Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 32
Þá vcrð vg skolinia '•amh. ai bls. 31. ains bölvað og maður gæti haldið. ia er jú Síbería og fangavist þar ur aldrei verið álitin neitt sældar- aauð. Það var einangrunin, sem £ór verst með okkur og þetta, að frétta ekkert af fólkinu okkar heima í Þýzka- landi. Ég skrifaði bréf og reyndi öll möguleg ráð til þess að koma heim, en allt kom fyrir ekki. Þetta hafði sín áhrif á fólkið heima, eins og síðar átti eftir að koma í ljó,s. Ég veit ekki hvað þið hafið haft að borða á íslandi í stríð- inu, en það hefur ábyggilega verið mik- ill veizlumatur borið saman við fæðið okkar í Síberíu. En gátum við búizt við því betra? Höfðum við ekki ráð- izt inn þetta land, rænt, brennt og drep- ið? Og fórum við sjálfir betur með fangana fangabúðunum heima? Við viss- um þá ekki um Belsen eða Auswitch og okktir þýzku hermönnunum sem vor- um þarna, fannst líf okkar hreinasta helvíti. En árin liðu og flestir tórðu. Fangaverðirnir okkar voru alls ekki eins slæmir og við í upphafi héldum og við unnum þeim af trúmennsku. Það var bezt fyrir alla, eins og komið var. Ég var búinn að vera þarna í eitt- hvað þrjú ár þegar styrjöldinni lauk. Það fréttum við reyndar ekki fyrr en nokkuð löngu seinna, því við höfðum lítið samband við umheiminn og sáum engin blöð, enda þótt flestir okkar gætu orðið lesið rússnesku. Og við töluðum hana prýðilega, var okkur sagt. Svo, einn dag þegar við vorum að búast til skógarhöggs, kom yfirmaður fangabúðanna og sagði, að við yrðum ekki lokaðir inni lengur, en við yrðum heldur ekki fkuttir til baka til Þýzka- lands. Við hefðum komið til Sovétríkj- anna til þess að eyðileggja og við hefð- um eyðilagt mikið. Við gætum þess vegna hjálpað til við uppbygginguna og unnið að landbúnaðar.störfum á búun- um, sem voru þarna nokkru sunnar. ViS urðum mjög fegnir, en okkur var jafnframt ljóst, að böggull fylgdi skammrifi: Við fengum ekki framar mat í fangabúðunum og urðum að bjarga okkur sjálfir. Við vorum fjórir, sem unnum saman í uppskeruvinnu þetta haust. Við bjuggum í kofa, og líðan okkar var ekkert verri en margra þeirra, sem gerzt höfðu landnemar í Síberíu. Um veturinn var hart í ári og við reyndum margt til matfanga, en það var erfitt vegna þess áð við gátum ekki veitt í skógunum; við vor- um vopnlausir. Það helzta var að veiða fisk upp um ís. Stundum þegar maður var svangur, tók maður fiskinn eftir að hann var vel stirðnaður í ísnum og át hann hráan. Ég man ennþá eftir tíma- bili, sem við vorum stundum mjög svangir og hve gömsætur hrár fiskur- inn var. En það var nóg af eldiviðn- um og okkur var ekki kait Fötin voru '•æflar við sníktum, en Rússarnir sjálfir voru varla aflögufærir á þess- um árum. Á þessu tímabili kynntist ég Rússunum, og ég verð að segja, að þeir eru prýðisfólk, alveg burtséð frá þessari fáránlegu kommúnistastjórn þeirra. Þegar búið verður að koma henni fyrir kattarnef, gæti ég vel hugs- að mér að búa í Rússlandi.“ Fritz stóð upp og kveikti sér í sígar- ettu. Skipið skreið áfram með jöfnum hraða og þungur niður vélanna heyrð- ist eins og í fjarska. Hann saug sígar- ettuna þangað til ekkert var eftir sjáan- legt, og hann hlýtur að hafa brennt sig. Þá spýtti hann smástubb og hélt áfram: „Svona gekk þetta í þrjú ár. Við vor- um orðnir vonlausir um að við kæm- umst nokkurn tíma heim. Á einu sam- yrkjubúinu, og ég held reyndar á þeim flestum, var uppfræðari, sem talaði við okkur um ágæti kommúnismans. Auðvitað lét maður þessar ræður um ágæti kommúnismans sem yind úm eyr- un. þjóta, en undir þeim þróaðist með mér áætlun um flótta heim. Þeir höfðu sagt, að í hálfu Þýzkalandi væri komm- únistaríki. Að komast þó ekki væri nema þangað, var sama sem að komast heim. Ég fór að leggja við hlustirnar og sýna áhuga, þegar rætt var um kommúnisma og ágæti kerfisins. Svo eftir nokkurn tíma fór ég til trúnaðarmannsins og sagði honum að ég væri orðinn mjög hrifinn af kommúnismanum: Hvort ég gæti ekki komizt