Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 29
Vimiáf <in Framhald aí bls. 28. þaS sem að var leitað. Ég ætlaði að verða éin útaf fyrir mig og hugsa þetta allt nákvæmlega en ég varð þess brátt vör, að Jóel kaupmaður vildi sjálfur ráða þessari leit og var ákveðinn í þvi, að hafa mig allnærri sér. „Hvers vegna má ekki leita utan við veginn?“ spurði ég loks. „Það er fjarri lagi, að umslagið hafi getað lent þangað,“ sagði Jóel. Það var hvasst vestan með hryðjum, svo það hlýtur að hafa lent hér utar í holtið, hafi það týnzt úr vasa minum.“ „Mér virðist stundum, þegar blað fýkur, að það sveiflist sitt á hvað, hvernig sem áttin stendur.“ „Hér getur ekki verið um slíkt að ræða,“ sagði kaupmaður. „Ég hefði lagt til, að Sólveig fengi að ráða sinni leit,“ sagði Þorgeir. „Við verðum að fara eftir þeim mestu líkum, sem við höfum, og svona vorum við búin að ráðgera að haga leitinni," anzaði Jóel. Þorgeir þagði. Börnin þutu á undan okkur. Næst veginum gékk Þorgeir bók- ari, þá ég, svo Jóel kaupmaður og fjarst Hildur, og bilið var svo stutt á milli okkar, að varla var hægt að þakka einum en öðrum þó umslagið fyndizt. Eins og enginn getur láð mér, var ég vita áhugalaus í þessari leit. Ég vissi, að enginn átti að vinna hér til neinna verðlauna, nema krakkarnir, sem þó var vonlaust um að fyndu nokkuð, eins og sakir stóðu. Eftir því sem leiðin styttist að Naust- um varð daufara yfir Jóel. „Ég ætla nú samt að tala við Sigurð," sagði kaupmaður, „og vita hvers hann hefur orðið vísari hér í kring. Við stönzuðum á hæðinni fyrir ofan bæinn. Mesti móðurinn var horfinn af krökkunum. Þau voru búin að þjóta niður að sjó og leita alls staðar að þeim *annst. Telpan virtist þó ekki taka sér etta nærri. en drengurinn var óánægð- ir og volandi. — Þau sem áttu þó að á verðlaunin, minnsta kosti helmmg if þessum miklu peningum. „Þið finnið þá kannski í bakaleið- nni,“ hughreysti Þorgeir. Þau litu bæði þakklát á bókarann. 'lélt hann það, að þau myndu finna umslagið? „Á heimleiðinni leita ég á undan öll- um hinum,“ sagði Hildur ósköp rólega og látlaust. „Nei, aldrei,“ hrópaði drengurinn. „Pabbi leyfir það aldrei. Þú vinnu- stúlkan að finna peninga." „Ef enginn má finna umslagið nema þið, er bezt þið verðið ein um að leita,“ sagði ég. „Anzaðu ekki stráknum. Eins og Jóel detti annað eins í hug,“ sagði Þorgeir. „Víst. Eins og pabbi vilji láta pen- ingana sína skella í öðrum,“ fullyrti drengurinn. Hildur hló hyehum h'átri „Við -kul- um ætla. að drengurinn viti það Loks kom Jcel hægt og sila i a — Nei, Sigurður haíði einskis orðið var, og enginn hafði verið á ferð, svo hann vissi til. Aftur til baka áttu börnin að fara lengra út í holtið, faðir þeirra að vera næstur, þá Þorgeir svo Hildur og ég næst veginum Innan skamms myndu allir í þorpinu vita um tjón Jóels, og börn og fullorðnir leggja undir sig holt- ið í einni leit, svo hvergi myndi yfir- sjást. Nema Trína, — hún myndi sitja heima. Nóg var hana búið að iðra eftir þetta glappaskot sitt þó hún kæmi þar ekki nærri Það heyrðist skerandi óp til barnanna. Jóel neytti allra krafta, að komast sem fyrst til þeirra og Þorgeir horfði spennt- ur á þau. En svo dreifðist hópurinn aftur. Þau höfðu fundið ritju af dag- blaði eða einhverju þess háttar. Einhver kom gangandi eftir veginum, rólega og hikandi, nærri eins og fót- unum væri það um megn að vera tekn- ir hvor fram fyrir annan. Hægt og hægt færðist þessi manneskja nær mér og loks sá ég, að þetta var Fjóla i Norðurkoti. Hún tyllti sér á stein við veginn. Vesalings fjóla, hún hafði legið veik í allt sumar, í allri fátæktinni, innan um stóra barnahópinn sinn. Hvernig skyldi henni reiða af í vetur í lélegum húsakynnum, klæðlítilli og vanmáttugri. Er ég bauð henni góðan daginn, tók hún kveðju minni hlýlega. Hún horfði á mig dökkum, skásettum augunum. „Hvað er þetta fólk að vilja?