Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 33

Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 33
ra | ifiiill •• |#»fii#ij|VMniÐ 1 r ALiiE li í-i ■ JTl mm 111 11 1 m V 1 K U B L A Ð * sém eru væntanlegar 1 EINN, TVEIR, ÞRIR herberginu. Hann tók nokkra hluti úr töskunni og stakk þeim niður í skúffu. Þá fór hann að baðherberginu. Ég sat kyrr og reykti. Ég heyrði að hann fór í sturtubað', svo varð löng þögn. Loks kom hann út, nýrakaður með blautt hár. Hann gekk framhjá mér, klæddur stuttbux- um, berfættur. Ég andaði djúpt og sagði ekkert. Skyndilega sneri hann sér við. „Phaedra ...“ byrjaði hann. „Nei,“ sagði ég. „Vertu ekki að eyða orðum á mig. Ég þekki þig jafnvel, þótt þú þekkir þig ekki sjálfur." Hann horfði á mig. Harkan var horfin úr and- liti hans og sorg og eilítill ótti kominn í staðinn. „Hvað viltu að ég geri?“ spurði hann. „Ég vil allt, Alexis," sagði ég mjög blíðlega og kenndi næstum í brjósti um þetta þokkafulla unga dýr, sem var fangað jafnt af eigin þrám og mínum. Hann sat á rúminu og horfði á hendur sínar, sem lágu á berum mjöðmunum kraftlausar og líflausar. Bak hans var bogið. Ég sagði ekki neitt. Eitthvað af ein- beitni minni og skýrri sjón var horfið. „Ég elska þig,“ sagði hann að lokum, og skaut augunum til mín, en augu hans voru stór og dökk. Ég gekk yfir til hans og beygði mig niður fyrir framan hné hans. „Það er ekkert breytt," sagði ég. „Þú getur ekki elskað mig og gleymt. Ég er ekki svoleiðis kona.“ Hann leit á mig aftur þegjandi. „Fyrirgefðu mér, Alexis. Ég hélt að þetta gæti endað og leitt þig á villi- götur. Viltu fyrirgefa mér?“ Ég tók hönd hans í mína og færði höfuð mitt nær og þráði ekkert meira en að leggja það í kjöltu hans. Hann sat óhreyfanlegur í mínútu, svo greip hann hnakka minn báðum hönd- um og dró mig upp og kyssti mig. Er við slitum okkur hvort frá öðru, horfðumst við í augu einu sinni enn. Það var engin þörf á að segja neitt. Það var jafnvel engin þörf á ástríðu. Framtíðin bar okkur áfram eins og straumhart stórfljót og allt, sem við þurftum að gera, var að hætta að streit- ast á móti. Ég varð fyrri til að líta undan. Hávaði heyrðist fyrir utan — rödd Thanosar og svo Önnu, sú fyrri hvell og skipandi, sú seinni blíð og sefandi. Ég vissi þá, að hún hafði verið fyrir utan dyrnar allan tímann. Alexis og ég stóðum kyrr og biðum. Ég sá andlit hans dökkna af kvíða, og ég brosti til hans og þrýsti hönd hans. Ég var hvorki hrædd við né áfjáð í að standa augliti til auglitis við þau, ég vissi bara að málið myndi taka sína eigin stefnu. Þegar rödd Thanosar var þögnuð, var barið varlega að dyrum. Ég yfirgaf Alexis og fór út og lokaði hurðinni á eftir mér. Framhald í næsta blaði. Ein stærsta viðurkenning sem mönnum er vinna að kvikmyndum hlotnast er að hljóta Oscar verðlaun- in. Það segir sig sjálft að sá maður sem sextán sinnum hefur verið til- nefndur að þessum verðlaunum er ekki meðal smærri spámanna á þess- um vettvangi. Billy Wilder hefur sextán sinnum verið nefndur til þess- ara verðlauna og sex sinnum hlotið þau. Hann hefur hlotið þau jöfnum höndum fyrir leikstjórn sína og kvik- myndahandrit. Hann er tvímælalaust einn bezti leikstjóri sem nú starfar að kvikmyndum. Tónabíó mun á næstunni sýna eina af nýrri kvikmyndum Wilder, mynd- ina Einn, tveir, þrír. Þetta er gaman- mynd og varla þarf að taka það fram að hún er vel gerð. Ekki mun það heldur spilla aö is.e»iz ð- ur með myndinni. Þetta er sem fyrr segir gamanmynd og sögusviðið er Berlín bæði vestan og austan járntjalds. Mörg atriði myndarinnar eru tekin í sínu rétta umhverfi. Óþarfi er að rekja sögu- þráðinn nákvæmlega því sjón er sögu ríkari, en við skulum aðeins drepa á nokkur atriði. Myndin segir frá for- stjóra Coca Cola útibúsins í Vestur- Berlín. Þetta er harðduglegur og metnaðargjarn forstjóri sem á þann draum heitastan að verða gerður að forstjóra fyrirtækisins í Evrópu. Hann hefur á prjónunum samning við rúss- neska sendinefnd um framleiðslu Coca Cola austan járntjalds og finnst það góð hugmynd þótt yfirboðarar V-nTvrh n b’-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.