á skóla til þess að læra meira um þá ágætu stefnu? Trún- aðarmaðurinn var svo glaður, að ég skammaðist mín fyrir svikin. En hvað átti ég að gera? Engin leið að komast til baka fleiri þúsund kílómetra alls- laus og illa klæddur. Eftir bréfaskiftir var mér sagt að mæta til prófs. Ég tal- aði fjögur tungumál og gæti því komið að gagni. Ég beið milli vonar og ótta og ég trúði því víst varla sjálfur, þeg- ar járnbrautarlestin áleiðis til Moskvu rann af stað með mig innanborðs. ★ FRELSI. Og ef allt gengi vel, væri írelsið fram- undan. Ég kom til Moskvu og var sett- ur í skóla fyrir efnilega útlenda komm- únista. Á þessum skóla var ég í níu mánuði og leið í alla staði vel. Kannski hefur hugsunin um að mér yrði snúið við og sendur aftur til Síberíu stund- um haldið fyrir mér vöku, en eftir allt, sem á undan var gengiðj fyrst í stríð- inu og síðar í fangabúðunum, fagnaði maður hverri góðri stund af einlægni. Eftir níu mánuði á skólanum tók ég próf og var spurður hvort ég vildi frek- ar halda áfram námi í aðra níu mánuði eða hverfa til Austur-Þýzkalands, „og taka þar þátt í hinni kommúnistisku uppbyggingu lands míns“, eins og sá sem við mig ræddi orðaði það. Ég átti bágt með að leyna fögnuði mínum. Að áætlunin um að komast heim mundi standast, var meira en taugarnar þoldu. En þetta vakti sem betur fer ekki grun- semdir, því hvað var eðlilega en að sanntrúaður kommúnisti fagnaði því að fá tækifæri til þess að boða . löndum sínum hina „einu réttu stefnu“. Svo kvaddi ég Moskvu og fór til Austur-Þýzkalands. Þar beið mín góð staða og ég tók til starfa sem pólitísk- ur fulltrúi við stofnun. Ekki hafði ég heyrt frá fjölskyldu minni öll þessi ár og hún ekki frá mér. Ég bað þess vegna yfirmann minn leyfis að fá að skreppa til Vestur-Þýzkalands til þess að ná í fjölskylduna. Daginn eftir fór ég til Ber- línar og þaðan til Hamborgar.“ Klettarnir á Helgoland voru farnir að skýrast, og eftir stutta stund myndi „Wappen von Hamburg“ varpa akker- um úti fyrir eyjunni. Ég beið eftir að heyra framhaldið og Fritz sagði: ★ „Við erum að verða komnir, svo það er bezt að gera langa sögu stutta. Þegar ég kom heim, gaf ég mig strax fram sem pólitískur flóttamaður og hóf að leita fjölskyldu minnar. Konan mín, sem svo lengi hafði beðið frétta af mér, var þá gift öðrum manni. Mér fannst það sárt þá, en gat ekki áfellzt hana og kannski var það okkur báðum fyrir beztu. Fólk breytist svo ótrúlega mikið á styttri tíma en sjö árum. Börnin mín voru því sem næst uppkomin. Sonur minn er nú farinn til sjós. Dóttir mín er gift. En síðan ég kom heim og jafn- aði mig á breyttum kringumstæðum, hefur mér liðið vel. Samt hef ég viss- ar áhyggjur. Ég þekki tvenna tímana og mér sýnast hættulegar blikur á lofti. Ég hef áhyggjur vegna endurvakningar hernaðarandans hér í Þýzkalandi. Kann- ski geta ævintýramenn leitt þjóðina fram á sama hengiflug og nazistum tókst. Samt getur enginn áfellzt okkur fyrir að endurhervæðast, meðan óvíg- ur her er handan landamæranna. Og ef sá her kæmi hingað, þá yrði ég að öllum líkindum sá fyrsti, sem yrði skot- inn.“ Sv. S. IMIAGHRA Framh. af bls. 25. Ég settist niður og bjó mig undir að bíða eftir honum. Eftir nokkra stund heyrði ég í bílnum aftur, hann þaut framhjá húsinu. Litlu síðar þaut hann aftur framhjá. Ég fór til herbergis mins og sótti sígarettur og settist aftur, dyrn- ar voru lokaðar og ljósið slökkt. Það var engin hugsun í höfði mínu þá. Það var engin þörf á að undrast eða hlakka til. Vegurinn var ruddur. Loks heyrði ég raddir. Thanos var að segja eitthvað um kvöldverð. Svo opnuðust dyrnar og Alexis kom inn. Hann leitaði að slökkvaranum og sá mig ekki í sæti mínu nálægt rúminu. Ég kveikti á náttlampanum. Hann stanzaði og leit á mig, hið vingjarnlega bros, sem hafði verið á andliti hans, hvarf og andlit hans varð svipbrigða- laust. Hann lokaði hurðinni á eftir sér og fór að láta eins og ég væri ekki í ■'AlkINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.