Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Síða 30

Fálkinn - 24.07.1963, Síða 30
 Upphaf Skálhohs Framhald af bls. 11. 8 og 16 mm filmuieiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Fiimulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Shobh Omtt Snvxnna ER KJÖRINN BÍUFYRIR ÍStENZKA VEGIÍ RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR. AFlMIKILt OG Ó D Ý R A R I TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TRÆT1 I2.SÍMI 37««l snökti og þurrkaði af sér skælurnar með jakkaerminni. Hildur gaf mér olnbogaskot og hló í laumi. En ég lét mér vel líka þó ég fengi ekkert þakklæti fyrir leitina. kirkja kaus í þessum efnum. Tíund Gissurs biskups, var byggð á hinum forna germanska rétti, að landeign og landeigendur væru megin stoðir þjóð- félagsins. íslenzka tíundin var lögð á fasteign og var fjórskipt. En eftir lög- um kirkjunnar mátti ekki taka leigu af dauðu fé. Slíkt var talið okur. Fátækratíundin var fengin í hendur hreppstjórnarmönnum og goðunum, en kirkjan lagði á það ríka áherzlu, að hún hefði yfirráðin yfir fátækratíund- inni. Þetta atriði eitt útaf fyrir sig, olli miklum deilum síðar. En íslenzku höfð- ingjarnir slepptu aldrei fátækratíund- inni úr höndum sér. Það er eitt gleggsta dæmið um sjálfstæði þeirra gegn kirkju- valdinu og ógnun þess. f raun réttri fengu höfðingjarnir og goðorðsmennirnir helming tíundarinnar til ráðstöfunar eftir tíundarlöggjöf Giss- urs biskups. Þetta varð til þess að brátt urðu uppi í landinu ríkir höfðingjar, sem ullu straumhvörfum í íslenzku þjóðlífi, sköpuðu ný menningarverð- mæti, sem urðu höfuðdjásn íslenzku þjóðarinnar og mesta arfleifð, sem nokkur norræn þjóð á. En þar á ég við hinar fornu bókmenntir okkar. Fremst- ur í þessum hópi, var Sæmundur fróði í Odda. Hann kom í skjóli tiundarinnar fótunum undir sig og ættmenn sína um Rangárþing og lagði grunninn að menntasetri í Odda. Sagnaritun og fræðimennska hélzt í ætt hans, allt fram á 14. öld. Á þeim stofni óx mikið lauf, sem enn þann dag í dag, ber grósku í íslenzkri menningu og mennt- Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Siml 23 200. un. Skipulag og framkvæmd íslenzku tí- undarinnar, var langtum meðfærilegra heldur en varð í nágrannalöndunum. f öðrum löndum var tíundin tekin af tekjum, afrakstri búanna og afla fiski- manna. Urðu bændur oft að bíða, sér til mikils tjóns, þar til matsmaður kirkj- unnar kæmi á vettvang til að meta af- raksturinn og hirða hluta kirkjunnar. Slíkt kom aldrei til á íslandi og varð það þjóðinni til .mikilla heilla. Þar kom víðsýni og fyrirhyggja hins framsýna biskups til. Sennilegt er, að Gissur biskup ísleifs- son, hafi haft íslenzka fyrirmynd að nokkru, þegar hann samdi tiundarlögin. Er þá ekki um að ræða nema eina fyrir- mynd. En það er fyrirkomulag Árnes- inga og Rangæinga í félagsmálum sin- um En þeir komu á hjá sér sérstöku Jálkihh flijfut út skipulagi í félagsmálum, áður en alls- herjarlög voru sett í landinu. Þetta skipulag er svo kallað hreppafyrirkomu- lag. Hrepparnir sunnlenzku byggðust á fornum germönskum rétti, rétti land- eigenda yfir landi og samfélagi land- eigenda innbyrðis, án hefndarréttar og yfirtroðslu. Sennilegt er, að Sunnlend- ingar hafi komið á skatti, til að standa straum af þeim málum, sem undir hreppana heyrðu. Vegna þess, hafa sunn- lenzku höfðingjarnir, Sæmundur fróði og Markús Skeggjason, verið fúsir til samkomulags við Gissur biskup um setning tíundarlaganna. Eins og þegar var sagt, voru allir kirkjustaðir á Norðurlöndum í einka- eign. Það er, að bændur létu byggja kirkjur, áttu þær og gáfu nágrönnum sínum kost á að rækja þar guðsþjónust- ur og annan kirkjulegan verknað. En fljótt fór að brydda á því, að konungar og höfðingjar fóru að gefa kirkjunni jarðeignir, sem áttu að vera ævarandi eign kirkjunnar. Gissur biskup ísleifsson lét sam- þykkja á Alþingi, að stóll biskups þess er á Islandi væri, skyldi vera í Skál- holti, „en áður var hvergi biskupsstóll“ segir Ari fróði. Síðar lagði Gissur biskup Skálholtsland til stólsins.. Skál- holt varð því fyrsta stórjarðareign hér á landi, sem kirkjan eignaðist. Skálholt var sérstaklega heppilegt biskupssetur. Það liggur í blómlegasla landbúnaðarhéraði landsins. Er mikil kosta jörð, landstór og landkostir mikl- ir. Þaðan er ekki nema svo sem dagleið til Alþingis. Jörðin er umgirt ám á þrjá vegu, öllum heldur torfærum yfir- ferðar. En það var mikill kostur á mið öldum, að höfðingjasetur, jafnt andleg sem veraldleg, væru heldur torsótt. Ófriðsamlegt var oft, og því gott að óvini bæri ekki of brátt að. í Skálholti er staðarlegt og fagurt útsýni yfir grös- ugt land fram með Hvítá og austur til Hreppanna. Skálholt var velvalinn til þess að verða biskupssetur og varð þegar stundir liðu fram auðugasti stað- ur á íslandi öllu. Gissur ísleifsson er að mínu áliti mesti stjórnmálamaður og höfðingi, er setið hefur í biskupsstól í Skálholti fyrr og síðar. Haiin olli meiri straumhvörf- um í íslenzku þjóðfélagi, heldur en nokkur annar maður hefur gert um alla íslenzka sögu. Með setningu tíundar- laganna, varð lögð undirstaða að fjár- hagslegu sjálfstæði íslenzku kirkjunn- ar og hann gerði íslenzku kirkjuna þjóðlega, svo að lengi bjó að gerð hans. Margt í tíundarlöggjöf hans stóð um aldir, og sumt stendur að nokkru leyti enn og mun lengi standa. Svo segir um Gissur biskup í Hungurvöku: „Hann tók tign og virðing svo mikla, þegar snemmendis biskupsdóms síns .... og svo vildi hver maður sitja og standa, sem hann bauð, ungur og gamall, sæll og fátækur, konur og karlar, og var rétt að segja, að hann var bæði konungur og biskup yfir landinu meðan hann lifði.“ Þessi ummæli eru sönn og rétt, 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.