velti fyrir framan rnig blokkinm minni og hugsaði um vandræði vesa- lings Trínu, þegar barið var á hurðina hjá mér. Jóel kaupmaður stóð í gætt- inni og bauð gott kvöld. „Ég geri ónæði,“ sagði hann í » • -> fýlulega og háðslega. Ég horfði á hann spyrjandi. „Ójá, ég varð fyrir þvi óhappi ao i„, a svolitlu i gærkvöldi, sem kom sér mjög bagalega fyrir mig. Og nú hefur mér komið til hugar að leita til góðviljaðra náunga minna, að ganga með mér spöl- korn hérna vestur í Breiðaholtið í fyrra- málið, og vita hvort við ekki hittum á þetta. Það er umslag með peningum. Þeir sem vildu hjálpa mér að leita, ættu að mæta við búðina klukkan niu. Eitt- hvað mun ég gleðja mannskapinn í heild fyrir hjálpina, en verði það alveg einhver sérstakur, sem finnur umslagið með innihaldi þess, skyldi ég láta allt að því helming peninganna í fundar- laun.“ Ég horfði á Jóel kaupfnann án þess að svara nokkru. Mér fannst svipur hans jafn óráðinn nú, eins og öll hans persóna kom mér hversdagslega fyrir sjónir. Hugsun hans og tilvera virtist alltaf háð von um gróða og peninga. „Má ég eiga von á, að þú gangir með okkur hérna út Breiðholtið, Sólveig?" „Ekki kann ég við að neita því,“ svaraði ég. Jóel kaupmaður brosti, sínu venju- lega viðskiptabrosi þakkaði fyrir, hneigði sig og hvarf út. Mér fannst þetta hálfgerður skrípa- leikur og óskaði þess, að ég hefði ekki orðið aðnjótandi trausts Trínu. En nú varð ég að leika út þetta tafl, sem fyr- irfram var séð, að ekki gat farið nema á einn veg. Morguninn eftir var hægur og sólrík- ur, eftir því sem haustsólin nær til að njóta sín svo árla dags. Ekki vorum við mörg, sem mætt vorum við Jóels- búð klukkan rúmlega níu. Þó var það gott að vita, að ekki var það venjulegt að sjá þennan hóp saman á göngu, — hjálparstúlkuna í húsi Jóels kaupmanns tvö elztu börnin hans, Þorgeir bókara og kaupmanninn sjálfan, auk mín. „Jæja Sólveig, heldur þú að heppnin verði með okkur og við finnum þetta?“ sagði Þorgeir brosandi og gekk við hlið mína. „Það þykir mér sterkar líkur til,“ sagði ég fálega, eins og ekkert væri um að vera. Þeir litu hvor til annars karlarnir, en svöruðu engu. „Þá byrjum við að leita krakkar,“ sagði kaupmaðurinn. „Alla leið hérna megin við veginn, alveg út að Naustum Gáið vel á bak við hvern stein og þúfu. Leita nú vel á ólíklegum sem líklegum stöðum.“ Börnin hlupu af stað, allviss um, að ef þau yrðu á undan okkur hinum myndi bað koma í þeirra hlut, að finna Framh. á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.