“ sagði hún. Ég sagði henni frá peningahvarfi Jó- els kaupmanns. Fjóla hlustaði á mig með hálf opinn munninn. „Sá hlýtur að fá óskapleg fundarlaun sem finnur þá,“ sagði hún loks. „Það er einmitt þú Fjóla, sem ættir að vinna fyrir þeim,“ sagði ég. „Biddu fyrir þér stúlka. Þú skalt ekki gera grín að mér, enda er það ólíkt þér. Það væri áberandi græðgi, ef ég auminginn, ætti nú að fara að nasa hérna í holtinu, og það í annars spor, og leita að horfnu fé.“ — Hún horfði á mig, eins og hún vildi fjarlægja allt, sem gæti freistað hennar. Ég hlyti að skilja, að hún varð að lifa full auð- mýktar í sinni fátækt, án þess að gera sér von um nokkra breytingu. „Mér finnst einn einasti staður í öllu holtinu, vera líklegri til, öðrum fremur, að umslagið geti hafa stöðvazt á, og þar ættir þú að leita.“ „Því leitar þú ekki þar?“ „Ég labbaði þetta, vegna beiðni Jóels kaupmanns, og hann telur hvergi líkur nema hérna megin við veginn og vill ekki láta leita annars staðar. En ef þú mögulega treystir þér, Fjóla, þá gáttu hérna vestur í ferhyrnda blettinn, þar sem stórgrýtið er, og hyggðu vel að hvort þú sérð ekkert þar. Geti það hent sig að umslagi.ð hafi stöðvazt þar, iæ ðu mikil fundarlaun “ Hún horlði snöggí á mig. .,En þú Sól'æio fni átt bau ekki =’ður en ég.“ „Ég kem bar hveigi nærri. Geti þetta átt sér stað átt þú fundarlaunin, allt að helming hefur hann heitið “ ,,Ég á allt mitt eftir, þó ég gangi þangað," tautaði Fjóla og nú gekk hún mun léttara en áður. Ég varð allt í einu ásátt og róieg. Nú skildi ég, hvers vegna Trína haíði í fyrsta skipti á ævinni gerzt brotleg við það sem rétt var — Var ekki verið að rétta öðrum hjálparhönd með því? Til- gangurinn var stundum hulinn mönn- unum. En enginn af okkur alþýðufólk- inu myndi öfunda Fjólu í Norðurkoti, þó hún fengi þessa aura, enginn myndi verða betur að þeim kominn. Hún hafði reynt að kljúfa alla sína reynslu og bar- áttu, með kjarki og dugnaði. Þegar Fjóla var komin að stórgryt- inu settist hún á einn steininn, en bað var stutt stund, sem hún þurfti hvíldar með í þetta sinn. Hún gekk fljótlega inn á milli steinanna. beygði sig þar niður og tók upp eitthvað hvítt. Hún virtist athuga það með nákvæmni. en svo veifaði hún hendinni í áttina t.il mín. — Sjálf var ég i engum vafa um, hvað hún var með. Á ótrúlega skömmum tíma var Fjóla komin aftur upp á veginn. Hún rétti mér vott og óhreint umslag. — „Viltu ekki taka við því?“ sagði hún. „Ég snerti það ekki, Fjóla. Biddu einhvern, sem þú treystir, að ganga með þér til Jóels kaupmanns eftir há- degið. og skilaðu peningunum og taktu fundarlaun. Ég fer á móts við þau, að láta þau vita, að peningarnir séu fundn- ir. Fjóla rétti mér höndina og tautaði eitthvað, sem ég gat mér til hvað mvndi vera. Fyrst náði ég í Hildi og sagði henni að peningarnir væru fundnir. Hún spurði einskis, en hljóp af stað. Ég settist á þúfu í holtinu og hló að þessu öllu saman. Undarleg voru atvik- in, það mátti nú segja. Krakkarnir komu fyrst til min. Drengurinn heimtaði að fá peningana handa pabba sínum. Þegar ég anzaði honum engu fór hann að skæla. Loks komu Jóel og Þorgeir. „Hefurðu virkilega fundið þá?“ sagði kaupmaður — .Hvar eru þeir?“ Ég sagði honum alla söguna, að Fjola í Norðurkoti hefði hitt á umslagið úti í stórgrýtinu, og ætlaði að koma með| það eftir hádegið í búðina til hans „Hvernig gat umslagið verið þar,’ fyrst vindáttin stóð svona,“ sagði Jóel og benti með hendinni. „Þú ert alltaf að þvæla um þessa bölvaða vindátt og bannar okkur svo að leita á réttum stöðurn," sagði Þorgeir. „Það er gott að Fjóla verður rík,“ sagði telpan glaðlega og hoppaði uon á fótinn eftir veginum. Enginn snzaði því. en stráktn-ínn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.